Þjóðmál - 01.06.2010, Qupperneq 126

Þjóðmál - 01.06.2010, Qupperneq 126
124 Þjóðmál SUmAR 2010 líður . Þetta veldur því að fólk sér þá sem eiga fjármagn sem arðræningja og á sama hátt eru þeir fátæku fórnarlömb, en það myndi réttlæta mjög stighækkandi fjármagnstekjuskatt með tekjujöfnun sem markmið . Þessi misskilningur elur af sér stjórnmálafræði Marx, kenningar um að launþegar séu fórnarlömb, neytandinn sé fórnarlamb og að náttúrunni stafi meiriháttar hætta af viðskiptum . (Frábæra ræðu Johanns Norberg um gagnkvæman ávinning af við­ skipt um má finna á http://www .cis .org .au/ events/jbl/johan_norberg .html .) Prófessor í London, Layard lávarður, hefur nýverið meira að segja haldið því fram að hamingjan sé fórnarlamb viðskipta . Ef aðeins þessir aðilar hefðu skilið að ekkert verður af viðskiptum nema um gagnkvæman ávinning sé að ræða, þá væri umræðan skynsamlegri, uppbyggilegri og jákvæðari . „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag“ Styrmir Gunnarson: Hrunadans og horfið fé, Veröld, Reykjavík 2010, 160 bls . Eftir Þorstein Pálsson H runadans og horfið fé er nafn á nýrri bók Styrmis Gunnarssonar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls bankanna og tengdra atburða . Á innanverðu titilblaði er heiti bókarinnar þó skráð Hrunadans og falið fé . Kjörorð bókarinnar eru tekin úr framburði höfundar í yfirheyrslu hjá nefndinni: „Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár . Þetta er ógeðs legt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt . Það eru engin prinsipp, það eru engar hug sjónir, það er ekki neitt . Það er bara tækifæris mennska og valdabarátta .“ Hér er fast kveðið að orði . Engir eru und an­ skildir . Margir deila þessari skoðun með höf­ undi þegar þeir meta aðdraganda og or sak ir efnahagshrunsins og athafnir stjórnenda bank­ anna . Þegar bókin er lesin kemur hins vegar í ljós að kjörorðunum er alls ekki ætlað að vera jafn afdráttarlaus áfellisdómur um alla sem koma við sögu og ætla mætti við að lesa þau ein og sér . Megintilgangur bókarinnar sýnist reyndar vera sá að draga ákveðnar undantekn­ ingar frá kjörorðinu fram í dagsljósið . Höfundur greinir frá því að hann hafi lesið skýrslu rannsóknarnefndarinnar á einni viku og notað aðra viku til að skrifa hana . Þetta er ótrúlega snarpt vinnulag . Það er aðeins á færi manna með langa reynslu og mikla yfirsýn að koma jafn miklu í verk á jafn skömmum tíma . Stíllinn er lipur og skýr . Hvergi er að finna málalengingar eða hnoð . Sjónarmið höfundar eru afdráttarlaus og byggjast á fyrri skrifum og hugsun um þessi efni . Að því leyti kemur fátt á óvart í ályktun­ um hans . Þær eru glöggar og skýrar . Engum dylst hvað hann meinar . Tímaskorturinn er trú leg asta skýringin á því að í bókinni er á hinn bóg inn ekki að finna þá frum legu greiningu á skýrsl unni og vinnu lagi nefnd ar inn ar sem vænta hefði mátt frá höf undi og sár lega vantar . Þeir sem nefndin sakaði um vanrækslu í starfi skiluðu mjög athyglisverðum andmælum . Þau voru ekki birt með skýrslunni, aðeins á netinu . Nefndin gaf sér ekki tíma til að meta and­ mælin eða tefla fram mótrökum . Margt bendir til að nefndin hafi aðeins virt andmæla rétt inn að formi en ekki efni . Fengur hefði verið að því að fá umfjöllun um þetta stóra álitaefni í fyrstu bókinni um skýrsluna . Að sama skapi vantar gagnrýna athugun á notkun nefndarinnar á vanræksluhugtakinu og samanburð á því hvernig það hefur verið túlkað fram til þessa . Í andmælunum koma fram vel rökstudd sjónarmið um vanhæfi einstakra nefnd armanna . Höfundur hefði gjarnan mátt fjalla um þetta stóra álitamál með því að svör nefndarinnar við þeim eru bæði fátækleg og í litlu samræmi við þau sjónarmið sem gilt hafa í dómum og álitum umboðsmanns Alþingis . Eitt af því sem athygli vekur við lestur skýrsl­ unnar er að höfundar hennar gera enga tilraun til að sýna fram á orsakasamhengi milli þeirra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.