Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Qupperneq 9
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 5
Þetta tölublað er mikið afrek fræðimanna, yfirlesara og annarra er koma að útgáfu
tímaritsins. Það sýnir hvað hægt er að gera á stuttum tíma en samt gera vel. Það
sýnir einnig gríðarlegan kraft og grósku í hjúkrunarvísindum á Íslandi.
Þegar hugmyndin að þessu blaði fæddist í marsapríl sl. vöknuðu margar
spurningar. Tíminn var naumur – myndu hjúkrunarfræðingar ná að skrifa grein á
nokkrum mánuðum? Spurt var hvort rétt væri að búa til nýtt ritrýnaferli við hliðina
á því venjulega – hvað myndu þeir höfundar segja sem hafa sent inn handrit á
venjubundinn hátt og bíða eftir birtingu í tímaritinu? Er hægt að lesa yfir og ritrýna
á örfáum vikum?
Í ljós kom að þetta var allt hægt. Ritnefndin fékk yfir sig holskeflu af handritum en
yfir 20 var skilað inn. Að lokum voru 11 handrit samþykkt til birtingar. Ritstjórar
ráðstefnunnar, þær Árún K. Sigurðardóttir og Þóra Jenný Gunnarsdóttir, lögðu
á sig mikla vinnu á sumarfrístíma til þess að lesa yfir handrit, velja ritrýna, fara
yfir svör ritrýna og að lokum ákveða hvaða greinar myndu birtast. Ritrýnar og
höfundar brugðust skjótt og vel við. Fyrir þetta ber að þakka.
Afraksturinn er 11 nýjar fræðigreinar sem bæta verulega stöðu hjúkrunar sem
fræðigreinar. Í þeim er að finna heilmiklar upplýsingar sem munu breyta meðferð
og umönnun. Við höfum einnig fengið gott fordæmi fyrir framtíðina – nú vitum við
að hægt er að búa til ráðstefnublað þar sem birtar eru fræðigreinar í fullri lengd.
Við höfum líka lært margt um ritstjórn, ritrýni og blaðaframleiðslu og mun það
gagnast okkur vel á næstu árum.
Tímarit hjúkrunarfræðinga
Suðurlandsbraut 22
108 Reykjavík
Sími 540 6405
Bréfsími 540 6401
Netfang christer@hjukrun.is
Vefsíða www.hjukrun.is
Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Sími skrifstofu 540 6400
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Christer Magnusson
Ritstjórnarfulltrúi
Sunna K. Símonardóttir
Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu
christer@hjukrun.is.
Leiðbeiningar um ritun fræðslu og fræðigreina er
að finna á vefsíðu tímaritsins.
Ritnefnd Hjúkrun 2011:
Árún K. Sigurðardóttir
Þóra Jenný Gunnarsdóttir
Próförk og yfirlestur:
Helga Garðarsdóttir
Halldór Þráinsson
Auglýsingar:
Þórdís Gunnarsdóttir, sími 866 3855
Hönnun:
Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT
Prentvinnsla:
Litróf
Upplag 350 eintök
Pökkun og dreifing:
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
VERULEGT FRAMLAG
TIL FRÆÐANNA
Tölublað þetta er ekki hefðbundið. Þó að
það hafi númer eins og önnur tölublöð er
það frábrugðið á margan hátt. Í blaðinu eru
eingöngu fræðigreinar og útlitið er annað en við
eigum að venjast. Þá er blaðinu ekki dreift eins
og venjulega heldur einungis til þátttakenda á
ráðstefnunni Hjúkrun 2011. Innihald greinanna
verður kynnt á ráðstefnunni í formi erinda.
Christer Magnusson.
Ritstjóraspjall
Bankastræti 7 • 101 Reykjavík
Sími: 510 6100 • Fax: 510 6150
sereign@lsr.is • www.lsr.iswww.lsr.is
Hlutverk LSR er að taka á móti
iðgjöldum sjóðfélaga og ávaxta
þau í sameiginlegum sjóði til að
greiða elli-, örorku-, maka- og
barnalífeyri.
Séreign LSR tekur við frjálsum
viðbótarsparnaði sjóðfélaga. Hvort
sem þú greiðir í A- eða B-deild
LSR ætti framlag í Séreign LSR að
vera eðlileg viðbót.
Á vef LSR, www.lsr.is, geta
sjóðfélagar nálgast yrlit og séð
heildarstöðu lífeyrisréttinda sinna
og iðgjaldaskil launagreiðenda.
Traustur sjóður,
örugg samfylgd