Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Síða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Síða 16
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201112 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is FORYSTA SEM ÞJÓNAR Á næsta ári mun Háskólinn á Akureyri bjóða meistaranámskeið í stjórnun með áherslu á þjónandi forystu. Þetta er hugtak sem heyrist æ oftar meðal hjúkrunarfræðinga, en hvað er þjónandi forysta og hvernig tengist hún hjúkrun? Sigrún Gunnarsdóttir er lektor við hjúkrunar fræðideild Háskóla Íslands og umsvifamikill vísindamaður. Hún hefur rannsakað viðhorf starfsmanna á nokkrum sviðum Landspítala til starfsins sem þeir sinna, fyrst í þvottahúsi og eldhúsi og svo hjá hjúkrunarfræðingum. Þá hefur hún „Hugmyndirnar um þjónandi forystu smellpassa við mínar rannsóknarniðurstöður,“ segir Sigrún Gunnarsdóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ og einn helsti sérfræðingur Íslands í þjónandi forystu. Þjónandi forysta í meistaranámi Í janúar á næsta ári mun Háskólinn á Akureyri bjóða meistaranámskeið með áherslu á stjórnun, ígrundun og þjónandi forystu sem hluta af námsvali á heilbrigðisvísindasviði skólans. Hægt er að taka námskeiðið, sem er 10 ECTS-einingar, sem stakt námskeið eða sem hluta af diplóma- eða meistaranámi. Það er kennt í fjórum lotum og fólk getur því stundað námið með vinnu. Námskeiðinu stýra Sigrún Gunnarsdóttir, Árún Sigurðardóttir og Helga Bragadóttir. kynnt fyrir íslenskum hjúkrunarfræðingum ýmis forvitnileg hugtök, eins og heilsu­ eflingu og uppsprettur heilbrigðis. Hún er einnig helsti sérfræðingur hjúkrunar­ f ræðinga í þjónandi forystu. Þessari hugmynd kynntist hún fyrir nokkrum árum og hreifst strax af henni. Sigrún útskrifaðist 1986 úr námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands. Hún fór fljótlega til Danmerkur í framhalds­ nám og lærði þar kennslufræði og samskiptafræði. Þegar hún kom heim var verið að undirbúa meistaranám hér á Íslandi. Hún sótti um og fékk inngöngu í

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.