Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 26

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 26
24 Þjóðmál SUmAR 2010 svarað til baka þar sem það væri ekki á hans verksviði .28 Ljóst að Straumi yrði ekki veitt fyrirgreiðsla A ð morgni sunnudagsins 8 . mars settust æðstu stjórnendur Straums niður og und­ irbjuggu áætlun fyrir næstu daga sem byggð ist á þeirri forsendu að Straumur myndi óska eftir greiðslustöðvun . Klukkan fjögur síðdegis fóru þeir William og Óskar til fundar á skrifs tofu Fjármálaeftirlitsins . Þar voru Svein Harald Øygard, Sturla Pálsson, Ragnar Hafliða son, Gunnar Haraldsson, formaður stjórnar Fjár­ mála eftirlitsins, og tveir lögfræðingar frá eftir­ lit inu, annar þeirra var Arnar Þór Sæ þórsson . Á þessum fundi kom fram að Seðla bankinn myndi ekki veita Straumi frekari fyrirgreiðslu . Enginn fulltrúi ríkisstjórnar var á staðnum og ekkert kom fram um það hvernig hinir opinberu aðilar sæju fyrir sér framtíð bankans . William og Óttar gerðu skýrlega grein fyrir því á fundinum að greiðslustöðvun væri hin æskilega leið fyrir bankann úr því sem komið væri . William rakti fyrir viðstöddum að hann teldi að í því fælist stórkostlegur skaði að veita Straumi ekki fyrirgreiðslu á sama tíma og aðrir mun veikari bankar væru styrktir . Straumur byggi við afar sterka eiginfjárstöðu og væri eina fjármálafyrirtækið í Kauphöllinni . Afstaða stjórnvalda væri kaldhæðnisleg í ljósi þess að bankinn ætti framtíðina fyrir sér . William bætti við að hann teldi skorta tilfinnanlega pólitískan vilja til að koma bankanum til aðstoðar . Sturla Pálsson tók fram að það væri ekki í valdi Seðlabankans að veita bönkum fyrirgreiðslu við þær aðstæður sem nú væru uppi . Þau ummæli Sturlu skjóta skökku við því á sama tíma veitti Seðlabankinn gríðarleg lán til fjármálastofnana sem síðar var siglt í þrot . William benti fundarmönnum á að þeir sem raunverulega tækju ákvörðun um þetta mál væru fjarstaddir .29 Að sögn Tryggva Pálssonar, framkvæmdastjóra 28 „Straumur gagnrýnir FME .“ Fréttablaðið, 10 . mars 2009 . 29 William Fall, viðtal 21 . september 2009 . fjármálasviðs Seðlabankans, gerði Seðlabankinn hvað hann gat til að aðstoða Straum um laust fé, en til grundvallar lágu mjög ýtarlegar skýrslur frá Straumi . Hins vegar hefði Straumur fallið á tíma varðandi sölu eigna, en eignasalan tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert . Hér hefðu aðgerðir danska fjármálaeftirlitsins skipt máli, en það hefði meinað Straumi að taka við innlánum þar í landi . Tryggvi Pálsson segir það hafa verið mat Seðlabankans að ekki væri unnt að taka frekari tryggingar hjá Straumi . Talsverðri óvissu hefði verið háð hvað fengist úr eignasölu, en eignir hafi ekki dugað fyrir skuldum . Seðlabanka­ menn munu hafa átt mjög annríkt umrædda daga vegna vandræða Icebank og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis . Að mati Tryggva var þarna komið að endalokum og Seðlabankinn hefði ekki get að veitt frekari fyrirgreiðslu, en hann áréttar að hann hafi alla tíð átt mjög góð sam skipti við William Fall . Segir Tryggvi að enginn „hvellur“ hafi orðið í samskiptum Straums og Seðla bank ans vegna þessa, ólíkt samskiptum Seðla bank ans og Glitnis nokkrum mánuðum fyrr . Óttar Pálss on hefði til að mynda verið mjög vel meðvitaður um það hvernig málin stóðu . Stjórnendur Straums hefðu upplýst Seðlabankann rækilega um stöðu Straums . Þessi mál hefðu verið til fyrirmyndar hvað Straum varðar, ólíkt gömlu viðs kipta bönk­ unum þremur, en Seðlabankinn hafði ekki upplýs­ ingar um helstu viðskiptavini þeirra .30 Svein Harald Øygard sagði í samtali við höf und að málefni Straums­Burðaráss hefðu verið með allra fyrstu málum sem hann kom að sem seðlabankastjóri . Taldi hann að Seðla­ bankinn hefði fram til marsmánaðar 2009 teygt sig fulllangt til að koma til móts við Straum og nefndi hann í því sambandi fyrir greiðslu í desember 2008 . Hefðu sum veðanna verið „óhefðbundin“ . Veð í finnskum fjárfestinga­ banka væri meðal þess sem hann kallaði „óhefðbundið“ . Kvaðst hann sjálfur hafa lagst gegn því að bankinn fengi lán að andvirði hundrað milljónir evra . Þá hefðu möguleikar Seðlabankans til lánafyrirgreiðslu verið mjög takmarkaðir á þessum tíma og Seðlabankinn í reynd ekki haft burði til að vera lánveitandi 30 Tryggvi Pálsson, viðtal 17 . nóvember 2009 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.