Þjóðmál - 01.06.2010, Side 116

Þjóðmál - 01.06.2010, Side 116
114 Þjóðmál SUmAR 2010 Ásgeir Jakobsson Þegar ég gekk fyrir forseta Í tilefni af áttatíu ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, fyrr á þessu ári birta Þjóðmál rúmlega tuttugu ára gamla frásögn Ásgeirs Jakobs­ sonar rithöfundar (1919–1996) af fundi hans með Vigdísi . Frásögnin birt ist í Sjó mannadags blað inu árið 1989 . Ásgeir var þá ritstjóri Sjómannadagsblaðsins . Það er alkunna, að forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, nýtur mikillar hylli með almenningi og hefur sú hylli farið sívaxandi af einkakynnum fólks af forsetanum og ekki síður því, að forsetinn hefur verið landi sínu og þjóð til mikils sóma hérlendis og þarlendis . Einn morgun verður það, að Pétur Sigurðs­ son, formaður Sjómannadagsráðs og fleiri ráða, hringir til mín og segir formálalaust: – Þú verður að tala við forsetann fyrir Sjó­ mannadagsblaðið . – Forsetann með stórum staf? Sjá Napólí og dey síðan? – Já, forsetann með stórum staf, þú mátt gjarnan skrifa allt orðið með upphafsstöfum . – Er ég næsta fórnardýrið? Þú fórst sjálfur um daginn að tala við forsetann og komst aftur fársjúkur af forsetaveikinni . (Þetta með forsetaveikina er þannig til kom­ ið, að ég var heldur andsnúinn núver andi forseta, þegar hann var kjörinn, en síðan hef ég alltaf verið að rekast á menn, sem voru hon­ um einnig andsnúnir, en hafa tekið algerum sinna skiptum eftir eigin kynni af forsetanum . Ég sá ekki betur en þetta væri orðinn faraldur og kallaði hann forsetaveiki .) – Forsetaveikin er upplífgandi sjúkdómur, sagði Pétur, Forsetinn á allt gott skilið af okk­ ur í Sjómannadagssamtökunum, hann hefur bæði við mörg tækifæri látið hlýleg orð falla til sjó manna stéttarinnar og hann hefur heimsótt Hrafn istuheimilin og glatt með því gamla fólkið, sem enn talar um heimsókn forsetans í fyrra á afmælisárinu [1988 á 50 ára afmæli sjómannadagsins] . Og þú ætlar að skrifa um franskar skútur og þá verður þú að tala við forsetann . Hann er, að ég best veit, eini Íslendingurinn, sem rannsakað hefur hvað finnast kunni í frönskum skjalasöfnum um Íslandsveiðar Frakka . – Þetta er alveg eftir þér, ferð sjálfur og talar um eitthvað skemmtilegt við forsetann og sendir mig svo til að tala við hann um franskar skútur! Aðalgreinin í Sjómannadagsblaðinu átti ein­ mitt að verða um franskar skútur og franskt skútulíf, af tilefni þess að 50 ár eru síðan síðasta franska skútan hvarf héðan af miðun­ um, og fyrst þetta var nú svona, að forsetinn okkar sat uppi með grundvallarþekkingu á því efni, var ekki um það að þrátta; honum varð ég að hafa tal af . Ég átti fyrst í nokkru brasi við skemmtilegar konur á forsetaskrifstofunni, V­2 og V­3 (Vigdís og Vilborg) . Ég er ruglaður í því hvor þeirra er nr . 2 og hvor er nr . 3 . Það er eitt­ hvað um það í Ein á Forsetavakt sem kom út fyrir jólin, en ég náði ekki að festa það með mér fremur en með strætisvagninn sem er nr .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.