Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Page 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Page 42
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201138 íslensku þýðingarinnar á vonleysiskvarðanum reyndist vera 0,90 (Chronbachs alfa). UMRÆÐUR Megintilgangur þessarar rannsóknar var að þýða og forprófa vonleysiskvarða Becks og meta áreiðanleika og réttmæti íslensku þýðingarinnar. Auk þess var skoðað hvort ákveðnir bakgrunnsþættir tengdust alvarleika vonleysis. Í ljós kom að stuttan tíma tók að svara kvarðanum, um 5­10 mínútur, og einfalt reyndist að leggja hann fyrir. Þar sem vonleysiskvarðinn inniheldur einungis fullyrðingar sem svarað er rétt eða rangt þá getur í ákveðnum tilfellum verið erfitt að taka afdráttarlausa afstöðu. Nokkrir þátttakendur settu því kross á milli fullyrðinganna og var það algengast við fullyrðinguna: Ég get ekki ímyndað mér hvernig líf mitt verður eftir 10 ár. Áreiðanleiki íslensku þýðingarinnar reyndist góður eða 0,90 og var hann sambærilegur bæði við upprunalega forprófun Beck o.fl. (1974) og seinni tíma prófanir á kvarðanum (Dyce, 1996; Haatainen o.fl., 2004). Íslenska þýðingin var borin undir fagfólk og sjúklinga og benti mat þeirra til að yfirborðs­ og innihaldsréttmæti væri gott. Þáttagreining íslensku þýðingarinnar leiddi í ljós þrjá undirliggjandi þætti eða hugtök. Fyrsti þátturinn, skortur á áhugahvöt, endurspeglar uppgjöf, Tafla 3. Leitandi þáttagreining á íslenskri þýðingu vonleysiskvarða Becks. Fullyrðing Þáttahleðsla Þáttur Skortur á áhugahvöt (α = 0.845) Þáttur Jákvæðar væntingar til framtíðar (α = 0.791) Þáttur 3 Viðhorf til framtíðar (α = 0.779) h2 2 Ég get einfaldlega gefist upp þar sem ég get ekkert gert til að bæta líf mitt. 0,585 0,199 ­0,104 0,381 9 Ég get ekki tekist á við mótlæti lífsins og það er engin ástæða til að ætla að ég geti það í framtíðinni. 0,731 ­0,019 0,284 0,646 11 Ég býst við að það sem mæti mér í framtíðinni verði óþægilegt fremur en þægilegt. 0,499 0,337 0,340 0,605 13 Þegar ég horfi til framtíðar býst ég við að verða hamingjusamari en ég er núna. 0,581 0,536 ­0,047 0,612 16 Ég fæ aldrei það sem ég vil svo það er heimskulegt að vonast eftir einhverju. 0,709 0,317 0,026 0,607 17 Það er mjög ólíklegt að ég öðlist sanna lífsfyllingu í framtíðinni. 0,575 0,423 0,288 0,590 20 Það er tilgangslaust að leggja sig fram við að öðlast eitthvað því líklega fæ ég það ekki. 0,755 0,154 0,190 0,607 1 Ég lít til framtíðar með von og eftirvæntingu. 0,162 0,667 0,160 0,435 3 Þegar hlutirnir ganga illa, þá hjálpar mér að vita að þannig verður það ekki alltaf. 0,157 0,549 0,149 0,467 5 Ég hef nægan tíma til að komast yfir það sem mig langar til að gera. ­0,003 0,614 ­0,214 0,608 6 Ég býst við að í framtíðinni muni mér takast það sem skiptir mig mestu máli. 0,273 0,702 0,177 0,621 10 Reynsla mín hefur undirbúið mig vel fyrir framtíðina. 0,341 0,411 0,357 0,506 19 Ég sé fram á fleiri góðar stundir í framtíðinni en slæmar. 0,276 0,603 0,309 0,575 4 Ég get ekki ímyndað mér hvernig líf mitt verður eftir tíu ár. 0,048 ­0,043 0,302 0,571 7 Mér finnst framtíð mín dökk. 0,399 0,294 0,399 0,427 8 Ég tel mig einstaklega lánsama manneskju og býst við að ég njóti meiri velgengni í lífinu en venjulegt fólk. ­0,063 0,099 0,726 0,563 12 Ég á ekki von á að öðlast það sem mér finnst eftirsóknarverðast. 0,370 0,474 0,477 0,577 14 Hlutirnir ganga ekki upp eins og ég vil að þeir geri. 0,089 0,145 0,695 0,623 15 Ég hef mikla trú á framtíðinni. 0,224 0,481 0,509 0,570 18 Mér virðist framtíðin óljós og óviss. 0 ,240 0,080 0,622 0,613 Dreiftala (%) 35,73 8,74 6,41 α = Chronbachs alfa h2 = skýrð atriðadeifing (communalities)

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.