Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 116
114 Þjóðmál SUmAR 2010
Ásgeir Jakobsson
Þegar ég gekk fyrir forseta
Í tilefni af áttatíu ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands,
fyrr á þessu ári birta Þjóðmál rúmlega tuttugu ára gamla frásögn Ásgeirs Jakobs
sonar rithöfundar (1919–1996) af fundi hans með Vigdísi . Frásögnin birt ist í
Sjó mannadags blað inu árið 1989 . Ásgeir var þá ritstjóri Sjómannadagsblaðsins .
Það er alkunna, að forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, nýtur mikillar hylli með
almenningi og hefur sú hylli farið sívaxandi
af einkakynnum fólks af forsetanum og ekki
síður því, að forsetinn hefur verið landi sínu og
þjóð til mikils sóma hérlendis og þarlendis .
Einn morgun verður það, að Pétur Sigurðs
son, formaður Sjómannadagsráðs og fleiri ráða,
hringir til mín og segir formálalaust:
– Þú verður að tala við forsetann fyrir Sjó
mannadagsblaðið .
– Forsetann með stórum staf? Sjá Napólí og
dey síðan?
– Já, forsetann með stórum staf, þú mátt
gjarnan skrifa allt orðið með upphafsstöfum .
– Er ég næsta fórnardýrið? Þú fórst sjálfur
um daginn að tala við forsetann og komst aftur
fársjúkur af forsetaveikinni .
(Þetta með forsetaveikina er þannig til kom
ið, að ég var heldur andsnúinn núver andi
forseta, þegar hann var kjörinn, en síðan hef
ég alltaf verið að rekast á menn, sem voru hon
um einnig andsnúnir, en hafa tekið algerum
sinna skiptum eftir eigin kynni af forsetanum .
Ég sá ekki betur en þetta væri orðinn faraldur
og kallaði hann forsetaveiki .)
– Forsetaveikin er upplífgandi sjúkdómur,
sagði Pétur, Forsetinn á allt gott skilið af okk
ur í Sjómannadagssamtökunum, hann hefur
bæði við mörg tækifæri látið hlýleg orð falla til
sjó manna stéttarinnar og hann hefur heimsótt
Hrafn istuheimilin og glatt með því gamla
fólkið, sem enn talar um heimsókn forsetans
í fyrra á afmælisárinu [1988 á 50 ára afmæli
sjómannadagsins] . Og þú ætlar að skrifa
um franskar skútur og þá verður þú að tala
við forsetann . Hann er, að ég best veit, eini
Íslendingurinn, sem rannsakað hefur hvað
finnast kunni í frönskum skjalasöfnum um
Íslandsveiðar Frakka .
– Þetta er alveg eftir þér, ferð sjálfur og talar
um eitthvað skemmtilegt við forsetann og
sendir mig svo til að tala við hann um franskar
skútur!
Aðalgreinin í Sjómannadagsblaðinu átti ein
mitt að verða um franskar skútur og franskt
skútulíf, af tilefni þess að 50 ár eru síðan
síðasta franska skútan hvarf héðan af miðun
um, og fyrst þetta var nú svona, að forsetinn
okkar sat uppi með grundvallarþekkingu á því
efni, var ekki um það að þrátta; honum varð
ég að hafa tal af .
Ég átti fyrst í nokkru brasi við skemmtilegar konur á forsetaskrifstofunni, V2 og V3
(Vigdís og Vilborg) . Ég er ruglaður í því hvor
þeirra er nr . 2 og hvor er nr . 3 . Það er eitt
hvað um það í Ein á Forsetavakt sem kom út
fyrir jólin, en ég náði ekki að festa það með
mér fremur en með strætisvagninn sem er nr .