Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Side 75
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 71
Ritrýnd fræðigrein
SCIENTIFIC PAPER
áhættumat, þ.e. hvort ef til vill hefði verið mögulegt að fylgjast með
börnunum á fæðingardeild, Hreiðri eða sængurkvennagangi og
þannig komast hjá aðskilnaði. Tímalengd áhættumats í rannsókn
Zupancic og Richardson (1998) varði í allt að sólarhring og var því
svipuð og í þessarri rannsókn. Þau börn sem voru lengst í mati á
vökudeild voru í rúmlega 13 klst. Athygli vekur að mjög fá börn í
rannsókn Zupanicic og Richardson (1998) fóru í áhættumat vegna
erfiðleika við að halda uppi eðlilegum blóðsykri, ólíkt því sem er í
þessarri rannsókn. Ætla má að fylgst hafi verið með blóðsykri þeirra
annars staðar.
Hiti barnanna er breytilegur, en miðað við meðaltalshita við
komu eru flest innan eðlilegra marka. Ekkert barnanna kemur í
áhættumat vegna hita eða kulda heldur eru þetta viðbótareinkenni.
Hjá flestum barnanna voru ekki þekktir áhættuþættir fyrir fæðingu,
heldur skapaðist þörf fyrir eftirlit í kjölfar fæðingar. Flest börnin
útskrifast til móður innan fjögurra klukkustunda á vökudeildinni
sem er ívið minna en í rannsókn Allison og Burcin (2011).
Ómögulegt er út frá þessum gögnum að segja með vissu
hver sé ástæðan fyrir muninum á áhættuinnlögnum eftir
árstíðum. Reynsluleysi og ýmsar aðstæður á fæðingardeild
og vökudeild geta haft áhrif. Sumarfrí og sumarafleysingar
gætu útskýrt aukið hlutfall áhættuinnlagna í ágúst. Þegar
skoðaðar eru fæðingar á LSH fyrir árið 2008 er ekki hægt
að skýra muninn með fjölda fæðinga eingöngu. Þess má
geta að fleiri tvíburafæðingar voru í ágúst en hina mánuðina
og tíðni fyrir fram ákveðins keisaraskurða var há í ágúst og
nóvember. Athugunareyðublöðin gáfu góða mynd af ástandi
barns og ástæðum fyrir áhættumati. Þó var erfitt að sjá á
þeim hvaðan barnið kom, þ.e. fæðingargangi, Hreiðri eða
sængurkvennagangi. Einnig var erfitt að finna út aldur við
komu, en áhugavert væri að vita hvort munur væri á ástæðu
innlagnar eftir því í hvaða kringumstæðum barnið fæðist og hve
langt er liðið frá fæðingu þegar barn kemur í áhættumat.
Ályktanir
Af niðurstöðunum má sjá að ástæða er til að fylgjast með
ákveðnum hópi barna á fyrstu klukkustundum ævi þeirra þó svo
að ekki sé þörf á áframhaldandi innlögn. Þar sem stefnan er að
aðskilja ekki móður og barn nema það sé bráðnauðsynlegt væri
þó, í ljósi þess fjölda sem ekki þarf nema stutt eftirlit, mögulegt
að fylgjast með einhverjum hluta af þeim börnum sem nú fara
í áhættumat á vökudeild, hjá móður sinni á fæðingargangi og í
Hreiðri frekar en að aðskilja þau. Það væri til dæmis athugandi
að börn sem eru í hættu á að lækka í blóðsykri væru hjá móður
sinni undir nákvæmara eftirliti af hálfu ljósmæðra. Hugsanlega
mætti koma í veg fyrir stystu áhættumatsinnlagnirnar með því
að fylgjast lengur með barni á fæðingarstofu áður en ákvörðun
er tekin um áhættumat. Nauðsynlegt er því að rannsaka
þennan hóp barna nánar og yfirfara verklag við áhættuinnlagnir
og matsþætti í áhættumatinu hér á landi.
ÞAKKIR
Þökkum er beint til allra þeirra sem aðstoðuðu við öflun gagna á
vökudeild Landspítala. Einnig þökkum við Eiríki Valdimarssyni,
eiginmanni Katrínar Kolku Jónsdóttur, fyrir að veita okkur leyfi
til að ljúka grein þessari, þó svo að Katrínu hafi ekki enst ævi
til að taka þátt í lokaskrifum, en hún lést 27. febrúar 2011 úr
krabbameini. Við söknum hennar en blessum minningu hennar
og þökkum samstarf við góða fagsystur og vinkonu og biðjum
gæskuríkan Guð að blessa fjölskyldu hennar.
