Jón á Bægisá - 01.09.2003, Side 58

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Side 58
Auðna Hödd Jónatansdóttir og Rannveig Jónsdóttir eftir forlögum) svartan lista yfir þýðendur sem hafa klúðrað málunum og miðla þessum upplýsingum sín á milli, enda er ekki heiglum hent að lag- færa þýðingu. Þýðandinn þarf vera það nákvæmur í þýðingu textans að útgefendur treysti honum til að þýða fteira fyrir sig í framtíðinni. Það gefur auga leið að þýðendur þurfa að vera vel ritfærir og góðir í íslensku — til að geta kom- ið erlendum texta lipurlega til skila. Það var einmitt þetta sem kom okkur einna mest á óvart hversu afdráttarlaust allir viðmælendur okkar staðfestu yfirburði þeldcingar á markmálinu yfir þekkingu á frummálinu. Auðvitað þarf þýðandinn að skilja textann sem hann er að þýða, en íslenskukunnátta þýðanda skiptir meginmáli; í frummálinu má notast við orðabækur og önnur hjálpargögn, sem og í markmálinu, auðvitað, en þýðandinn þarf að hafa mjög sterka tilfinningu fyrir íslenskunni til þess að geta endurskapað verkið. Þótt íslenskan sé þannig kannski meginatriðið, er skilningurinn á frummálinu ekki síður mikilvægur; forlög hafa þurft að hafna þýðingum, þrátt fyrir að þær séu á mjög góðri íslensku, því þýðandinn hefur greini- lega misskilið textann. Upphaflegar hugmyndir okkar um bókmenntaþýðingar byggðust að mestu á sérstöðu þessa flokks þýðinga, sem er nokkurskonar „snobbgildi". Þetta er flokkurinn sem við tökum ósjálfrátt alvarlega því listin í fagurbók- menntum liggur jú í orðunum, ekki satt? Því ályktaði hópurinn strax í upphafi að örsmátt hliðarskref þýðanda frá frumtextanum gæti verið stór- hættulegt. Þýski túlkunarfræðingurinn Friedrich Schleiermacher lagði lín- urnar á 19. öld með bókstafsþýðingar að leiðarljósi þegar hann sagði að annað hvort flytti þýðandinn höfundinn til lesandans eða ekki, með því að vera trúr frumtextanum eða ekki. Auðvitað er þetta ekki svona svarthvítt. Líking sem Pétur Gunnarsson setti fram í inngangi sínum að I leit aðglötuðum tíma sýnir í hnotskurn það viðhorf til þýðingastefnu sem við rákumst alstaðar á: „Þar getur að líta ým- islegt sem kemur kunnuglega fyrir sjónir og annað alveg nýstárlegt — blanda af þessu tvennu er snar þáttur töfranna við að ferðast. Hinn ferða- mátinn er vissulega til: að hafa allt með sér að heiman — fararstjóra, mat og skemmtikrafta."2 Ef velja þyrfti eitthvert eitt orð sem niðurstöðu úr þessari rannsókn léki þó lítill vafi á hvaða orð yrði fyrir valinu. Jafngildið var alls staðar fremst í flokki þegar spurt var um þýðingastefnur. Hlutverk þýðandans felst vita- skuld að einhverju marki í því að færa verkið til lesandans og verkið sam- 2 Marcel Proust: íleit aSglótuðum tíma, þýð. Pétur Gunnarsson, Bjartur, Reykjavík, 1997, bls 16. 56 á .93/Tf/tíá, — Tímarit pýðenda nr. 7 / 2003
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.