Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 37

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 37
 Þjóðmál SUmAR 2010 35 Tal um sameign íslensku þjóðarinnar er einnig markleysa . Sameign að lögum er eign, sem tveir eða fleiri eiga ákveðinn eignarhluta í og hver eigandi um sig hefur eignaraðild að sínum hluta hlutfallslega . Loks er þess að geta að þjóð getur ekki verið aðili að eign eða eignarréttindum, sbr . ritsmíðar lagaprófessoranna Sigurðar Lín­ dals og Þorgeirs Örlygssonar . Þar sem (1) nytjastofnar geta ekki verið eign, (2) sameign er rangnefni á efninu og (3) þjóð getur ekki verið eigandi, er fyrsta grein lag anna alltof ótraust til að hún geti hnekkt þjóðhags­ lega miklum hagsmunum landsmanna bóta­ laust . Margir hafa bent á 3 . mgr . 1 .gr . laga nr . 38/1990 . „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óaftur kallanlegt forræði aðila yfir veiði heim­ ildum .” Þessi málsgrein samrýmist ekki heimild til fram sals á aflaheimildum í 11 . og 12 . grein sömu laga sem skapar eignarrétt . Eignarréttur án eignarréttar er öfugmæli . Það er regla í lög­ fræði að ef lög samrýmast ekki öðrum lögum verði önnur hvor lögin að víkja . Framsal afla­ heimilda var heimilað með 11 . og 12 . gr laga um stjórn fiskveiða nr . 38/1990, sbr . nú 12 . og 15 gr . laga nr . 116/2006 . Með þessari fram­ sals heimild myndast eignarréttur sem nýtur vernd ar stjórnarskrárinnar sem 3 . mgr . 1 . gr . fisk veiði stjórn unarlaganna haggar ekki . Þrátt fyrir orðin „óafturkallanlegt forræði aðila yfir veiði heimildum“ verður að líta svo á að veiði­ heimildirnar sé aðeins hægt að afturkalla með eignarnámi, en þá verða öll skilyrði þess að vera fyrir hendi þ . á m . að fullt verð komi fyrir . Kvótar að verðmæti 2–300 milljarðar króna eru bókfærðir sem eign í bókum íslenskra útgerðarfyrirtækja . Með lögum frá 1997 var bannað að afskrifa þessar eignir sem hækkar því alla skatta af þeim . Banana stjórnarskrá? Þetta gera margir lögfræðingar og stjórn­ málamenn sér ljóst . Því hafa þeir lagt til að stofnuð verði ný tegund eignarráða, svokallaður þjóðareignarréttur, sem festur verði í Stjórnarskrá Íslands . Þessum eignarrétti sé óheimilt að afsala með varanlegum hætti til einstaklinga eða lögaðila . Með þessari tillögu er verið með lævíslegum hætti að snúa stjórnarskránni á hvolf, grafa undan sjálf stæði kjósenda gagnvart ríkisvaldinu, skaða lýðræðið og efla ráðstjórn framkvæmdavaldsins á kostn­ að Alþingis á gerræðislegan hátt . Það er eins og stjórnmálamenn séu að kjósa sér nýja og bljúga þjóð þar sem landsmenn eiga engar eignir sjálfir . Þetta hefur oft verið reynt áður með hörmulegum afleiðingum . Þetta er ekki orðið enn og vonandi verður slík bananastjórnarskrá aldrei að veruleika . Sú tillaga sem kemst næst því að gera kvót­ ana að þjóðareign er tillaga Péturs H . Blöndal alþingismanns . Hann leggur til að árlega verði öllum landsmönnum, hverjum og einum úthlut að jöfnum fiskveiðiheimildum sem þeir gætu síðan selt hæstbjóðandi útgerð . Sann­ ast sagna hefur enginn stjórnmálamaður eða tals maður þjóðareignar tekið undir þessa hug­ mynd Péturs . Það sýnir betur en nokkuð annað að í raun hefur aldrei staðið til að þjóðin eignaðist þessi verðmæti . Allt tal um þjóðareign er aðeins yfirvarp . Markmiðið er ríkiseign án bóta . Íslenskur raunveruleiki Regla sem felst í því að menn kaupi rétt­ indi án þess að eignast þau vegna þess að ríkið eigi þau eftir sem áður og geti tekið þau til baka bótalaust stenst ekki íslenskan raunveruleika og réttarfar . Þegar menn hafa keypt verðmæti og greitt fyrir þau með eignum sínum eða lánsfé færist eignarrétturinn yfir til kaupandans og verður ekki af honum tekinn nema að sanngjarnt endurgjald, í samræmi við kaupverðið, komi fyrir þessi sömu verðmæti . Eignarrétturinn lýtur skýrum reglum, sem eru þekktar og menn hafa miðað við í samskiptum sínum öldum saman . Ef þeir sem keyptu kvóta ættu hann ekki og yrðu að skila honum endurgjaldslaust myndi skapast óþolandi réttaróvissa . Tökum dæmi af tvennum hjónum . Önnur hjónin kaupa bílaverkstæði fyrir 100 milljónir króna en hin hjónin kaupa kvóta fyrir sömu upphæð . Nú ætla þessi hjón að skilja . Hjónin sem keyptu bílaverkstæðið gætu selt það til að skipta búinu og þau bæði fengju sinn hlut greiddan út . Ef um kvóta væri að ræða ættu konan eða maðurinn án viðurkenningar á eignarrétti ekki að fá neitt og þær 100 miljónir sem þau festu í kvótanum væru tapaðar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.