Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 83

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 83
 Þjóðmál SUmAR 2010 81 maður . Sá sem ekki reynir að bera í bætifláka fyrir kúg arann og harðstjórann er „hægri“ maður . Fyrir dómstólum er venja að dæma ekki aðeins hinn seka, heldur líka hinn meðseka, sökunautinn, yfirhilmarann . Því má alls ekki gleyma jábræðrum kommúnista úr röðum „annarra vinstri manna“, sem voru og eru miklu, miklu fleiri en eiginlegir komm ún­ istar . Þeirra hlutverk í kalda stríðinu var fyrst og fremst að þegja um eða gera sem minnst úr ódæðisverkum kommúnista og ekki síst, að stimpla hvern þann „fasista“, sem sagði sannleikann um það sem fram fór í alræðis­ ríkjunum . Mér finnst don Quixote merkilegri en Sancho Panza . Ég er líka þannig gerður, að mér finnst þjófurinn, þótt vondur sé, að flestu leyti markverðari persóna en þjófsnauturinn . Þess vegna finnast mér, þrátt fyrir allt, Vinstri grænir miklu, miklu, miklu merkilegri en Samfylkingin og Framsókn . Þeir sem yfirleitt eru taldir til „hægri“ í stjórn­ málum eru hins vegar afar mis litur hópur . Þeir eiga í rauninni nánast ekki neitt sameigin legt annað en fullkomna and úð á kommún ist um og jámönnum þeirra á vinstri væng . Til dæmis eru þeir Hitler og Hayek báðir taldir til „öfga­ hægrimanna“ af vinstra fólki, sem spyrðir þá jafnvel saman í einfeldni sinni . Ég skrifa því „hægri“ með gæsalöppum en vinstri ekki . Stuðningsmenn einhvers málefnis eiga nefni lega alltaf miklu meira sameiginlegt en and stæð ingar þess . Ég ætla ekki að ræða hér í löngu máli stuðn ing þúsunda núlifandi Íslendinga, margra þeirra enn valdamikilla í stjórnmál um, fjöl miðlun og menningarlífi, við kúgara og þjóðar morðingja kommúnista . Það hafa aðrir gert . Mér finnst miklu merkilegra síbyljuhjal þeirra samtímis um „lýðræði“ og „mannrétt­ indi“, sem kristallast í þátttöku margra þeirra, sem hæst hafa í „mannréttindabaráttunni“, samtímis og samhliða í Amnesty og í sérs tök­ um „vináttufélögum“ við ýmsar blóði drifn­ ustu alræðisstjórnir tuttugustu aldar, en um slíkt er auðvelt að finna skjalfest dæmi meðal manna sem enn gegna háum stöðum . Nú eru að alast upp nýjar kynslóðir í land­ inu, sem ekki muna fortíð þeirra, sem enn hafa mestöll völd í vinstri hreyfingunni, jafnt í stjórnmálum sem í fjölmiðlun og menn ing­ ar lífi . Þessi völd hrifsuðu þeir fyrir mörg um áratugum og beita þeim nú óspart til að eyða eigin fortíð og þar með sögu þjóð ar innar á 20 . öld . Hver sá sem hreyfir athuga semd er um svifalaust sakaður um „kalda stríðs hugs­ un ar hátt“ og „fortíðarhyggju“ og stimplaður „fasisti“, ef ekki eitthvað ennþá verra . Vinstri menn beita purkunarlaust aðstöðu sinni til að þurrka út söguna og hefur tekist það ótrúlega vel . Það unga fólk, sem nú kýs Al þýðu banda­ lags flokkana tvo og Framsókn þekkir ekki fortíð foringja sinna . Hún hefur verið þurrkuð út, ekki síst vegna gífur legra sterkrar stöðu vinstri manna í mennta kerfinu, fjölmiðlun og menningarlífi og ég tel það aðalástæðu þess, að þeir komast að því er virðist átölulaust upp með „lýðræðis­“ og „mannréttinda“­hjalið . Jafnvel hörðustu andstæðingar þeirra, a .m .k . af yngri kynslóð, hreyfa engum andmælum . Einhverjir kunna að halda, að þessi háværu hróp um „lýðræði“ og „mannréttindi“ séu það sem kalla mætti „afturbatapíku­syndróm“ . þ .e . að eftir hrun járntjaldsins 1989–1991 hafi þeir, eins og Páll postuli á leiðinni til Damaskus, séð villu síns vegar og turnast, en það er alrangt . Hrópin um mannúð og manngæsku, „frið“, „lýðræði“, „tjáningarfrelsi“ og „mannrétt indi“ hafa streymt frá þessu fólki í látlausri, óstöðv­ andi síbylju í marga, marga áratugi . Enginn getur stjórnað í tómarúmi . Allir harð­ stjórar sögunnar hafa átt sér stuðn ings menn og aðdáendur . Annars gætu þeir ekki stjórnað . Því er það alls ekkert nýtt eða sérstaklega merki legt að íslenskir menn hafi hrifist af og stutt fjar­ læga harðstjóra . Meira að segja Pol Pot átti sér dyggan hóp íslenskra liðsmanna sem skrifuðu m .a . langar greinar í Moggann til stuðnings Rauðum Kmerum þegar blóðbaðið stóð sem hæst . Þetta er slæmt, en slíkt er þó hægt að skilja, a .m .k . í ljósi sögunnar og jafnvel fyrirgefa og gleyma . Það er nefnilega ekki stuðningurinn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.