Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 106

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 106
104 Þjóðmál SUmAR 2010 af embætta veitingum o .s .frv . og trufla á þann hátt allt heilbrigt stjórnarfar . – Það þykir og víðast við brenna, að þingsætin séu ekki skipuð úrvalsmönnum . Lítils háttar menn, sem að öllu öðru leyti eru meðalverð allra meðalverða, búa oft yfir taumlausri metorðagirnd og hirða aldrei, hvað þeir vinna til að svala henni . Þeir komast því oft langt áleiðis á stjórnmálasviðinu . Hins veg ar hafa mikilhæfir menn, sem virðast sjálf­ kjörnir til þess að vera leiðtogar þjóðar sinnar, oft slíka óbeit á hinu pólitíska fargani, að þeir vilja hvergi nærri því koma og láta hina leika lausum hala . – Þá er enn ótalin ein hin allra háskalegasta meinsemd þingræðisins á vorum tímum, en það er flokka tvístringin á þing un­ um . Það mátti heita grundvöllur hins enska þing ræðis, meðan það var og hét, að þingið skiftist aðeins í tvo flokka, sem fóru með völdin á víxl . En nú er svo komið um alla Evrópu, að þingin riðlast í marga flokka, stærri og smærri, en enginn einn þeirra ræður yfir meiri hluta atkvæða . Afleiðingarnar af þessu ástandi eru hræðilegar . Þeir þingmenn eða þingflokkar, sem styðja stjórn, er hefir eigi traustan og sam huga meiri hluta að bakhjalli, geta selt lið veizlu sína dýrum dómum, svo sem dæmin sanna bæði hér á landi og annarsstaðar . En þar að auki sprettur af þessu slík óvissa, ringulreið og stefnuleysi í löggjöf og stjórnarfari, að það verður aldrei málum mælt . Flokkatvístringin hefir í raun og veru kippt fótunum undan þing ræðinu og stofnað því í tvísýnu . – Loks er þess að geta, að málæðið á þing unum hefir ekki átt lítinn þátt í því að rýra álit þeirra og vekja óbeit hugsandi manna á þeim . Kvillar þingræðisins munu að vísu hafa gert vart við sig allsstaðar, en þó er langt frá því, að jafnmikil brögð séu að þeim í öllum löndum . Hvergi mun þingspillingin hafa komizt á hærra stig en í sumum löndum Suður­Evrópu, og er það því ekki tilviljun ein, að alræðismenn hafa nú brotizt til valda bæði á Spáni og Ítalíu . Engum getum skal leitt að því hér, hvernig þau örþrifaráð gefast til lengdar . Þess eins skal getið, að mikill hluti almennings í þessum löndum er hvorki læs né skrifandi og þolir því sjálf sagt betur harðræðin en ella mundi . Þá hefir og lengi leikið orð á því, að ekki væri allt með felldu í stjórnmálalífi Frakka . Raymond Poincaré, sá er um eitt skeið var forseti og nú er forsætisráðherra Frakka, er einn sá maður, er ritað hefir af mestri bersögli og sannleiksást um stjórnarfarið á Frakklandi . Í einni bók sinni (Questions et figures politiques) segir hann m . a . sögu stjórnmálamanns, er komizt hafði út á hina pólitísku braut fremur fyrir áeggjun annarra en af eigin hvötum . Hann var mikilsvirtur embættismaður í sveitabæ einum, og hefst stjórnmálasaga hans á þá leið, að nokkrir vinir hans skora á hann að gefa kost á sér til þingmennsku . Hann lætur til leiðast og að því búnu kemur formaður þess kosninga félags, sem ætlar að styðja hann, til sögunnar . Frambjóðandinn vill helzt ekkert eiga saman að sælda við neitt kosningafélag, en for maðurinn leiðir honum fyrir sjónir, að þá sé honum eins gott að sitja heima og hreyfa sig hvergi . Því næst er lögð fyrir hann stefnuskrá, sem honum finnst bæði óákveð in og tvíræð, en hann er þá fræddur um, að á þann hátt eigi að beita fyrir kjósendur . Frambjóð andinn sér, að hann verður að láta svo lítið að þiggja stuðning kosningafélags ins, en í staðinn verður hann að lofa að berjast fyrir nýrri járnbraut og mörgum öðrum „framfara málum“, sem formaður kosn­ ingafélagsins segist að vísu ekki trúa á, en hinir flokkarnir muni hafa þau á stefnu skrám sínum . Fram bjóðandi nær kosningu, en er á þing kemur er hann lengi í óvissu um, að hverjum hinna mörgu smáflokka hann eigi að hallast, því að honum virðist lítið skilja [að] skoðanir og stefnumið flestra þeirra . En um eitt áttu þeir allir sammerkt, að þeir vildu hafa einn eða fleiri sinna manna í ráðuneytinu . Hann segir sig loks í einn flokkinn og tekur nú til þingstarfa . En þá fara háttvirtir kjósendur hans að gera vart við sig . Þeir sitja um hann við hvert fót mál og heimta, að hann útvegi sér alls konar styrkveitingar, heiðursmerki og önnur slík fríðindi, og verður hann að verja miklum hluta hvers dags til þess að verða við bænum þeirra . Annars fer honum þing starfið vel úr hendi, hann er málsnjall maður og vel verki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.