Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 55

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 55
 Þjóðmál SUmAR 2010 53 Um tölulið 1 í III. kafla á bls. 2 Í upphafi þessarar athugasemdar gerir nefndin mikið úr stuttu bréfi sem bankastjórnin sendi Fjármálaeftirlitinu 13. nóvember 2007 um veðlán Icebank. Undirritaður var raunar spurður um þetta bréf nýlega af nefndinni og var þá á engan hátt gefið til kynna að nefndinni þætti þetta bréf sæta miklum tíðindum. Var spurt um hvaða reglur bankans bankastjórnin hefði viljað láta athuga. Kom undirritaður því ekki fyrir sig í sviphendingu nú tveimur árum síðar, enda skildi hann spurninguna svo, að átt væri við reglur Seðlabankans. Við nánari umhugsun er augljóst að í bréfinu er átt við innri reglur Icebank, þegar Fjármálaeftirlitið er beðið um að kynna sér málið. Yfirlit um veðin fylgja bréfinu og Fjármálaeftirlitinu þannig bent á að rétt sé að gaumgæfa hvort tiltekin atriði hjá Icebank samrýmist ákvæðum reglna sem um hann sjálfan gilda. Þegar Seðlabankinn sendir Fjármálaeftirlitinu slíkar upplýsingar og ábendingar mótast það af þeirri staðreynd að Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með einstökum fjármálafyrirtækjum, m.a. með athugun á vettvangi, sem Seðlabankinn hefur hvorki skyldur né rétt til. Seðlabankinn fylgdist vikulega með veðlánum og þróun þeirra, svo þetta bréf hefur ekkert með vitneskju um slík mál að gera, og er því óneitanlega fast að því tortryggilegt að nefndin skuli láta eins og hún hafi hnotið þar um merkilegt sönnunargagn. Það kann einnig að segja sína sögu, að Fjármálaeftirlitið taldi ekki ástæðu til að svara ábendingu Seðlabankans. Það hlýtur einnig að vekja undrun að fyrsta athugunarefni nefndarinnar snýr að því að Seðlabankinn hafi ekki tryggt nægjanleg veð fyrir veðlánum. Er í athugasemdum látið eins og nefndinni sé ókunnugt um að leikreglum varðandi þau veð var breytt með lögum í miðju spili. Eftir að Alþingi samþykkti neyðarlög og eftir að forgangsröðun krafna var þar með breytt urðu veð Seðlabankans allt önnur en þau voru, þegar lán voru veitt og veð samþykkt. Ef sama yrði gert í Evrópusambandinu er hægt að fullyrða með allt að fullri vissu að flestir seðlabankar Evrópu yrðu í einni svipan það sem hefur verið kallað hér á landi „tæknilega gjaldþrota“. Er nefndin virkilega að gefa til kynna að bankastjórnin hefði mátt sjá neyðarlögin fyrir og hefði átt að haga veðkröfum sínum þannig að þau tækju mið af því að forgangsröð krafna yrði með lögum breytt með afturvirkum hætti? Er það þá virkilega svo, að nefndin telji að verði neyðarlögum hrundið með dómi og veðstaða Seðlabankans breytist af þeim ástæðum stórlega til batnaðar, svo að eigið fé bankans gæti eftir það auðveldlega mætt því bókhaldstjóni sem varð við hrun bankanna, að þá breytist þetta sérstaka athugunarefni hennar, og hugsanleg „vanræksla og mistök“ bankastjórnar í þessum efnum gufi upp? Ríkið gerði sér fulla grein fyrir því að með neyð ar lögunum breyttist bókhaldsleg staða Seðla bank ans af ástæðum sem bankinn bar enga sök á og því var ákveðið að ríkið gæfi út skuldabréf með lágum vöxtum, þar sem ríkis­ sjóður skuldbatt sig til að greiða til bankans, sem er í 100 prósent eigu hans, tiltekna fjárhæð. Hér er talað um bókhaldslega stöðu því hér er verið að greiða úr einum vasa í annan í eigu sama aðila. Seðlabankinn greiðir ekki þessa fjárhæð út til þriðja aðila svo eignastaða ríkissjóðs og Seðlabankans sem er í 100 prósent eigu hans er samanlögð óbreytt. Til að auðvelda skilning á þessu má nefna, að Englandsbanki hefur á undanförnum miss­ erum dælt peningum, sennilega nálægt 1700 milljörðum punda, inn í bankakerfið. Sú aðgerð er í raun hrein peningaprentun, en felst ekki í því að Englandsbanki sé að ganga á sitt eigið fé. Megin hættan við þá aðgerð er því ekki að Eng­ lands banki fari í þrot, heldur að peninga prent­ unin leiði til verðbólgusprengju, sem þó er talið ólíklegt. Talið er réttmætt að taka þessa áhættu, vegna þeirrar niðursveiflu sem er í efnahagslífinu. Þótt ríkið hefði ekki bætt Seðlabankanum skað­ ann af neyðarlögunum með útgáfu skuldabréfs hefði það ekki þýtt að bankinn gæti ekki staðið undir starfsemi sinni eða gegnt skyldum sínum. En það hefði á hinn bóginn getað leitt til aukinn­ ar prentunar á heimamynt bankans. Nefndin getur þess, væntanlega til rökstuðn­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.