Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 84

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 84
82 Þjóðmál SUmAR 2010 beinn eða óbeinn, og aðdáunin á kúgurum, böðlum og þjóðarmorðingjum, sem alltaf hefur farið mest fyrir brjóstið á mér, heldur lýðræðis­ og mannréttindahjalið, sem fram fer alveg samtímis . Það voru einmitt þessi háværu hróp um „verkalýðinn“, sem kommúnistar svínbeygja og kúga, „lítilmagnann“, sem þeir troða í svaðið, „friðinn“, þegar þeir sjálfir hrinda af stað styrjöldum, „mannréttindin“, sem þeir þverbrjóta hvarvetna og „lýðræðið“, sem þeir svívirða og saurga, sem fyrst og fremst ollu fullkominni andstyggð minni á kommúnisma og hvers kyns vinstrimennsku strax í barnæsku á sjötta áratugnum og allt fram á þennan dag . Ég hef á liðnum árum stöku sinnum skrif­að um þetta áhugamál mitt, vinstri­ mennskuna, aðallega í Moggann og glöggir lesendur hafa kannski veitt athygli sérstakri áherslu minni á „vináttufélögin“ . Þau stofnuðu íslenskir „lýðræðis­“ og „mannrétt­ inda frömuðir“, undantekningar laust ákafir frið arsinnar, menningar­ og mannúðarmenn, við t .d . Sovétríkin (MÍR), Kína Maós, Austur­ Þýskaland, Kúbu, Víetnam, Norður­Kóreu, Albaníu o .s .frv . Mér finnast þau alveg ein­ staklega merkileg og hafa verið stórlega van­ rækt af andstæðingum vinstri manna . Þátttaka vinstri­stjórnmálamanna, og ekki síður menn­ ingar­ og mannúðarmanna, í þeim sýnir í hnotskurn hve ólíkt vinstra fólk er svonefnd­ um „hægri“ mönnum í raun . Hvað hefði verið sagt, ef einhverjar íslenskar „hægri bullur“ hefðu á sínum tíma stofnað „vináttufélög“ við Batista, Franco, Stroessner, Papa Doc eða Pinochet? Hefði þeim verið leyft að strika yfir og gleyma fortíð sinni? Hefðu slíkir menn verið kosnir á þing eða á Bessastaði? Hefði þeim verið hampað í menningarlífinu? Hefðu þeir gengið í Amnesty samtímis „vináttufélaga“­bröltinu og hrópað hátt og snjallt á torgum um „lýðræði“ og „mannréttindi“? Ég held ekki . Engin slík „vináttufélög“ voru stofnuð og enginn fasisti/ nasisti með snefil af sjálfsvirðingu mundi nokkurn tímann ganga í Amnesty . Slíkur maður yrði líka trúlega rekinn úr flokknum . Það er einfaldlega ekki þeirra stíll . Hvað sem annars má segja um þá verður að segjast að þeir hafa vissa sómatilfinningu . Þáttur vestrænna vinstri manna, fjöl miðla­ fólks og listamanna, ekki síst rithöfunda, í því að viðhalda kúgun og alræði innan komm­ únistaríkjanna í kalda stríðinu var mikill, en fáir hafa þó veitt þessu þá athygli sem vert er . Með rangfærslum sínum og síbyljugagnrýni á allt það, sem þeir töldu miður fara hér vestan­ meg in, sáu þeir nefnilega áróðursmeistur um austantjalds fyrir ómetanlegum skotfærum, sem síðan voru notuð til að villa um fyrir þegnum Gúlagsins . Sú kænlega upplogna mynd, sem þetta fólk fékk af Vesturlöndum, var að verulegu leyti dregin upp af vestrænum rit höf undum, kommúnistum og öðrum vinstri mönnum – jámönnum þeirra – og af vinstra­fjölmiðlafólki, sem nóg er af . Frétta­ stofa RÚV er ágætt dæmi um slíkan málflutn­ ing, sem til forna var kenndur við Hildiríðar­ syni . Erfitt er eða ómögulegt að bregðast við þessu, og notfæra vinstri menn sér þannig það tjáningarfrelsi, sem er undirstaða vestrænnar menningar, til þess að grafa undan henni . Þeir nota frelsið til að drepa frelsið . Þáttur í þessu var starf fyrrnefndra „vináttu­ félaga“ . Með þátttöku í þeim vildu hinir „róttækari“ í hópi vinstri manna sýna hollustu sína við viðkomandi alræðisstjórn . Félagar í slíkum samtökum geta með engu móti skor­ ast undan að teljast virkir stuðningsmenn al­ ræðis kúgunar . Má, sem fyrr sagði, hugsa sér viðbrögðin ef „vináttufélög“ yrðu hér stofnuð við einræðis­ og herforingjastjórnir í þriðja heiminum, t .d í Súdan eða Búrma . Félög þessi áttu m .a . að annast „menningartengsl“ . Þannig voru fengnir listamenn, sem voru stjórnvöld­ um þóknanlegir, og látið í það skína, að hér væri um samskipti „alþýðu“ landanna að ræða (ættingjum listamannanna var yfirleitt haldið í gíslingu á meðan til að tryggja endurkomu þeirra) . Í heimalandinu var síðan látið svo, sem íslenskir félagar „vináttufélagsins“ túlkuðu hinar réttu skoðanir íslensks almennings . Samtök af þessu tagi voru þannig beinlínis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.