Jón á Bægisá - 01.09.2003, Qupperneq 71

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Qupperneq 71
Þýðingar á íslenskum markaði 2001 þýðendurnir voru spurðir um hjálpargögn kom í ljós að allir nota orða- bækur, önnur uppflettirit, netið eða leita til samstarfsfólks, og þegar hrað- inn er mikill er jafnvel brugðið á það ráð að hrópa á milli borða. Þess utan hafa allir sínar sérviskur með að leita sér aðstoðar, einn notar stórbækur Fjölva og kennslubækur úr menntaskóla, annar er svo vel í sveit settur að geta leitað til fólks sem vinnur undir sama þaki og sá þriðji leitar til hinna og þessara sérfræðinga, meðal annarra listfræðinga og lagaprófessora við Háskólann. Oft virtust viðmælendur ekki skilja hvað átt var við þegar talið barst að þýðingastefnu og sögðu ekkert slíkt vera í hávegum haft. Hins vegar er reynt að koma efninu yfir á lipra, góða og skemmtilega íslensku. í raun er ákveðinni þýðingastefnu fylgt án þess að það sé meðvitað. Þegar spurt var um viðbrögð frá lesendum könnuðust viðmælendur ekki við neitt sem hefði beint með þýðingar að gera. Ef viðbrögð koma frá lesendum varða þau yfirleitt efnið sem heild en ekki þýðingar. I óformleg- um viðræðum okkar við lesendur fengum við áþekk svör. Fæstir höfðu nokkurn tíma leitt hugann að því hvort og þá hvernig þýðingar yrðu á vegi þeirra í ritmiðlum. Með öðrum orðum hvort vandað er til þýðinga, hvort af þeim er þýðingarbragð eða orðalagið klúðurslegt. Það sem mesta athygli vakti var að velflestir viðmælenda okkar líta á sig sem blaðamenn en ekki þýðendur. Þetta gerði okkur auðvitað erfitt um vik þar sem spurningar um þýðingar og þýðingavinnu urðu oft marklausar. Þeirra þýðingarstarf felst að mestu í því að endursegja og vinna útdrætti. Laun þeirra miðast þess vegna oftast við taxta Blaðamannafélagsins en ekki sérstaka taxta fyrir þýðendur. Þarna vantar greinilega hugarfarsbreytingu til að þýðendur fari að virða þýðingarstarfið sem sérstaka starfsgrein. T eiknimyndasögur Saga myndasagna er ævaforn, en hana má rekja aftur til egypskra myndlet- urstákna og súmverskra fleygrúna, elstu ritforma sem nútímamaðurinn þekkir. Myndskreytingar og jafnvel myndraðir hafa fundist í hellum víðs- vegar um heiminn og eru elstu frumheimildir sem sagnfræðingar geta byggt fræði sín á. Arþúsundum síðar fóru listamenn þessa tjáningarforms að bæta inn rituðu máli og því fylgir þörf á þýðingum — teiknimyndasag- an er ekki lengur alþjóðleg. Því var farið á stúfana í leit að þýðendum teiknimyndasagna, en fyrstu niðurstöður fengust fyrr en við áttum von á, því teiknimyndaþýðendur virðast álíka algengir og geirfuglinn. Utgáfa þýddra myndasögubóka hér á landi virðist hafa verið í einhverskonar lægð síðustu árin. Þetta bók- menntaform, sem tróndi efst á sölulistunum með Tinna, Astrík, Sval og á .ffi/'/iýr/ijá — Þegar stríð að stríðinu verður 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.