Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 34

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 34
32 Þjóðmál SUmAR 2010 Í ljósi þess hversu fátæklegt var um að litast í skjalageymslum fjármálaráðuneytis og efnahags­ og viðskiptaráðuneytis fór höfundur þess á leit við þá Steingrím J . Sigfússon fjármála­ ráðherra og Gylfa Magnússon, efna hags­ og við skipta ráðherra, að þeir veittu hon um viðtal . Var beiðni þar að lútandi send bréfl eiðis hinn 9 . nóvember 2009 .78 Ritari fjár mála ráð herra hringdi til undirritaðs að morgni 11 . des ember og tilkynnti honum að ráðherra hefði neitað honum um viðtal . Hins vegar mætti undir ritaður eiga von á bréfi þar sem afstaða ráðu neytisins yrði skýrð frekar . Það bréf barst aldrei . Skömmu fyrir áramótin hringdi höfundur til ritara efnahags­ og við skiptaráðherra og spurð ist fyrir um afdrif beiðnar innar um viðtal við ráð herrann . Ritarinn kvaðst myndu kanna málið . Skömmu eftir áramót bárust höfundi svar bréf viðvíkjandi beiðnum um viðtöl við ráð herrana . Bréfið frá fjármálaráðuneytinu var svohljóðandi: Vísað er til bréfs yðar, dags . 9 . nóvember 2009 þar sem þér óskið eftir viðtali við fjár mála ráð­ herra vegna ofangreindrar rann sóknar, en þ . 8 . nóvember s .l . mun ráðu neytið hafa sent yður ýmis gögn er tengjast máli þessu Með hliðsjón af eðli málsins mun ráðherra ekki vera til viðtals .79 Svar efnahags­ og viðskiptaráðuneytis var á þessa leið: Vísað er til bréfs yðar, dags . 9 . nóvember 2009, þar sem þér óskið eftir viðtali við efna­ hags­ og viðskiptaráðherra vegna rann sóknar á aðdraganda þess að Straumur­Burð ar ás fjár­ festingabanki hf . var færður undir skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins, en þann 19 . nóvember sl . mun ráðuneytið hafa sent yður ýmis gögn er tengjast máli þessu . Með hliðsjón af eðli málsins mun ráðherra ekki vera til viðtals .80 Bæði eru þessi bréf dagsett 12 . janúar 2009 . 78 Bréf höfundar til Gylfa Magnússonar og Steingríms J . Sigfússonar, dags . 9 . nóvember 2009 . 79 Bréf Hafdísar Ólafsdóttur og Margrétar Guðrúnar Ormslev til höfundar, dags . 12 . janúar 2010 . 80 Bréf Jónínu S . Lárusdóttur og Kjartans Gunnarssonar til höfundar, dags . 12 . janúar 2010 . Seinna bréf undirritaðs til Fjármálaeftirlitsins var póstlagt hinn 8 . janúar og hefur líkast til borist 9 . eða 10 . sama mánaðar . Ekki verður fullyrt um að tengsl séu þarna á milli en sérstakt er að ráðuneytin tvö „samhæfi framburð sinn“ skyndilega með þessum hætti og svo löngu eftir að beiðnirnar um viðtöl bárust þeim . Agaleysi í stjórnsýslu Þeim er þetta ritar þykir með öllu ótækt að ekki liggi fyrir fullnægjandi gögn um svo viðurhlutamikla viðburði sem raktir eru í greininni hér að framan . En það er ekki einasta að skjalavarsla virðist í megnasta ólestri heldur er erindum borgaranna ekki sinnt . Reynsla undirritaðs er sú að stofnanir hins opinbera svara ekki erindum nema þau séu ítrekuð og oft þarf að ítreka margsinnis . Þessu er öfugt farið í nágrannalöndum . Höfundur hefur við rannsóknir sínar einnig þurft að leita til erlendra stofnana, þar á meðal breska fjármálaeftirlitsins . Afgreiðsla erinda við þá stofunun er til mikillar fyrirmyndar, en þarlendri löggjöf um upplýsingamál (Freedom of Information Act) er fylgt til hins ýtrasta . Til að mynda upplýsir stofnunin undireins um það þegar mál hefur borist henni til meðferðar . Það er óþolandi fyrir réttaröryggi borgaranna ef ómögulegt er að nálgast skjöl vegna þess eins að ekki var hirt um að skrá þau og flokka, eða þá að þeim hefur beinlínis verið fargað . Mér er ljóst að borgarar hafa orðið fyrir stórkostlegu tjóni vegna slælegrar skjalavörslu, að ekki sé talað um það ef embættismenn hreinlega láta ógert að taka saman gögn sem varða viðurhlutamiklar ákvarðanir . Í nútímalegu lýðræðisríki hlýtur almenning ­ ur að gera þá skýlausu kröfu til ábyrgðarmanna skjala að þeir færi mikilvægar upplýsingar sam­ visku samlega til bókar . Forstöðumenn ríkisstofn­ ana og aðrir embættismenn bera raunverulega ábyrgð að lögum, og leita verður leiða til að stofnanir hins opinbera hlíti fyrirmælum laga um skráningu og frágang skjalasafna . Skipulögð vinnubrögð í þessum efnum krefjast þó ekki gríðarflókinna kerfa eða himinhárra fjármuna úr opinberum sjóðum . Heilbrigð skynsemi og agi ætti að vera mönnum ágætt leiðarljós .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.