Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 46

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 46
44 Þjóðmál SUmAR 2010 fyrir dómi . Þá telja nefndarmenn sig augljóslega hafa fengið heimild til að þess að leggja sjálfir eigið mat á fyrra frjálst mat stjórnvalda á þeim aðstæðum sem uppi hafa verið hverju sinni, umfram það sem lýtur að ólögmætum eða ómál­ efnalegum sjónarmiðum, og telja sig þannig hafa ríkari heimild en dómstóll hefði . Ekki er allt búið enn . Í 19 . gr . laga nr . 142/2008 er þeim borgurum, sem telja nefndarmenn hafa brotið gegn rétti sínum, bannað að leita réttar síns gagnvart þeim í einkamáli og einnig eru þeir borgarar sviptir úrræði 2 . og 3 . tl . 242 . gr . almennra hegningarlaga nr . 19/1940 . Eykur það enn á sérstöðu nefndarinnar, þótt taka megi fram, því ótengt, að vafasamt er að slíkt bann fái hér staðist . Hér vill svo til að nefndinni er í 1 . gr . beinlínis sigað á það fólk sem átti að annast „framkvæmd laga og reglna um fjármála­ starfsemi á Íslandi og eftirlit með henni“ og kemur þar ekki margt fólk til greina . Er mjög vafasamt hvort staðist getur ákvæði 1 . mgr . 70 . gr . stjórn arskrárinnar að takmarka með þessum hætti þau borgararéttindi að fá úrlausn um rétt­ indi sín fyrir dómi og sérstakt athugunarefni þar að auki hvort það standist ákvæði 1 . mgr . 65 . gr . stjórn arskrárinnar að þrengja svo mjög að borg ara réttindum sérvalins fámenns hóps til að leita réttar síns fyrir dómstólum . En úr þessum álitaefnum verður vissulega ekki skorið á þessum vettvangi . Þá vekur athygli að jafnvel embætti umboðs­ manns Alþingis er tekið frá þeim borgurum sem hér eiga í hlut . Í 2 . mgr . 17 . gr . laga um nefndina er borgurunum sérstaklega bannað að kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna starfa nefndarinnar, svo alger skal ósnertanleiki nefnd­ armanna vera . Reynt er að girða fyrir með öllum ráðum að nefndarmenn þurfi nokkurn tíma að standa nokkrum skil á nokkurri gjörð sinni eða orðum . Vekur það sérstaka athygli í ljósi þess að nefndin er sett á fót í framhaldi af kröfu um að sem flestir „axli ábyrgð“ . Varla dregur það úr sérstöðu nefndarinnar að einstakir nefndarmenn hafa lýst því yfir að nefndin muni flytja verstu tíðindi sem nokkur nefnd hafi nokkru sinni flutt nokkurri þjóð . Einn nefndarmaður hefur hvatt til þess að störf verði lögð niður í landinu í tvo til þrjá daga svo þjóðin geti lesið ritsmíð nefndarinnar . Sami nefndarmaður mun sagst hafa grátið á nefndarfundum . Þegar á allt þetta er horft, blasir við að nefnd samkvæmt lögum nr . 142/2008 er einstök . Nefnd inni eru færðar nær ótakmarkaðar heim­ ild ir til að afla gagna og fá fram svör, og á eftir það að gefa álit á orsökum og afleiðingum umtöluð­ ustu atburða í íslensku samfélagi undanfarna ára tugi og benda á fólk sem beri ábyrgð á þeim . Sjálfi r bera nefndarmenn enga ábyrgð, hvernig sem þeir fara með nær ótakmarkaðar heimildir sínar . Meðal þeirra sem nefndin hefur kallað fyrir og beint að erindi, sambærilegu við því sem mér var sent, eru einstaklingar sem unnið hafa sitt ævistarf í þjónustu íslenska ríkisins í tengslum við íslenskan fjármálamarkað og efna­ hags líf . Má færa fyrir því augljós rök að fyrir suma viðtakendur bréfa nefndarinnar sé niður­ staða hennar þýðingarmeiri en hefðbundin dóms niðurstaða í einkamáli . Löggjafinn bann­ ar þeim borgurum, sem nefndin sneiðir að, að leita réttar síns gegn nefndarmönnum . Niður­ stöðum nefndarinnar verður ekki vísað til Þá vekur athygli að jafnvel embætti umboðs manns Alþingis er tekið frá þeim borgurum sem hér eiga í hlut . Í 2 . mgr . 17 . gr . laga um nefndina er borgurunum sérstaklega bannað að kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna starfa nefndarinnar, svo alger skal ósnertanleiki nefndarmanna vera . Reynt er að girða fyrir með öllum ráðum að nefndarmenn þurfi nokkurn tíma að standa nokkrum skil á nokkurri gjörð sinni eða orðum . Vekur það sérstaka athygli í ljósi þess að nefndin er sett á fót í framhaldi af kröfu um að sem flestir „axli ábyrgð“ .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.