Jökull


Jökull - 01.12.1985, Síða 152

Jökull - 01.12.1985, Síða 152
 helsti veikleiki Trausta hafi verið sá að hann leit á jarðsöguna sem línulega. Segulkort hans hefði hann getað túlkað með botnskriði, sem gerir ráð fyrir því að allt berg myndist, og hafi myndast, í gosbeltunum, en færist síðan út til hliðanna. Trausti kaus að túlka niður- stöðurnar þannig, að á Tertier hefði gosvirkni verið mun útbreiddari en nú, og síðan hefði hún smám saman þrengst til núverandi gosbelta. Pær mæliniðurstöður, sem þá (fyrir 1962) voru þekktar, mátti enda túlka á hvorn veginn sem var. Sömuleiðis túlkaði hann jarð- lagahalla þá, sem hann hafði mælt og kortlagt, þannig að jarðsögu íslands megi skipta í ákveðin skeið, þar sem basaltstaflinn myndaðist fyrst, og síðan tóku við hnik- skeið hvert af öðru þar sem bergspildur snöruðust, spyrntust upp eða niður, o.s.frv. Þannig byggði Trausti sér heimsmynd, sem var heildstæð og sjálfri sér sam- kvæm, og við hana stóð hann til dauðadags. Að ýmsu leyti var Trausti langt á undan sinni samtíð sem jarðfræðingur á íslandi. Að vísu voru íslenskir jarðfræðingar mjög fáir mestalla starfsævi hans, og flest- ir í rauninni einyrkjar. Þess vegna var þess ekki að vænta að aðrir yrðu til að taka upp aðferðir hans eða samvinnu við hann um framgang rannsóknanna: hver var að fást við sitt. Trausti hefði samt vafalaust getað haft meiri áhrif en hann gerði, því flest það, sem hann skrifaði um jarðfræðileg efni, gaf hann ýmist út á ís- lensku eða í ritum Vísindafélagsins, sem hvort tveggja fékk litla útbreiðslu. f ræðu þeirri, sem vitnað var til fyrr í þessari grein, sagði Trausti á einum stað: „Ég tel ekki að íslensk náttúra sé rannsóknarefni íslendinga einna; allir jarðvísindamenn eiga að hafa hér rétt til rannsókna. Landið er mjög sérkennilegur og forvitnilegur hluti af yfirborði jarðar. En við sem byggj- um landið, stöndum að ýmsu leyti sérstaklega vel að vígi. Erlendir vísindamenn hafa oft orðið fyrstir til að kanna eitthvað sérstakt hér og þá vakið athygli okkar á rannsóknaverkefni. En sérstaða okkar felst í því, að við getum varið tíma í það að kanna allan þann sæg af fínum dráttum, sem ekki má vanta í fullgerða mynd. Það erum við, sem getum fullgert margar jarðvísindalegar myndir, ef við bregðumst rétt við vandanum. Við verðum að hafa þor til að hugsa sjálfstætt, rétt eins og þjóðin í heild hefur þor til að vera sjálfstæð. Fyrir hverja var Njála skrifuð? Þorði Njáluhöfundur virkilega að fara eftir eigin dómgreind og málsmekk, eða frétti hann um sam- þykkt einhverrar ráðstefnu suður í löndum um það, hvernig ætti að skrifa á íslensku? Fornbókmenntir okkar eru nú orðnar sígildar heimsbókmenntir, en hver hefði unnið í þeim anda á 12., 13. og 14. öld, að handritin yrðu þjóðinni einhvern tíma til frægðar? Fföfundur Njálu hugsaði svo lítið um frægð, að hann gleymdi að skrifa nafnið sitt á handritið". Verulegur hluti af ævistarfi Trausta Einarssonar var kennsla, fyrst við Menntaskólann á Akureyri, en eink- um við Verkfræðideild Ffáskóla íslands. Þar kenndi hann einkum aflfræði og jarðfræði, og var talinn af- burðakennari. Trausti var mjög rökfastur og sannfær- andi, svo sem margir reyndu sem lentu í málþófi við hann, en slíkir eiginleikar gera kennara einmitt mjög áhrifamikla. Hinu verður ekki neitað, að vegna sinna sérstæðu skoðana á ýmsum jarðfræðilegum efnum lenti hann þversum við meginstraum fræðanna á síðari árum, og sú staða hans mun hafa komið fram í kennslunni og stuðlað að tortryggni milli verkfræðinga og jarðfræð- inga. Eins og fyrr hefur komið fram var Trausti mjög skeleggur málsvari skoðana sinna, sem enda voru grunnmúraðar á rannsóknum hans sjálfs og studdar kunnáttu hans í stærðfræði og eðlisfræði. Jarðfræðingar hafa nefnilega látið það henda sig á ýmsum tímum að „brjóta náttúrulögmálin" í túlkunum sínum, og Trausti trúði því raunar, eins og Harold Jeffreys, einn af jöfrum breskrar jarðeðlisfræði, að með botnskriðskenningunni væri horft fram hjá ýmsum grundvallaratriðum sem áhangendur hennar létu í léttu rúmi liggja, sælir með það að fljóta með tískustraumnum. Jarðfræðingar gátu hins vegar haft það á Trausta, að hann tryði um of á eðlisfræðitúlkanir sínar, því gögnin gæfu ekki tilefni til þess. Trausti var mjög athugull rannsóknarmaður; hins vegar leit hann ekki á jarðfræði- könnun sína sem lýsingu lýsingarinnar vegna, heldur til þess gerða að reyna eða renna stoðum undir kenningu um heildarmynd. Virgill segir: „Felix qui potuit rerum cognoscere causas“, eða sæll er sá sem komist getur að orsökum hlutanna. Þetta reyndi Trausti jafnan, með öllum þeim ráðum sem honum voru tiltæk. Hann vildi að jarðfræðin væri sönn grein á meiði raunvísindanna, og var ómyrkur í máli um þá sem töldu eðlis- eða stærðfræði ekki eiga erindi í jarðfræðilega umfjöllum. í fyrrnefndri ræðu sinni sagði Trausti: „Svo ég beini enn orðum til jarðfræðinga, þá eru enn til menn, sem umfram allt vilja fá að hugsa grautarlega, og telja að stærðfræði og eðlisfræði mundi rugla upp- skriftina að grautnum. Þeir vilja fá að vera trúboðar og unga út trúboðum, sem svara spurulum og gagnrýnum nemendum sínum í unglingaskólum því til, að þetta sé bara svona, þetta standi auk þess í kennslubókinni — í Móselögum hefði ég nærri því sagt. Jarðfræði er nú kennd sem trúarbrögð í ýmsum unglingaskólum hér, það er mér kunnugt um. Og jarðfræði er ekki kennd sem universitas-grein við háskóla, líklega velflesta, eins og guðfræðin á tímum Keplers (en Kepler varð að læra stærðfræði sem hluta af guðfræðinámi sínu, svo sem þá 150 JÖKULL 35. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.