Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Qupperneq 72

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Qupperneq 72
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201168 og eftir fæðingu og þá mynd sem athugunareyðublöð, sem notuð eru, gáfu af ástandi þeirra. Sambærilegar rannsóknir er ekki að finna hérlendis en með henni fæst yfirsýn yfir ástand þessara barna og hjúkrunarlegar þarfir þeirra. Lagt var upp með þrjár rannsóknarspurningar: 1) Hver er samsetning þess hóps barna sem fer í áhættumat á vökudeild? 2) Hverjir eru áhættuþættir barnanna fyrir og eftir fæðingu? 3) Hve lengi eru börnin í áhættumati á deildinni? Niðurstöður gætu nýst við þróun og endurbætur á verklagsreglum á vökudeild og annars staðar þar sem við á. AÐFERÐ Rannsóknarsnið Rannsóknin er afturskyggn (e. retrospective chart review) og byggist á upplýsingum úr eftirlitsskrám sem eru varðveittar í gagnaskrá á dagdeild vökudeildar. Þýðið var allir þeir nýburar sem komu inn á vökudeild í áhættumat strax eða fljótlega eftir fæðingu en þurftu ekki á innlögn á legudeild að halda en fóru aftur til móður. Úrtak Í úrtakinu voru allir nýburar sem komu í áhættumat á eins árs tímabili, frá 1. janúar til 31. desember 2008, og útskrifuðust að lokinni athugun aftur til móður sinnar. Þau börn sem voru lögð inn meðan á áhættumati stóð voru útilokuð úr úrtaki. Auk þess voru börn ekki tekin með ef upplýsingar um kyn, aldur, meðgöngulengd eða Apgar skorti. Börn sem ekki höfðu skráða þyngd voru þó tekin með sökum þess að ekki er stefna vökudeildar að vigta börn sem koma í áhættumat nema sérstök ástæða þyki til. Mælitæki Sérstakt eyðublað er notað við skráningu lífsmarka og ástand nýbura í áhættumati á vökudeild og er útbúið af starfsmönnum deildarinnar. Upplýsingarnar voru færðar inn í gagnaskrá. Á blöðunum er yfirlit yfir lífsmörk (öndun, blóðrás, hita og súrefnismettun), ástand (til dæmis erfiðleikar við öndun), inngrip (sogun, súrefnisgjöf, blóðsykursmæling), hvenær barn kemur og fer og tímasetning mælinga. Gagnasöfnun Að fengnum tilskyldum leyfum frá viðeigandi aðilum á Landspítala, vísindasiðanefnd Landspítala nr. 22/2009 og Persónuvernd nr. 2009020246LSL var hafist handa við gagnasöfnun. Til þess að fara yfir ferli nýburanna voru notaðar upplýsingar af matsblöðunum frá árinu 2008. Auk þess voru notaðar upplýsingar úr ársuppgjöri LSH 2008 um fjölda fæðinga og fleira. Breytur og úrvinnsla gagna Gögnin sem safnað var voru: hvenær barn kom á deildina og hvenær það fór, hvenær hver lífsmarkamæling var gerð, öndunartíðni (andartök á mínútu). Hvort barn hafi verið með öndunarerfiðleika (stunur, inndrætti og/eða nasavængjablakt), hjartsláttur (slög á mínútu), blóðþrýstingur (mm Hg), meðalslag­ æðaþrýstingur (mm Hg). Líkamshiti mældur í holhönd (°C), kassahiti (°C), litarháttur, súrefnismettun (%), hvort þörf hafi verið Tafla 1. Lýsing á úrtaki. Meðgöngulengd (vikur og dagar) 35v- 35v6d 36v- 36v6d 37v- 37v6d 38v- 38v6d 39v- 39v6d 40v- 40v6d 41v- 41v6d 42v- 42v6d Alls n % Fjöldi 17 18 30 45 105 83 73 27 398 100 Drengir 10 14 13 24 57 47 41 13 219 55 Stúlkur 7 4 17 21 48 36 32 14 179 45 Meðalþyngd (g) 2630 2792 3018 3323 3745 3778 3897 4175 Algengasti APGAR við 1mín 9 7 og 9 9 9 8 9 6 8 Algengasti APGAR við 5 mín 10 9 9 9 9 7 8 9 Meðalhiti (C) 36,7 36,7 36,7 36,8 36,9 37,0 37,0 37,1 Meðalblóðsykur (mmól/L) 3,5 3,7 3,2 3,7 4,1 4,6 4,6 5,1 Meðalöndunartíðni á mínútu 48 56 52 53 52 58 57 53 Meðalsúrefnismettun (%) 99 98 98 98 98 97 98 97 Öndunareinkenni Inndrættir 0 1 2 4 5 2 4 0 18 6,8 Nasavængjablakt 0 1 2 1 10 11 10 1 36 13,6 Stunur og inndrættir 0 2 2 3 1 5 5 3 21 7,9 Stunur og nasavængjablakt 2 1 2 7 19 12 9 4 56 21,2 Inndrættir og nasavængjablakt 0 0 3 5 2 6 5 1 22 8,3 Stunur, inndrættir og nasavængjablakt 2 4 5 4 24 15 17 7 78 29,5 Samtals m. öndunareinkenni af innlögnum 264 66,3 % innan meðgönguvikna 47,0% 55,5% 62,2% 63,3% 66,6% 67,4% 74,0% 70,4%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.