Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Side 47
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 43
Ritrýnd fræðigrein
SCIENTIFIC PAPER
þar af þrír í enskumælandi landi og reynslu af verkjameðferð
og rannsóknarvinnu komu að þýðingu listans sem unninn var
samkvæmt aðlöguðu módeli Brislin (Jones o.fl., 2001). Þar er
mælt með því að sá sem bakþýði geri það blindandi, það er
án þess að hafa aðgang að upprunalegum texta. Því næst er
bakþýðingin borin saman við upprunalegt skjal og ef munur
er á inntaki í þýðingu þarf að byrja upp á nýtt (Jones o.fl,
2001). Tveir hjúkrunarfræðingar þýddu listann úr ensku yfir
í íslensku og hinir tveir þýddu til baka. Bakþýddu útgáfurnar
voru bornar saman við upprunalega skjalið og inntakið metið af
öllum þýðendum. Ekki reyndist vera munur á inntaki bakþýdda
listans og þess upprunalega. Til viðbótar við KASRP voru 6
bakgrunnspurningar er vörðuðu starfssvið, starfs og lífaldur,
nám og reynslu af verkjameðferð. Spurningarnar um aldur
og starfsaldur voru bilskiptar svo ekki var hægt að reikna út
meðalaldur og starfsaldur þátttakenda heldur einungis fjölda í
hverju aldursbili eins og sýnt er í töflu 1.
Ekki var spurt um bakgrunnsbreytur hjá þeim 13 meistaramenntuðu
hjúkrunarfræðingum sem fengu spurningalistann á pappír vegna
persónuverndarsjónarmiða þar sem úrtakið var lítið og hætta á
að hægt yrði að rekja svörin til þeirra.
Rannsóknarleyfi
Leyfi fyrir rannsókninni voru fengin hjá siðanefnd stjórn sýslu
rannsókna (15/2010), á Landspítala og stjórnendum spítalans,
sem og frá deildarforseta hjúkrunarfræðideildar. Rannsóknin
var einnig tilkynnt til Persónuverndar. Þátttakendur fengu sent
Tafla 1. Lýsing á þátttakendum.
Hjúkrunarnemar
n=25(14,7%)
Hjúkrunarfræðingar
n=135 (79,4 %)
Aldur í árum
2030 19(76,0) 21 (15,6)
3140 4 (16,0) 49 (36,3)
4150 1 (4,0) 38 (28,2)
5160 1 (4,0) 24 (17,8)
6170 0 3 (2,2)
Starfsaldur í árum
<1 7 (5,2)
12 12 (8,9)
35 19 (14,1)
610 24 (17,8)
1115 21 (15,6)
>15 52 (38,5)
Viðbótarnám á háskólastigi
Í hjúkrunarfræði 34(25,4)
Í öðru en hjúkrunarfræði 19(14,2)
Nei 81(60,4)
Ekki svarað 1 (0,7)
Hve oft sinnir þú sjúklingum með verki
Mjög oft 63 (46,7)
Oft 25 (18,5)
Sjaldan 36(26,7)
Aldrei 11(8,2)
Starfssvið
Bráðasvið 54 (40,0)
Geðsvið 34 (25,2)
Kvenna og barnasvið 47 (34,8)
Hefur sótt námskeið/ráðstefnu um verki s.l. 5 ár
Já 24 (17,8)
Nei 110 (81,5)
Svarar ekki 1 (0,7)
Ekki var spurt um bakgrunnsbreytur hjá meistaramenntuðum með reynslu af verkjameðferð. Einungis var spurt um aldur hjá hjúkrunarnemum þar sem hinar
spurningarnar tengjast starfi eftir útskrift.