Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 34
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201130 Hjúkrunarþyngdarstuðull (einnig kallað bráðleiki sjúklinga) endurspeglar mismunandi veikindi sjúklinga og leggur grunn að æskilegri mönnun. Þannig má áætla mönnunarþörf til lengri eða skemmri tíma og nýta úrræði í mönnun á sem hagkvæmastan og bestan hátt (Fagerström og Engberg, 1998). Hjúkrunarþyngd legusjúklinga á Landspítala var mæld daglega með mælitækinu Medicus Type VI (Quadramed) sem flokkar sjúklinga í sex bráðleikaflokka samkvæmt daglegu mati hjúkrunarfræðinga á hverri deild. Hjúkrunarþyngdarflokkar Quadramed eru sýndir í töflu 1. Í flokki I er sá hópur sjúklinga sem metinn er hafa þörf fyrir 0­4 hjúkrunarklukkustundir á sólarhring, en í flokki VI sá hópur sem metinn er með þörf fyrir flestar hjúkrunarklukkustundir eða yfir 20 klst. á sólarhring (Medicus Systems Corporation, 1996). Hjúkrunarþyngd sjúklinga á legudeildum LSH hefur farið hækkandi frá árinu 2000 og hefur sú þróun haldist í hendur við styttri meðallegutíma (Elísabet Guðmundsdóttir o.fl., 2007). Meðalhjúkrunarþyngd sjúklinga á LSH var 1,18­1,20 árin 2006­2009 (Landspítali, e.d.). AÐFERÐ Um lýsandi fylgnirannsókn var að ræða. Úrtakið var fastráðnir hjúkrunarfræðingar á legudeildum á lyflækningasviðum I og II og skurðlækningasviði Landspítala árið 2008. Þetta voru samtals 19 deildir, átta deildir á lyflækningasviði I, þrjár deildir á lyflækningasviði II og átta deildir á skurðlækningasviði. Á þessum sviðum voru fastráðnir hjúkrunarfræðingar á þátttökudeildum samtals 317 í byrjun árs 2008 og 351 ári síðar. Þeir voru á aldrinum 22 til 69 ára. Gagnagreining Gagna var aflað úr starfsemisupplýsingum spítalans. Búin voru til tvö gagnasöfn í SPSS 15.0 þar sem breytur voru skilgreindar. Annað gagnasafnið innihélt samtölur fyrir árið 2008 í heild, það er tölur um starfsmannaveltu, meðalveikindafjarvistir og hjúkrunarþyngd á hverri deild. Í hinu gagnasafninu voru breyturnar hjúkrunarþyngd og meðalveikindafjarvistir á hverri deild fyrir hvern mánuð í senn sama ár. Við útreikninga var notuð lýsandi tölfræði með tíðnidreifingu, meðaltölum og fylgniprófum og var miðað við 95% marktektarmörk. Tafla 2. Starfsmannavelta, veikindadagar og meðalhjúkrunarþyngd eftir sviðum. Starfsmannavelta Lyflækningasvið I Lyflækningasvið II Skurðlækningasvið Samtals Stöðugildi hjúkrunarfræðinga 1. janúar 2008 89,3 31,3 95,1 215,7 Stöðugildi hjúkrunarfræðinga 1. janúar 2009 109,4 35,9 102,3 247,6 Mismunur á stöðugildum 20,1 4,6 7,2 31,9 Starfandi hjúkrunarfræðingar 1. janúar 2008 138 42 137 317 Starfandi hjúkrunarfræðingar 1. janúar 2009 158 44 149 351 Hætt störfum 14 5 15 34 Starfsmannavelta 10,01% 11,85% 10,80% 10,89% Veikindadagar Lyflækningasvið I Lyflækningasvið II Skurðlækningasvið Samtals Skammtíma veikindi 841 214 796 1852 Meðallöng veikindi 356 88 311 755 Langvarandi veikindi 522 431 441 1394 Hjúkrunarþyngd* Lyflækningasvið I Lyflækningasvið II Skurðlækningasvið Samtals Meðalhjúkrunarþyngd 1,07 1,16 1,06 1,10 Æskilegar hjúkrunarklst. 6,41 8,89 6,42 7,24 Veittar hjúkrunarklst. 6,51 8,16 7,06 7,24 Mismunur á æskilegum og veittum hjúkrunarklst. ­0,10 0,73 ­0,64 0,00 *Þegar hjúkrunarþyngd á mánuði var skoðuð niður á deild reyndist hún lægst 0,84 á einni deild og hæst 1,33. Meðaltal æskilegra hjúkrunarklukkustunda var 7,24 fyrir úrtakið í heild, sem var jafnt veittum hjúkrunarklukkustundum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.08.2011)
https://timarit.is/issue/389305

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.08.2011)

Aðgerðir: