Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Page 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Page 34
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201130 Hjúkrunarþyngdarstuðull (einnig kallað bráðleiki sjúklinga) endurspeglar mismunandi veikindi sjúklinga og leggur grunn að æskilegri mönnun. Þannig má áætla mönnunarþörf til lengri eða skemmri tíma og nýta úrræði í mönnun á sem hagkvæmastan og bestan hátt (Fagerström og Engberg, 1998). Hjúkrunarþyngd legusjúklinga á Landspítala var mæld daglega með mælitækinu Medicus Type VI (Quadramed) sem flokkar sjúklinga í sex bráðleikaflokka samkvæmt daglegu mati hjúkrunarfræðinga á hverri deild. Hjúkrunarþyngdarflokkar Quadramed eru sýndir í töflu 1. Í flokki I er sá hópur sjúklinga sem metinn er hafa þörf fyrir 0­4 hjúkrunarklukkustundir á sólarhring, en í flokki VI sá hópur sem metinn er með þörf fyrir flestar hjúkrunarklukkustundir eða yfir 20 klst. á sólarhring (Medicus Systems Corporation, 1996). Hjúkrunarþyngd sjúklinga á legudeildum LSH hefur farið hækkandi frá árinu 2000 og hefur sú þróun haldist í hendur við styttri meðallegutíma (Elísabet Guðmundsdóttir o.fl., 2007). Meðalhjúkrunarþyngd sjúklinga á LSH var 1,18­1,20 árin 2006­2009 (Landspítali, e.d.). AÐFERÐ Um lýsandi fylgnirannsókn var að ræða. Úrtakið var fastráðnir hjúkrunarfræðingar á legudeildum á lyflækningasviðum I og II og skurðlækningasviði Landspítala árið 2008. Þetta voru samtals 19 deildir, átta deildir á lyflækningasviði I, þrjár deildir á lyflækningasviði II og átta deildir á skurðlækningasviði. Á þessum sviðum voru fastráðnir hjúkrunarfræðingar á þátttökudeildum samtals 317 í byrjun árs 2008 og 351 ári síðar. Þeir voru á aldrinum 22 til 69 ára. Gagnagreining Gagna var aflað úr starfsemisupplýsingum spítalans. Búin voru til tvö gagnasöfn í SPSS 15.0 þar sem breytur voru skilgreindar. Annað gagnasafnið innihélt samtölur fyrir árið 2008 í heild, það er tölur um starfsmannaveltu, meðalveikindafjarvistir og hjúkrunarþyngd á hverri deild. Í hinu gagnasafninu voru breyturnar hjúkrunarþyngd og meðalveikindafjarvistir á hverri deild fyrir hvern mánuð í senn sama ár. Við útreikninga var notuð lýsandi tölfræði með tíðnidreifingu, meðaltölum og fylgniprófum og var miðað við 95% marktektarmörk. Tafla 2. Starfsmannavelta, veikindadagar og meðalhjúkrunarþyngd eftir sviðum. Starfsmannavelta Lyflækningasvið I Lyflækningasvið II Skurðlækningasvið Samtals Stöðugildi hjúkrunarfræðinga 1. janúar 2008 89,3 31,3 95,1 215,7 Stöðugildi hjúkrunarfræðinga 1. janúar 2009 109,4 35,9 102,3 247,6 Mismunur á stöðugildum 20,1 4,6 7,2 31,9 Starfandi hjúkrunarfræðingar 1. janúar 2008 138 42 137 317 Starfandi hjúkrunarfræðingar 1. janúar 2009 158 44 149 351 Hætt störfum 14 5 15 34 Starfsmannavelta 10,01% 11,85% 10,80% 10,89% Veikindadagar Lyflækningasvið I Lyflækningasvið II Skurðlækningasvið Samtals Skammtíma veikindi 841 214 796 1852 Meðallöng veikindi 356 88 311 755 Langvarandi veikindi 522 431 441 1394 Hjúkrunarþyngd* Lyflækningasvið I Lyflækningasvið II Skurðlækningasvið Samtals Meðalhjúkrunarþyngd 1,07 1,16 1,06 1,10 Æskilegar hjúkrunarklst. 6,41 8,89 6,42 7,24 Veittar hjúkrunarklst. 6,51 8,16 7,06 7,24 Mismunur á æskilegum og veittum hjúkrunarklst. ­0,10 0,73 ­0,64 0,00 *Þegar hjúkrunarþyngd á mánuði var skoðuð niður á deild reyndist hún lægst 0,84 á einni deild og hæst 1,33. Meðaltal æskilegra hjúkrunarklukkustunda var 7,24 fyrir úrtakið í heild, sem var jafnt veittum hjúkrunarklukkustundum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.