HEIMILDIR
Alyn, I.B., og Baker, L.K. (1992). Cardiovascular anatomy and physiology
of the fetus, neonate, infant, child and adolescent. Journal of
Cardiovascular Nursing, 6, 111.
Allison, B.A., og Burcin, E. (2011). Triage, not just for the emergency
department: a discussion of the appropriate level of care for the
transitioning infant, Neonatal Network, 3 (2), 99103.
Askin, D.F. (2001), Complications in the transition from fetal to neonatal life.
The Journal of Obstetric, Gynecologic, & Neonatal Nursing, 31 (3), 318
327.
Bialoskurski, M., Cox, C.L., og Hayes, J.A. (1999). The nature of attachment
in a neonatal intensive care unit. The Journal of Perinatal and Neonatal
Nursing, 13, 6677.
Fransson, A.L., Karlsson, H., og Nilsson, K. (2005). Temperature variation
in newborn babies: importance of physical contact with the mother.
Archives of Disease in Childhood: Fetal Neonatal Edition, 90, 500504.
Haninger, N.C., og Farley, C.L. (2001). Screening for hypoglycemia in
healthy term neonates: effects on breastfeeding. Journal of Midwifery
and Women´s Health, 46, 292301.
Heermann, J.A., Wilson, M.E., og Wilhelm, P.A. (2005). Mothers in the NICU:
outsider to partner, Pediatric Nursing, 31, 176200.
Klaus, M.H., Fanaroff, A.A., og Martin, R.J. (1986). The Physical
Environment. Í M.H. Klaus og A.A. Fanaroff (ritstj.), Care of the High-risk
Neonate (3. útg.) (Bls 96112). Philadelphia: W.B. Saunders Company.
Laptook, A., og Jackson, G. (2006). Cold stress and hypoglycemia in
the late preterm (“near term”) infant: impact on nursery of admission.
Seminars in Perinatology, 30, 2427.
Leone, T.A., og Finer, N.N. (2006). Fetal adaptation at birth. Current
Pediatrics, 16, 269274.
Olesen, A.W., Westergaard, J.G., og Olsen, J. (2003). Perinatal and maternal
complications related to postterm delivery: a national registerbased study,
19781993. American Journal of Obstetrics and Gynecology, 189, 222227.
Richardson, B.S., Czikk, M.J., daSilva, O., og Natale, R. (2005). The impact
of labor at term on measures of neonatal outcome. American Journal of
obstetrics and Gynecology, 192, 219226.
Rudolph, A.J., og GarciaPrats, J.A. (1986). Anticipation, recognition and
transitional care of the highrisk infant. Í M.H. Klaus og A.A. Fanaroff
(ritstj.), Care of the High-risk Neonate (3. útg.). (Bls. 5168). Philadelphia:
W.B. Saunders Company.
Sinha, S.K., og Donn, S.M. (2006). Fetaltoneonatal maladaptation.
Seminars in Fetal and Neonatal Medicine, 11, 166173.
Snorri Freyr Dónaldsson, Atli Dagbjartsson, Hörður Bergsteinsson,
Hildur Harðardóttir, Ásgeir Haraldsson og Þórður Þórkelsson (2007).
Öndunarörðugleikar hjá nýburum sem fæðast með valkeisaraskurði.
Læknablaðið, 93, 675679.
Steer, P. (2004). The management of large and small for gestational age
fetuses. Seminars in Perinatology, 88, 5966.
Thilo, E.H., og Rosenberg, A.A. (2007). The Newborn Infant. Í W.W.Hay,
M.J.Levin, , J.M.Sondheimer, og R.R. Deterding, (ritstj.), Current Pediatric
Diagnosis & Treatment (18. útg.) McGrawHill. Rafræn bók, sótt 7. ágúst
2008 á http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/htmpages/index.html.
Wheeler, C.A., og Tudhope, A.E. (1994). Development of a neonatal
intensive care nursery resuscitation and triage team: Impact on nursing
care and infant outcome. Neonatal Network, 13, 5362.
Wigert, H., Johansson, R., Berg, M., og Hellström, A.L. (2006). Mothers´
experiences of having their newborn child in a neonatal intensive care
unit. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 20, 3541.
World Health Organization (1997). Hypoglycemia of the newborn: Review of
the Literature. Sótt 22.október 2008 á http://www.who.int/reproductive
health/docs/hypoglycemia_newborn.htm.
Yee, W., Amin, H., og Wood, S. (2008). Elective cesarean delivery, neonatal
intensive care unit admission, and neonatal respiratory distress.
Obstetrics and Gynecology, 111, 823828.
Zupancic, J.A.F., og Richardson, D.K. (1998). Characterization of the triage
process in neonatal intensive care. Pediatrics, 102 (6), 14321436.