Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 103

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 103
 Þjóðmál SUmAR 2010 101 þar sem kostnaðarverð er töluvert lægra en markaðsverðið að jafnaði . Að öðru jöfnu er ekki áhorfsmál að nýta orkuna innanlands . Með 841 GWh/a má framleiða 60 t Al á ári . Auk sölu raforkunnar verða um 6,0 milljarðar ISK eftir í landinu við þessa framleiðslu . Þó að reiknað sé með háum rekstrar­ og viðhaldskostnaði sæstrengs er þess vart að vænta, að eftir verði í landinu nema tíundi hluti hans eða 0,5 milljarðar ISK . Niðurlag Snorri Sturluson barðist fyrir frelsi höfð­ingja til að stjórna málefnum samfélags­ ins á sinni tíð; gegn þjóðfélagi hinna tveggja sverða, kirkjuveldis og konungsvalds . Hin rök­ rétta ályktun af sögu Íslendinga er sú, að þá vegni þeim bezt, þegar þeir eru lausir undan oki erlends valds og fara með forræði eigin mála . Samvinna við útlendinga á athafnasviðinu er landsmönnum hins vegar lífsnauðsyn, og hún er allt annars eðlis en „að deila fullveldinu með öðrum ríkjum“ . Hið síðastnefnda er alger rökleysa, og fyrir Íslendinga er hún álíka gáfuleg og að hjartardýr geti deilt frelsi sínu með tígrisdýri . Sagan sannar hins vegar, að á at hafnasviðinu getum við nýtt okkur kosti erlendra fjárfest inga til framþróunar þjóð­ félags ins . Fjöldi manns ber enn hausnum við steininn og neitar að skilja þetta . Þetta fólk hefur misskilið söguna og grillir ekki út úr þoku hinnar sögulegu geymdar þjóðarsálarinnar, þar sem ægir saman þjóðernisrómantík 19 . aldar og sameignarstefnu 20 . aldar . Megi 21 . öldin færa okkur gæfu til að rata hið þrönga einstigi, sem okkar beztu menn hafa boðað, menn á borð við Snorra Sturlu son, Skúla Magnússon, Jón Sigurðsson, Hann es Hafstein og Einar Benediktsson, um stjórnar­ farslegt sjálfstæði, sem nú á tímum má túlka sem frelsi frá aðild að ESB, og öfluga samvinnu við útlendinga á öllum sviðum mannlífs, þ .m .t . á athafnasviðinu . Þá munu bíða íslenzku þjóðarinnar „gull og grænir skógar“ . Erlendir sérfræðingar slitastjórnar Glitnis hafa vafalaust kynnt sér Baugsmálið, fjöl­ miðla og pólitíska moldviðrið vegna þess og ráðlagt, að Jón Ásgeir Jóhannesson yrði sóttur til saka í London og New York . Hvorki Hreinn Loftsson né aðrir Baugsvinir hafa þar vettvang til að spinna samsærisþráðinn . Jóhannes í Bónus verður ekki heldur í fjölmiðlum til að lýsa yfir því, að 98% alþýðu manna standi með sér . Þorvaldur Gylfason, Hallgrímur Helga son og Guðmundur Andri Thorsson skrifa ekki dálka í staðarblöðin . Egill Helgason stjórnar ekki umræðuþætti eða stundar blogg til að hafa áhrif á á almenningsálitið . Lög­ fræð ingar á sömu lögmannsstofu tjá sig ekki opin berlega sem óhlutdrægir álitsgjafar til stuðn ings málflutningi starfsfélaga sinna í rétt­ arsalnum . Fyrrverandi prófessorar við laga­ deild eins háskóla ráðast ekki á kennara við lagadeild annars háskóla fyrir að telja æski­ legt, að ákæruvald leiti álits æðri réttar á lög­ fræðilegu vafamáli . Jón Ásgeir á ekki vísan aðgang að vinsælustu umræðuþáttum í sjón­ varpi, þegar honum kemur best vegna tíma­ setninga í málaferlum . Öllum er sama, þótt hann klagi Davíð Oddsson og saki hann um samsæri . Listinn yfir eignir Jóns Ásgeirs verður ekki túlkaður af spunaliðum hans á Íslandi . Á hann verður lagður alþjóðlegur kvarði . Baugur ætlaði jú að leggja undir sig heiminn að sögn vildarvina Jóns Ásgeirs í Baugsmiðli sumarið 2007 en þar var Jón Ásgeir einnig sagður „góð­ hjartaður milljarðamæringur sem lætur gott af sér leiða“! Björn Bjarnason: „Dagbók“ á bjorn.is, 13 . maí 2010 . Breyttir tímar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.