Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 48
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201144 kynnisbréf í pósti heim til sín þar sem rannsóknin var útskýrð. Litið var á það sem upplýst samþykki ef þátttakendur svöruðu spurningalistanum. Framkvæmd Rannsóknin var gerð á Landspítala haustið 2010. Notað var kannanakerfið Lime Survey og spurningalisti sendur rafrænt til allra annars árs hjúkrunarnema við Háskóla Íslands (n=82) og til allra starfandi hjúkrunarfræðinga á kvenna­ og barnasviði, geðsviði og bráðasviði Landspítalans (n=381). Spurningalisti var sendur í pósti til 13 meistaramenntaðra hjúkrunarfræðinga með reynslu af verkjameðferð. Nöfn og netföng hjúkrunarfræðinga voru fengin úr starfsmannaskrá LSH og nöfn og netföng hjúkrunarfræðinema frá nemendaskrá HÍ. Meistaramenntaðir hjúkrunarfræðingar með reynslu af verkjameðferð voru valdir með þægindaúrtaki. Þeir fengu spurningalistann sendan í pósti þar sem það þótti auðveldara í framkvæmd en að gera sérstaka könnun fyrir þá í Lime Survey. Úrvinnsla Lýsandi tölfræði, ANOVA og línuleg aðhvarfsgreining voru notuð við gagnaúrvinnslu og marktektarmörk voru sett við p<0.05. Cronbachs alfa var notað til að reikna út innra réttmæti mælitækisins í heild sinni þó svo að það meti tvö hugtök; þekkingu og viðhorf. Þetta er gert samkvæmt ráðleggingum höfunda þar sem töluverð skörun er talin vera á þessum hugtökum og þeim spurningum sem þau mæla (Ferrell og McCaffery, 2008). Línuleg aðhvarfsgreining (linear regression) var notuð til að skoða samband milli réttra svara og heildaskors til að meta hvaða spurning hefði mest forspárgildi um gengi þátttakenda. NIÐURSTÖÐUR Svör bárust frá 170 þátttakendum, þar af voru 25 hjúkrunarnemar (14,7% þátttakenda), 135 almennir hjúkrunarfræðingar (79,4% þátttakenda) og 10 meistaramenntaðir hjúkrunarfræðingar með reynslu af verkjameðferð (5,9% þátttakenda). Almennir hjúkrunarfræðingar í úrtakinu sinntu sjúklingum með verki í mismiklum mæli. Hjúkrunarfræðingar á geðsviði sinntu sjaldnast fólki með verki, en um 20% þeirra sögðust oft eða mjög oft sinna sjúklingum með verki. Þetta hlutfall var 60% meðal hjúkrunarfræðinga á kvenna og barnasviði og 98% meðal hjúkrunarfræðinga á bráðasviði. Svörun meðal hjúkrunarfræðinema var 30,5% og voru flestir þeirra á aldrinum 20­30 ára (76%). Svörun meðal almennra hjúkrunarfræðinga var 35,4% og voru flestir þeirra á aldrinum 31­40 ára (33,1%) og flestir höfðu unnið við hjúkrun í 15 ár eða lengur (38,5%). Svörunin meðal meistaramenntaðra hjúkrunarfræðinga með reynslu af verkjameðferð var 76,9%. Nánari lýsingu á þátttakendum má sjá í töflu 1. Meðaltal stigafjölda (sf) allra þátttakenda á K&A­SRP var 24,3 ( 7,1), spönn 5 til 39, en hæsta mögulega skorið var 39 og lægsta 0. Meðalskor hjúkrunarnema var 23,7 (5,4), almennra hjúkrunarfræðinga 26,6 (4,9) og meistaramenntaðra hjúkrunarfræðinga með reynslu af verkjameðferð 34,8 stig (3,2). Skorið var hærra eftir því sem menntun og sérhæfing var meiri. Þannig höfðu almennir hjúkrunarfræðingar hærra skor en hjúkrunarnemar og hjúkrunarfræðingar með meistarapróf höfðu hærra skor en almennir hjúkrunarfræðingar. Þessi munur reyndist marktækur á milli hópa [F=18,13; df 2,167; p<0.0001]. Samanburður milli allra hópa innbyrðis með Tukeys prófi var einnig marktækur (p<0.05). Innri áreiðanleiki (Cronbachs alfa) fyrir listann í heild sinni reyndist vera 0,75. Sú spurning sem hafði mest forspárgildi um gengi þátttakenda á spurningalistanum í heild sinni var rétt/ rangt spurning þar sem spurt var hvort hvetja ætti sjúklinga til að þola verki eins lengi og þeir geta áður en ópíoíðar eru notaðir. Spurningunni svöruðu yfir 90% þátttakenda á réttan hátt. Þeir sem svöruðu spurningunni rétt voru að jafnaði með 10,11 stigum hærra heildarskor (95%CI: 6,65 –13,58) en þeir sem að svöruðu spurningunni rangt. Tæplega helmingi spurninga (17) var rétt svarað af yfir 80% þátttakenda. Þegar einstakar spurningar eru skoðaðar má sjá að það eru aðeins 8 spurningar sem færri en 50% þátttakenda svara rétt. Sú spurning sem verst kom út var rangt svarað af 75% þátttakenda. UMRÆÐA Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu varðandi verkjamat og meðferð skjólstæðinga sinna og því mikilvægt að þeir hafi góða þekkingu og jákvætt viðhorf til verkja og verkjameðferðar. Til að hægt sé að meta árangur íhlutana sem beinast að því að bæta þessa þætti hjá hjúkrunarfræðingum er nauðsynlegt að hafa aðgang að réttmætum og áreiðanlegum mælitækjum. Mælitækið reyndist búa yfir ásættanlegum innri áreiðanleika í þessari rannsókn eða 0,75. Ekki kemur á óvart að áreiðanleiki sé ekki meiri þar sem mælitækið metur í raun tvö hugtök, þekkingu og viðhorf. Hugtökin eru hins vegar nátengd eins og bent er á hér að framan og því mæla höfundar mælitækisins með því að listinn sé metinn í heild sinni (Ferrell og McCaffery, 2008). Niðurstöður þessarar forprófunar styðja þá tilgátu að mælitækið sé fært um að greina á milli hópa sem taldir eru búa yfir mismikilli þekkingu á verkjum og verkjameðferð. Það er í samræmi við aðrar rannsóknir svo sem Tse og Chan (2004) sem prófuðu kínverska útgáfu listans. Vert er að benda á að í úrtaki almennra hjúkrunarfræðinga voru hjúkrunarfræðingar með framhaldsnám að baki, diplómanám og meistaranám. Einhverjir þessara hjúkrunarfræðinga kunna einnig að hafa haft mikla reynslu af meðferð verkja. Hins vegar er hópur almennra hjúkrunarfræðinga mun fjölbreyttari en hópur meistaramenntaðra hjúkrunarfræðinga með reynslu af verkjameðferð sem allir voru valdir til þátttöku vegna þekkingar sinnar og reynslu. Höfundar telja því að það rýri ekki gæði rannsóknarinnar eða niðurstöður hennar að í hópi almennra hjúkrunarfræðinga, sem var langfjölmennasti hópurinn, kunni að hafa verið hjúkrunarfræðingar með mikla þekkingu og reynslu af verkjameðferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.