Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 35
Þjóðmál SUmAR 2010 33
Það eru örlög heimsins að þar sem sól in er björtust er skuggahliðin svörtust, hvar
ógæfan sneypist í afkimum og bíður færis .
Sú stefna vinstri flokkanna að svipta ís
lenska útgerð eignum sínum bótalaust með
því að hefja afskrift allra kvóta, í miðju upp
bygg ingar starfi eftir hrunið, eru nöpur for lög .
Það er eins og ríkisstjórnin eigi ekki nóg með
sitt stóra sögulega hlutverk að koma landinu
upp úr efnahagskreppunni .
Á níunda áratug síðustu aldar sköpuðu
vinstri flokkarnir – Steingrímur Hermanns
son, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J .
Sigfússon – þetta fiskveiðistjórnunarkerfi, sem
öll heimsbyggðin öfundar okkur af . Nú er það
hornsteinn endurreisnarinnar og okkar stærsta
von .
Það er hátindur kaldhæðninnar og hráköld
örlög að það skuli vera orðið hugsjón vinstri
manna að rífa þetta kerfi til grunna, núna
þegar við þurfum mest á því að halda .
Nú hóta vinstri menn þjóðaratkvæðagreiðslu
til að afmá sín eigin verk, vegna þess að þau eru
góð .
Lífseigur áróður
Hinn geysimikli áróður gegn útgerðinni er mest byggður á grunnhyggnum
misskilningi og gagnrýnislausri hóphugsun
þar sem hver apar eftir öðrum .
Inntak þessa áróðurs er sá að útgerðin eigi
ekki kvótann heldur sé hann þjóðareign og því
sé hægt að taka kvótann af útgerðinni bótalaust .
Ríkisvaldið geti afskrifað eða fyrnt kvótann án
greiðslu frá ríkinu, þannig að útgerðin standi
uppi með skuldir einar og skaða .
Þetta er alveg makalaus hugsun . Hverjum
gagnast að rústað sé starfsgrundvelli einnar
helstu undirstöðuatvinnugreinar landsins í
tilraunaskyni eða til að efna áróðursmenguð
pólitísk loforð? Slíkt yrði auk þess
stjórnarskrárbrot .
Þessi áróður er studdur ýmsum rangfærslum,
sem hamrað er á gagnrýnislaust í sífellu skv .
reglunni að sé lygin endurtekin nógu oft,
verði henni trúað . Fullyrt er að kvótinn hafi
verið gefinn örfáum útvöldum . Staðreyndir
málsins eru allt aðrar . Upphaf kvótans var það
að það þurfti að minnka verulega fiskveiðar á
Íslandsmiðum í kjölfar „kolsvörtu skýrslunnar“ .
Í stað sóknardaga fengu útgerðir aflakvóta sem
voru skilgreindir með hliðsjón af aflareynslu á
tilteknu tímabili . Síðan hefur þessi kvóti verið
skorinn niður alla tíð fram á þennan dag . Þetta
eru nú gjafirnar .
Þó að orðið örfáir sé óspart notað er eins og
enginn kunni að telja frá núlli og upp í örfáa.
Þess er alltaf gætt í umræðunni að nefna aldrei
tölur með orðinu örfáir.
Árið 1990 var svo komið að nærri lét að skipta
þyrfti aflakvóta og sóknardögum á milli 2700
Jóhann J . Ólafsson
Kjarninn undir yfirborði
kvótaumræðunnar