Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 108
106 Þjóðmál SUmAR 2010
ráðherrar hafa varið til þess margri stundinni,
sem betur hefði verið notuð til þess að ráða
fram úr vandamálum landsins .“
Því miður er ekki rúm hér til þess að fara
frekar út í þessa sálma . Það eitt er víst, að
óbeit og vantrú þjóðanna á þingræðinu fer
sívaxandi . En það er eitt af táknum tímans,
að baráttan móti göllum þess virðist allsstaðar
vera slælega háð, nema í alræðislöndunum,
og er þó meir en tvísýnt, hvort þau hafa
breytt um til batnaðar . Þegar þjóðir álfunnar
steyptu einveldinu, þá börðust þær með eld
móði og öruggri sigurvissu, því að þær voru
sannfærðar um að annað betra stjórnarfar
kæmi í þess stað . En nú er ekki því að heilsa!
Að vísu skortir ekki margvíslegar ráðagerðir
og bollaleggingar um nýjar stjórnartilhaganir,
sem leysa skuli þingræðið af hólmi . En þær
tillögur hafa flestar eða allar verið því marki
brenndar, að fáir hafa litið við þeim . Menn
sjá meinsemdir hins ríkjandi stjórnarfars, en
vantreysta sér til þess að ráða bætur á þeim .
Hinir þungu áfellisdómar um þingræðið
munu flestir hafa fallið dauðir til jarðar vegna
þess, að þeir fólu ekki í sér fyrirheit um nýja
og betri tíma .
Þess er ekki að dyljast, að Íslendingar hafa ekki farið varhluta af annmörkum þing
ræðisins, enda eru nú orðin mikil brögð að
óánægju manna með stjórnarfarið . Alþingi
hefir verið borið á brýn, að það kunni ekki
með fjárráð að fara, að sumir þingmenn séu
botn lausar bitlingahítir, að meðferð mála á
þing inu sé oft hneykslanleg (afbrigði frá þing
sköp um o .s .frv .), að flokksæsing, málæði og
eigin girni sumra þing manna spilli og aflagi
þing störfin . Þá hefir og lagasmíð þingsins –
1300 lög á 50 árum! – ekki vakið óblandna
aðdáun almennings . Þó er baráttan sízt háð af
meiru viti eða drengskap utan þings en innan .
Það sætir furðu og mun lengi verða í minnum
haft, hvað íslenzkir kjósendur hafa látið suma
leiðtogana bjóða sér á þessum síðustu tímum .
Engin lygi virðist geta verið svo heimskuleg
eða hroðaleg, að ekki fáist einhver meiri eða
minni hluti kjósenda til þess að gefa henni
líf með því að trúa henni . Og loks er ógæfan
mesta, að nú er langt síðan, að nokkur flokk
ur hefir haft traustan og einhuga meiri hluta á
þingi . Meðan svo búið stendur, heldur alþingi
áfram að vera paradís pólitískra lausamanna og
bitlingabraskara .
Það er því ekki að furða, þótt mörgum sé
orðið órótt innan brjósts, enda hafa þrjár
bækur komið út nú nýlega, sem allar ræða
um missmíðin á stjórnarfarinu . (Guðm . Finn
bogason: Stjórnarbót, Rv . 1924 . – Sigurður
Þórð ar son: Nýi sáttmáli, Rv . 1925 og Guðm .
Hann esson: Út úr ógöngunum, Rv . 1926) . Það
er ekki tilætlunin að ræða þessi rit hér eða
tillögur höfundanna . Hins vildi ég minnast
með fáeinum orðum, hvort ekki muni gerlegt
að ráða bót á sumum meinsemdum hins
íslenzka þingræðis án gagngerðrar breytingar á
stjórnarlögum landsins . Ég hygg að það gæti
heppnast, ef kjósendur kynnu til að gæta . –
Guizot, hinn nafnkunni sagnritari og stjórn
málamaður Frakka, átti einu sinni tal við Lord
Aberdeen, enskan stjórnmálaskörung, um
hinn dæmalausa uppgang ensku þjóðarinnar á
síðustu öldum . Þeir voru að rekja orsakirnar
til þess merkilega fyrirbrigðis, þangað til Lord
Aberdeen allt í einu sló botninn í með þeim
orðum, að kraftur og hamingja Englands væri
í því fólgin, að þar í landi væru hinir vitru
menn og réttsýnu fullt svo djarfir og áræðnir
sem ævintýramennirnir og óþokkarnir . Aldrei
hefir nokkurri þjóð verið borið fegurra vitni .
Því að ef lygin er einörð, en sannleikurinn
feiminn, ef óþokkaskapurinn er áræðinn, en
drenglyndið kjarklaust, ef fáfræðin er harð
svíruð og digurmælt, en þekkingin úrræðalaus
og hjartaveikluð, þá er ekkert vissara en að allt
saman er á leiðinni norður og niður .
Ég hefi stundum heyrt menn bollaleggja
um það, hvernig Íslendingar mundu reynast á
vígvelli nú á tímum, – hvort nokkuð mundi
eftir af hinu forna víkingsblóði . En ég hygg
óþarft að bera kvíðboga fyrir því, að vér
þættum ekki liðgengir, hvar sem er . Íslenzkir
sjómenn hafa sýnt bæði fyrr og síðar, að þeir
þora að horfast í augu við dauðann, og ekki
var Íslendingum í Kanadaher ámælt um það,