Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 52

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 52
50 Þjóðmál SUmAR 2010 IV Áður en vikið verður að einstökum tölu­sett um köflum í bréfi nefndarinnar, sem for maður hennar afhenti mér óvænt að kvöldi 8 . febrúar s .l ., verður ekki komist hjá því að gera alvarlegar athugasemdir við tilgreindar fors endur þess, sem nefndin kveðst vera með til athugunar hvort flokka megi undir mistök eða vanrækslu mína og þá væntanlega félaga minna í bankastjórn Seðlabanka Íslands, en eins og kunnugt er ræður þar afl atkvæða öllum ákvörðunum og hver bankastjóranna þriggja hefur aðeins eitt atkvæði . Í mörgum af þeim tilfellum, sem sögð eru vera „til athug­ unar“, er með orðalagi og rökstuðningi óbeint gefið til kynna að nefndinni sé ekki ljós lagaleg staða Seðlabanka Íslands annars vegar og Fjár­ málaeftirlitsins hins vegar, og að nefndin sé að athuga hvort bankastjórninni kunni að hafa orðið alvarlega á varðandi atriði, sem ágrein ingur ætti ekki að vera uppi um við kunn áttumenn að voru hreint ekki á valdsviði hennar . Þegar hins vegar leikmenn kunna að lesa spurningar eða athugasemdir nefndarinnar síðar meir, eiga þeir á hættu að fá þá mynd, að Seðla bankanum hafi verið ætlað allt annað og meira eftirlitshlutverk en lög mæltu í raun fyrir um og hafi enn haft vald sem löggjafinn hafði þó beinlínis fært frá honum með skýrum og afger andi hætti . Þessar lagaforsendur hef ég þegar reifað og hlýt að nefna víða í athugasemdum mínum, því þessi ótrúverðuga og ómálefnalega framsetning gerir andmælanda iðulega mjög örðugt að svara einstökum atriðum . Meginhlutverk nefnd­ ar inn ar er að leita sannleikans . Vera má að nefnd in finni hann ekki allan, en hún þarf að leita hans fordómalaust og án fyrirfram gefi nnar niðurstöðu . Og það gengur einnig þvert á lagafyrirmæli ef nefndin sjálf afbakar sann leikann, fyrir gáleysi eða mistök . Virðist nefndin þannig alls ekki hafa hliðsjón af hinni almennu lögmætisreglu, sem kveður á um (í tilfelli Seðlabankans) að bankinn, og þar með bankastjórnin, hvorki á né má fara út fyrir valdsvið sitt að lögum, og vísast um það til umfjöllunar í síðasta kafla . Þær ábendingar umboðsmanns Alþingis um lögmætisreglu og nauðsyn þess að hvert stjórnvald virði til fulls mærin við annað, sem þar voru raktar, eru réttar og í samræmi við vandaða stjórnsýslu . Seðla­ banka Íslands bar sérstaklega að gæta þess að halda sig örugglega innan valdheimilda sinna og þá einnig gagnvart öðrum stofnunum á sama sviði, ekki síst Fjármálaeftirlitinu . Þetta verða menn að hafa í huga þegar horft er til baka . Sá lagaskilningur sem þarna er lýst er í til viki Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands árétt ­ aður í samstarfssamningi þessara stofnana þar sem segir: „Markmið samningsins er að samningsaðilar hafi eftirfarandi meginatriði að leiðarljósi í sam­ starfi sínu: Að ábyrgð hvors aðila og verkaskipting þeirra sé skýr, bæði í innbyrðis samstarfi þeirra og gagn vart fyrirtækjum á fjármálamarkaði og almenn ingi . Að tryggt verði að öllum tvíverknaði í sam­ eiginlegri starfsemi aðilanna verði haldið í al­ gjöru lágmarki, bæði til að koma í veg fyrir óhag ræði fyrir þá sem hagsmuna eiga að gæta og til þess að lágmarka kostnað í starfsemi aðilanna .“ Mörg og jafnvel flest þau álitaefni, sem nefnd in segist hafa til athugunar að áfellast banka stjórn Seðlabankans fyrir, byggjast beinlínis á því, að bankastjórninni hafi eftir á að hyggja verið rétt að ganga gegn beinum lagafyrirmælum, Þegar hins vegar leikmenn kunna að lesa spurningar eða athugasemdir nefndarinnar síðar meir, eiga þeir á hættu að fá þá mynd, að Seðla bankanum hafi verið ætlað allt annað og meira eftirlitshlutverk en lög mæltu í raun fyrir um og hafi enn haft vald sem löggjafinn hafði þó beinlínis fært frá honum með skýrum og afger andi hætti .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.