Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Síða 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Síða 66
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201162 Persónuverndar (S4578). Þátttakendur og forráðamenn þeirra gáfu skriflegt upplýst samþykki fyrir þátttöku í rannsókninni. Gagnasöfnun. Stúlkurnar voru boðaðar í viðtal. Hvert viðtal tók um eina klukkustund og voru öll viðtölin tekin af fyrsta höfundi. Upphaflega var áætlað að taka tvö viðtöl við hverja stúlku, á meðgöngu og eftir fæðingu, en þar sem erfiðlega gekk að ná í þátttakendur var ákveðið að láta eitt viðtal nægja í þeim tilfellum sem ekki náðist í stúlkurnar á meðgöngu. Viðtölin voru hljóðrituð og skráð niður orðrétt. Gagnagreining. Fylgt var í megindráttum eftir greiningarferli Colaizzi þar sem viðtölin voru lesin vel yfir, hvert viðtal síðan lesið með tilliti til merkingarbærra atriða er vörðuðu stuðning og stuðningsleysi, merking þessara atriða sett fram og flokkuð í þemu og undirþemu og hverju þeirra lýst með tilvísun í orð þátttakenda (Munhall, 1994; Sanders, 2003). Höfundar gerðu greiningarlykil eftir að hafa lesið gögnin (Rubin og Rubin, 1995). Til að auka trúverðugleika gagnagreiningar greindu báðir höfundar gögnin með hliðsjón af greiningarlykli (Kvale, 1996). Gagnagreiningarnar voru síðan bornar saman og var gott samræmi á milli þeirra. NIÐURSTÖÐUR Við úrvinnslu niðurstaðna kom í ljós að ungu mæðurnar skýrðu stuðning fyrst og fremst sem andlegan og tilfinningalegan en einnig sem fræðslu eða upplýsingastuðning. Allar nema ein Tafla 1. Einkenni þátttakenda; aldur, samband við barnsföður, búseta, nám og hjúskapur foreldra. Þátttakendur Aldur við þungun Samband við barnsföður Býr í foreldrahúsi Skóli/nám Hjúskaparstaða foreldra Birta 14 já móður heimakennsla fráskilin ­> nýir makar Sóley 15 já móður tengdamóðir frjáls mæting Fráskilin ­> nýir makar Fjóla 16 já foreldrum tengdamóður hlé/hætti í skóla gift/sambúð Hekla 17 nei Móður vinkonu frjáls mæting fráskilin ­> nýir makar Katla 17 já Móður tengdamóður fjarnám fráskilin ­> nýir makar Rósa 16 já móður hlé/ætlar i skóla fráskilin ­> nýir makar Tafla 2. Heilsufar móður og barns. Þátttakendur Heilsufar móður á meðgöngu Heilsufar móður eftir fæðingu Heilsufar barns Birta Meðgöngueitrun Þunglyndiseinkenni (EPDS=17) Erfiðleikar við brjóstagjöf (lítil mjólk ­> sár á vörtum) RS vírus – innlögn Hætt BG* 3­4 vikna Sóley Meðgöngueitrun Óeðlileg blæðing (> 2,5l) Þunglyndiseinkenni (EPDS>14) RS vírus –innlögn Barn á brjósti Fjóla Hraust Sýking Erfiðleikar við brjóstagjöf (erfitt að leggja á brjóst) Léttburi (2680g) Hætt BG* 3ja vikna Hekla Legsamdr./ógnandi fyrirburafæðing Erfiðleikar við brjóstagjöf (sár á vörtum ­> lítil mjólk) Lungnabólga 3ja mán. Hætt BG* um 5 vikna Katla Áfallastreituröskun v. missis nákomins Blóðlítil (anemia) Slæmir bakverkir Blóðlítil (þreklaus) Vanlíðan (?Þunglyndi) Erfiðleikar við brjóstagjöf (sár á vörtum­>lítil mjólk) Mikil óværð í 4 mán­ magakveisa/ bakflæði Hætti BG* eingöngu rúml. 3 v. alveg 4. mán Rósa Meðgöngueitrun Hraust Hraust, á brjósti BG*= Brjóstagjöf

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.