Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Page 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Page 48
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201144 Kim Manley, kim.manley@canterbury.ac.uk Það er von mín að þessi grein megi verða til þess að vekja áhuga lesenda á að fræðast nánar um þá aðferðafræði sem kölluð hefur verið „starfendaefling“ (e. practice development) með því að kynna heildarhugmyndina og útskýra á hvern hátt hún getur stutt heilbrigðisstarfsfólk og leiðtoga í hjúkrun til að vinna að framförum í eigin starfi sem og innan fagteyma og þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeir sinna. Starfendaefling (SE) leitast við að samþætta faglega framþróun og eflingu starfsfólks og felur í sér kerfisbundnar leiðir til að viðhalda áunnum breytingum. Hún gerir ráð fyrir nánu samstarfi við lykilhópa hagsmunaaðila í þeim tilgangi að brúa bilið milli starfs, menntunar, rannsókna og stefnu fyrirtækis eða stofnunar og skiptir þannig sköpum fyrir reynslu og bata sjúklinganna og notendur þjónustunnar. Hún hefur einnig jákvæð áhrif á starfsupplifun og líðan þeirra sem vinna við heilbrigðisþjónustu, en þessir þættir eru í æ ríkara mæli taldir mikilvægir fyrir það hvernig sjúklingum reiðir af. Meginháhersla SE er á framlínuþjónustu – vinnustaðinn og leið sjúklingsins í gegnum meðferðarferlið – þar sem starfsfólk og sjúklingar mætast. Þetta stig er kallað örkerfisstigið (e. micro­system level, McCormack o.fl., 2008) en það er engu síður mikilvægt að SE sé hluti af heildarhugmyndafræði stofnunarinnar og fái skipulagslegan stuðning ef hún á að nýtast til fulls. SE á rætur sínar að rekja til hjúkrunar en hefur unnið sér fastan sess innan heilbrigðisteyma og á erindi við alla sem vilja auka gæði umönnunar og þjónustu við sjúklinga jafnhliða því að auka hæfni starfsfólksins (Manley o.fl., 2008). Fræðimaður í fullu fjöri STARFENDAEFLING: MARGÞÆTTAR AÐGERÐIR TIL AÐ NÁ FRAM SJÁLFBÆRUM BREYTINGUM Í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Áður fyrr var það hlutverk stjórnandans að móta starfshætti en nú er litið svo á að allir starfsmenn eigi að taka þátt í því. Kim Manley veltir hér fyrir sér hvernig þetta snýr að hjúkrun.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.