Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 119

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 119
 Þjóðmál SUmAR 2010 117 hin alkunna vísa, ort í Bolungavík, „Nordan hardan gerdi gard“, og í þessum eina punkti kom málakunnátta mín og forsetans saman . Í þessum frönsku skýrslum var náttúrulega margt bókað um slysfarir, sjúkdóma, refsingar og viðskipti við Íslendinga . Forsetinn ritar formála fyrir bókinni Yves frændi Íslandssjó­ maður , og segir þar að sú ömurlega lýsing sem þar er gefin af frönsku skútulífi sé „raunsönn“ . Ég var dálítið í efa um það og spurði hvort hann myndi ekki vera ýktur ömurleikinn . Forsetinn aftók það með öllu . Hann sagði að þær skýrslur sem hann hefði gluggað í sýndu að það sóttu allskonar kvillar á sál og líkama frönsku sjómannanna á Íslandsveiðunum og drykkjuskapur hefði verið mikið vandamál í fiskiflotanum . Þar sem forsetinn hafði kynnt sér málið í heim ildum, en ég dregið mínar skoðanir af ýmsum ytri búnaði Frakkanna, svo sem stærð skipa þeirra, og haldið að þeir hafi hlotið að eiga öllu betra skútulíf en okkar skútumenn, fór ég að ígrunda málið og fann að það mátti renna mörgum stoðum undir þá skoðun sem forsetinn hafði myndað sér í heimildaleit sinni . / . . . / Greinilega þótti forsetanum vænt um sögu­ mann inn Yves gamla og hafði haft af honum góð kynni . Þá fylgist hann með líðan hans í bænum þar sem hann á heima og bæjar stjórinn sendir forsetanum fréttir af Yves gamla . Ég nefndi því ekkert um ágalla bókarinnar, sem ég vil kenna höfundinum en ekki gamla sjó manninum . Það er eflaust nóg til að angra forset ann þessa dagana eins og ástandið er í landinu, þótt gestir og gangandi ryðjist ekki inn á hann með einhver leiðindi til að ergja hann . Mig langaði þó oft til að spyrja hvort for setinn hefði fundið það á sér, eða leitað sér upp lýsinga um það, að hinar hlutlægu sjó mennsku lýsingar bókarinnar væru algert rugl og þess vegna sleppt að nefna nokkuð um þann þáttinn . Ekki hafði blessaður forsetinn verið á færum og gat ekki af þeirri reynzlu vitað, eins og ég, að það er ekki gerlegt í ofsaveðri að snúa seglskipi einn hring, hvað þá tíu hringi til að leggja upp að manni, sem fallið hefur fyrir borð . Kannski það hafi vakið forsetanum einhvern ugg um sjó mennskulýsingarnar að skipspumpan var niðri í lest á annarri skútunni í sögunni . En hvernig svo sem því er varið, þá stóð forsetinn klár af þessu; nefndi ekkert um þennan hluta og formálinn er honum til mikils sóma, bæði fróðlegur og vel skrifaður . / . . . / Í skútugreinum mínum [sem birtust í Sjó­ mannadagsnblaðinu 1989] sæki ég mikið efni í viðtal mitt við forsetann, þótt þess sé ekki alls staðar getið . / . . . / Við ræddum skútumálin vítt og breitt og komum víða við . Forsetinn fór fram og aftur um Íslandssöguna og það leynir sér ekki að hann er þar vel heima, enda þarf hann trúlega oft að grípa til þeirrar þekkingar sinnar . Ekki er nú stætt á að rekja þetta lengra, árangur af viðtalinu kemur hér og þar fram í greinum mínum, sem fyrr segir . Ég skildi við forseta minn og þjóðarinnar, þægilega veikur orðinn af forsetaveikinni í fullvissu þess að óhætt muni að bóka í Sjómannadagsblaðinu að forsetinn okkar er góð manneskja, skynsöm manneskja og falleg manneskja, og í návist hennar „verða gamlir símastaurar grænir aftur“ . (Guð verndi páf­ ann!) [Jóhannes Páll páfi kom í Íslandsheim­ sókn um líkt leyti og samtal þetta fór fram .] Upp á þessa ályktun hefur Pétur Sigurðsson skrifað fyrir hönd Sjómannadagsráðs og vænt­ an lega allrar sjómannastéttarinnar í landinu . Þessi mynd birtist með greininni í Sjó manna dags blað­ inu á sínum tíma með eftir far andi texta: Vigdís for­ seti á náms árum sín um í Frakk­ landi . Hverj um, sem mætti þess ari stúlku, hefði dott ið fyrst í hug: Skjala ­ safn og franskar skút ur? Áreiðanlega eng um í íslenskri sjó manna stétt .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.