Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Qupperneq 67

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Qupperneq 67
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 63 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER höfðu þó áhyggjur af fjárhagslegri stöðu sinni og margar af framtíðarhorfum til dæmis varðandi áframhaldandi nám. Einkenni og heilsufar þátttakenda og barns Í töflu 1 koma fram helstu einkenni þátttakenda rannsóknarinnar. Allar stúlkurnar utan ein voru í föstu sambandi við barnsföður sinn og fjórar af sex héldu skólagöngu áfram á meðgöngu. Eins og fram kemur í töflu 2 voru ýmis vandamál hjá þátttakendum rannsóknarinnar á meðgöngu og eftir fæðingu bæði hjá mæðrunum og börnum þeirra. Meginniðurstöður. Tvö meginþemu og fjögur undirþemu fyrir hvort þeirra voru dregin út við gagnagreiningu. Á mynd 1 má sjá greiningarlíkanið og verður nánar greint frá niðurstöðum eftir þemagreiningu með beinum tilvísunum í orð þátttakenda hér að neðan. Meðbyr. Í þessu meginþema er gerð grein fyrir þeim stuðningi sem stúlkurnar skynjuðu. Væntumþykja og virðing Þetta undirþema kemur inn á skynjun ungu mæðranna á viðmóti fólks í umhverfi þeirra. Helsta einkenni hjálplegs viðmóts var jákvætt viðhorf og væntumþykja, virðing fyrir ákvörðun stúlkunnar um að halda meðgöngu áfram, áhugi og tilhlökkun gagnvart meðgöngu og væntanlegri barneign, hvatning og þátttökuaðild að reynsluheimi þeirra. Einnig lýstu stúlkurnar fagfólki sem hjálpsömu ef það sýndi þeim virðingu, áhuga og var laust við fordóma vegna ungs aldurs þeirra. Samsömun og skilningur jafningja Þetta undirþema einkenndist af því hvernig stúlkurnar skynjuðu stuðning frá jafningjum í svipaðri stöðu og þær. Allar stúlkurnar töluðu mikið um stuðning sem þær fengu frá ungum mæðrum á vefsíðunni draumaborn.is. Um var að ræða eins konar samsömun á reynslu þar sem þær töluðu flestar um mikilvægi þess að vera í svipaðri stöðu og að geta sett sig í spor hverrar annarrar. Flestar tóku það sérstaklega fram að þær leituðu eftir stuðningi á síðunni ef þeim leið illa. Eftirfarandi dæmi er lýsandi fyrir reynslu hópsins: Það er rosalega gott að vita að það séu fleiri ungar stelpur í þessu og það hjálpar mér rosalega mikið að tala við mæður sem eru að ganga í gegnum það sama og ég. [...] Þegar maður fer inn á þessa síðu er maður tekin opnum örmum og þú getur talað um allt. Þetta er náttúrulega fullur trúnaður og allt á milli ungra mæðra og þetta er bara rosalega fínt. Maður fær rosalega mikinn stuðning [...]. Ef þér líður eitthvað illa þá er alltaf ein sem er tilbúin að tala við þig, sama þó þú þekkir hana eða ekki. Hún getur alltaf gefið þér ráð og það er rosalega fínt og manni veitti náttúrulega ekkert af því. (Birta) Nærvera umönnunaraðila Undir þetta undirþema fellur skynjun ungu mæðranna á nærveru umönnunaraðila sem meðal annars kom fram sem bein aðstoð eða tilfinning um auðvelt aðgengi að stuðningi í formi aðstoðar. Stúlkunum fannst meðal annars mikilvægt að finna að fólk var til staðar og að um samfellda þjónustu var að ræða til dæmis frá sömu ljósmóðurinni. Eftirfarandi tilvísanir gefa dæmi um skynjun stúlknanna á nærveru umönnunaraðila: [...]ég er með sömu ljósmóðurina og ég var með upp í mæðravernd. Og hún heldur rosalega vel utan um mig, hún hringir í mig einu sinni í viku til að spyrja mig hvernig gengur og það hjálpar mér mjög mikið[...]. (Birta) Önnur orðaði reynslu sína svo: Mér fannst þær mjög fínar. En svona seinustu dagana fannst mér rosalega fínt því þá var ég ekki með neina nema, það var bara þessi [...]ljósmóðir sem var mest allan tímann hjá mér þá. Sem var svo bara alveg hjá mér. (Rósa) Gagnleg fræðsla Í þessu undirþema kemur fram hvernig fræðsla getur reynst gagnleg og til stuðnings. Í ljós kom að þær stúlkur sem voru ánægðar með undirbúning fyrir fæðinguna skynjuðu fæðingarreynslu sína á jákvæðari hátt. Hér lýsir Birta jákvæðri reynslu sinni af fæðingarfræðslunámskeiði: Allt kemur fram í þessari fræðslu[...]Maður fær að vita allt um hvert og eitt verkjalyf, þú færð að vita um náttúrulega fæðingu, hvað hægt er að gera í náttúrulegri fæðingu [...]. Þú færð þetta á miða og getur lesið það aftur yfir þegar styttist í þetta. Svo fær maður að kíkja í heimsókn á fæðingargang og Hreiðrið. Nokkrar stúlknanna komu inn á mikilvægi fræðslu og þess að útskýra hlutina jafnóðum. Þannig lýsti Sóley því hvernig góð ljósmóðir veitir fræðslu: Hún talar frekar við mann heldur en að spyrja. Eins og þegar mér var boðið að fá mænudeyfingu þá sagði hún ekki „viltu mænudeyfingu“ heldur sagði hún „það er oft gott fyrir svona unga líkama, fyrir hríðarnar. [...] sem sagt hún talaði mig í gegnum þetta[...]. Mótvindur. Þetta meginþema lýsir skynjun stúlknanna á stuðningsleysi. Vanvirðing og vantraust Þegar á heildina er litið virtust stúlkurnar oftar lýsa reynslu sinni af viðmóti fólks sem endurspeglaði stuðningsleysi fremur en stuðning. Hið neikvæða viðmót kom meðal annars fram sem fordómar vegna ungs aldurs, ákveðið virðingarleysi og MEÐBYR Stuðningur MÓTVINDUR Stuðningsleysi Væntumþykja og virðing Vanvirðing og vantraust Samsömun og virðing jafningja Afskipta­ og skilningsleysi jafningja Nærvera umönnunaraðila Fjarlægð umönnunaraðila Gagnleg fræðsla Gagnslítil fræðsla Mynd 1. Greiningarlíkan sem sýnir meginþemun Meðbyr og Mótvindur ásamt undirþemum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.