Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 92

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 92
Auðna HöddJónatansdóttir og Rannveig Jónsdóttir í heildina virðast þýðendur vera áhugasamir og metnaðarfullir um starf sitt. Metnaðurinn liggur kannski í villulausri fremur en skemmtilegri þýð- ingu. Þó kemur íyrir að þýðendur fá að kljást við texta, t.a.m. auglýsinga- texta, þar sem sköpunargáfan fær aðeins að njóta sín. Einn viðmælenda benti á að oft vantaði upp á metnað af hálfu kaupenda, þeir litu oft svo á að ein- föld umsnörun væri nóg. Það verður algengara að fólk ílendist í þessu starfi, en vitaskuld eru enn til þýðendur sem vinna fulla vinnu á einum stað og snúa sér svo að þýðingum í hlutastarfi á kvöldin eða um helgar. Þetta virðist hins vegar vera á undanhaldi, ekki síst í þessum geira þýðinga þar sem flest- ir stunda þýðingar í fullri vinnu og gera þær jafnvel að ævistarfi sínu. Tölvuþýðingar eru enn nýjar af nálinni en í þeim geira er augljóslega hvað mestur vaxtarbroddur á íslenskum markaði. Nú þegar hefur verið ráðist í það þrekvirki að þýða Windows fyrir Islendinga og það gefur kannski tóninn varðandi það sem koma skal. Sóknarfæri íslenskra þýðenda liggja ekki hvað síst í erlendum mörkuðum og sáu viðmælendur ekkert því til fyrirstöðu að Islendingar færu að bjóða erlendum fyrirtækjum þjónustu sína í stað þess að bíða eftir því að leitað sé til þeirra. í tölvulandi virðast framtíðartækifæri vera flest, þar er líka tæknin mest og launin hæst svo þar er gott að búa. Möguleikarnir eru endalausir, ekki síst ef viðhaldið er þeim metnaði og þeirri kröfu um gæði sem virðast vera ríkjandi. Lokaorö Skýrsla sem þessi ætti að hafa verulegt notagildi þegar verið er að leggja mat á stöðu þýðingarmála. Þrátt fyrir að hún sé engan veginn tæmandi gefur hún allgóða innsýn í heim þýðinga eins og hann lítur út í dag. Geysi- legur fjöldi fólks sem hefur atvinnu af einhverjum gerðum þýðinga svaraði spurningum við undirbúning skýrslunnar og gaf haldgóð svör öllum þeim sem koma eitthvað nálægt þýðingum. Flokkarnir sem við skiptum þýðingunum í eru ólíkir en þó er auðvelt að finna rauðan þráð í gegnum allt verkefnið, ákveðin atriði sem eru sammerkt öllum hópum. í öllum hópum voru líka einhver atriði sem vöktu mikla at- hygli og sköpuðu hverjum hópi fyrir sig ákveðna sérstöðu. Þýðingamarkað- urinn er nokkuð stór og fjölbreyttur hér á landi, en þó er eitt tungumál sem er ráðandi í öllum gerðum þýðinga. Enska er helsta tungumálið á öllum vígstöðvum. í sumum tilfellum var hún allt að 90% þess sem þýtt var. Það er síðan misjafnt eftir hópum hvaða tungumál kemur næst, en norður- landamálin ásamt þýsku og frönsku eru sennilega þau sem oftast eru nefnd. Þrátt fyrir þann aragrúa af orðabókum og hjálpargögnum sem þýðend- ur hafa aðgang að voru margir viðmælenda óánægðir með stöðu mála í þeim efnum. Einkum voru það íðorðasöfnin sem þóttu ekki nógu ná- 90 Tímarit þýðenda nr. 7 / 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.