Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Page 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Page 64
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201160 ÚTDRÁTTUR Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að skyggnast inn í reynsluheim unglingsmæðra og leitast við að öðlast dýpri sýn á skynjun þeirra á stuðningi og stuðningsleysi í barneignaferlinu. Aðferð: Rannsóknarsniðið var eigindlegt og stuðst var við fyrirbærafræðilega aðferð. Rannsóknin var unnin í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem ljósmæður í mæðravernd aðstoðuðu við úrtaksval. Um tilgangsúrtak 6 stúlkna á aldrinum 14­17 ára var að ræða. Alls voru tekin 9 viðtöl, ýmist bæði á meðgöngu og/eða eftir fæðingu og fóru þau fram á tímabilinu febrúar 2010 til maí 2011. Hvert viðtal var skráð orðrétt niður og gögnin síðan greind með hliðsjón af aðferð Colaizzi. Niðurstöður: Dregin voru út tvö meginþemu: Meðbyr og Mótbyr og fjögur undirþemu fyrir hvort þeirra: væntumþykja og virðing eða vanvirðing og vantraust; samsömun og skilningur jafningja eða afskipta­ og skilningsleysi jafningja; nærvera eða fjarlægð umönnunaraðila og gagnleg eða gagnslítil fræðsla. Flestar stúlkurnar skynjuðu stuðningsleysi í formi neikvæðs viðmóts frá kunningjum, fagaðilum og samfélaginu. Stuðning fengu þær helstan frá mæðrum, barnsfeðrum, tengdamæðrum og hópi ungra mæðra á heimasíðunni draumaborn.is. Ungu mæðurnar og börn þeirra glímdu við ýmis heilsufarsleg vandkvæði og álagsþætti. Ályktanir: Frásagnir viðmælenda gáfu til kynna að ekki sé nægilega vel staðið að stuðningi við ungar mæður í ljósi aðstæðna og ungs aldurs. Þörf er á nánari úttekt á þjónustu og stuðningi sem í boði er fyrir þennan hóp. Lykilorð: Unglingsmæður, stuðningur, stuðningsleysi, barneign, fyrirbærafræði. INNGANGUR Stuðningur er skilgreindur sem samskipti við fólk; fjölskyldumeð­ limi, vini, jafningja og heilbrigðisstarfsfólk sem miðla upplýsingum, áliti, aðstoð og skilningi. Stuðningur skiptist í fjóra þætti: andlegan stuðning, beina aðstoð eða hjálp, fjárhagsaðstoð og ráðgjöf (Rúnar Vilhjálmsson, 1989). Í áratugi hefur tíðni þungana unglingsstúlkna verið hærri á Íslandi miðað við önnur Norðurlönd (Bender, Geirsson og Kosunen, o.fl., 2003). Upplýsingar Hagstofu Íslands frá árinu 2011 sýna að barneignum unglingsstúlkna á aldrinum 15­18 ára hérlendis hefur fækkað verulega á tímabilinu 1981­2010. Meðganga og barnsfæðing getur verið tilfinningalegur streituvaldur fyrir hvaða konu sem er en unglingsstúlkur með lítinn félagslegan stuðning og takmarkaða reynslu af uppeldisaðferðum vegnar oft verr í þessu ferli (Anderson og McGuinness, 2008). Í rannsókn Logsdon Hildur Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Sóley S.Bender, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala UNGAR MÆÐUR. SKYNJAÐUR STUÐNINGUR Í BARNEIGNARFERLINU ENGLISH SUMMARY Sigurdardottir, H., Bender, S.S. The Icelandic Journal of Nursing (2011), 87 (4), 60-65 YOUNG MOTHERS‘ PERCEPTIONS OF SUPPORT THROUGH THE CHILDBIRTH EXPERIENCE Objective: The purpose of this study was to explore the childbearing experiences of young mothers especially with regard to their perception of support or loss of support. Method: The research method used was qualitative with a phenomenological approach. With a collaboration of midwives in the prenatal care of Public Health Centers in Reykjavik, 6 pregnant teenagers, 14­17 years old were recruited for this purposive sample. Nine interviews were conducted during pregnancy and/or postpartum during the period from February 2010 until May 2011. The interviews were taped and transcribed verbatim and analysed using the method by Colaizzi. Results: Two main explanatory themes merged: Tailwind (support) and Headwind (loss of support), and four sub­ themes: affection and respect, or disrespect and distrust; peer identification and understanding of peer ignorance or lack of understanding; closeness or remoteness of caregivers and useful or not useful education. Most of the participants experienced negative attitude and even demeaning behavior from both their friends, peers, strangers and professionals. They received greatest support from their mothers, fathers, mother­in­law and young mothers at the web page draumaborn.is. The teenage mothers and their infants experienced various health problems and parental stress. Conclusions: The results indicate that the special needs of young mothers for support are not attended to. Further research is needed to explore and define available support sources, looking into the possibility of developing special care for teenage mothers. Keywords: teenage pregnancy and motherhood, perceived support, loss of support or disruption. Correspondance: hildusig@hi.is og félaga (2008) kom fram að skynjað álag var mun hærra í hópi unglingsmæðra samanborið við jafningja þeirra sem ekki voru barnshafandi. Munurinn var talinn liggja í auknu álagi vegna aðlögunar eftir fæðingu barns, veikari félags­ og

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.