Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 19
18 Þjóðmál SUmAR 2012
ingur almennings við stjórnvöld var þarna
yfirgnæfandi . En eru slíkar stjórnir „lýð
ræðislegar?“ Hitler var, eins og prestar þjóð
kirkjunnar, lýðræðislega kosinn einu sinni .
Síðan sátu menn uppi með hann . Stuðn
ingi almennings var nefnilega í þess um
ríkjum viðhaldið með skipulegum áróðri,
miskunnarlausri innrætingu þegn anna og
ritskoðun . Þó hafa þessar stjórnir og fleiri
slíkar örugglega fullnægt því skilyrði að hafa
stuðning þegnanna og verið í þeim skiln ingi
„lýðræðislegar“ . Fólk í þessum löndum var á
valdi Grillunnar, hugmyndafræð innar, hins
eina, stóra sannleika og vei þeim sem ekki
vildi samþykkja hina opinberu, „pólitísku
rétthugsun“ ríkjandi valdhafa .
ÍBiblíunni segir: „Þú skalt enga aðra guði hafa .“ Í skjóli þess áttu þeir sem
létu í ljósi efa um þágildandi „pólitíska
rétthugsun“ yfir höfði sér að vera taldir, jafnt
af stjórnvöldum sem almenningi, í tygjum
við djöfulinn og voru iðulega brenndir . Í
því andrúmslofti ofstækis og haturs, sem
ríkjandi „pólitísk rétthugsun“ hefur getið af
sér hér á Vesturlöndum undir forystu vinstri
manna verður sífellt hættulegra að efast um
hinn opinbera sannleika stjórnvalda . Slíkur
maður á yfir höfði sér að teljast „homma
hatari“, „karlrembusvín“, eða, sem er allra
verst, „rasisti“, jafnt af almenningi sem
stjórnvöldum en það er fyllilega sam bæri
legt við að vera talinn í tygjum við djöf ul
inn á miðöldum .
Með hjálp talhlýðinna einfeldninga hefur
verið komið upp lagasetningu, sem getur
sent hvern þann sem lætur í ljós minnsta
efa um opinberar kenningar í tveggja ára
fangelsi og refsingarnar munu vafalaust
þyngjast með tímanum . Það furðulega
og hlálega er, að allt fer þetta fram í nafni
„lýðræðis“ og „mannréttinda“ . Þetta eru
falleg orð og vinstra fólk er hugfangið af
orðum og endurtekur orð sem því finnast
falleg í sífellu . Þeir vilja ólmir styðja „góðan
málstað“, en af því að þetta eru nú einu
sinni vinstri menn þarf alltaf að segja þeim
hvaða málstaður sé góður . Orðin hljóma
fallega, en sjálft inntak þeirra virðast ekki
skipta þetta fólk máli .
En við hverju er að búast í landi, þar sem sjálfur „mannréttindaráðherrann“ er
alkunnur Kúbuvinur og flest allir ráðherrar
og sjálfur forseti landsins koma úr þeim
stjórnmálaflokki, Alþýðubandalaginu, sem
gekk í kalda stríðinu lengst allra í stuðningi
við og aðdáun á gúlagi og alræðiskúgun?
Í landi, þar sem ýmsir núverandi æðstu
valdamenn hafa sýnt í verki raunverulega
afstöðu sína til lýðræðis og mannréttinda
m .a . með því að gera sér það ómak að ganga
í eða beinlínis stofna alveg sérstök „vináttu
félög“ við blóði drifnar alræðisstjórnir í fjar
lægum heimshlutum? (Hvað hefði verið sagt
ef einhverjir sjálfstæðismenn hefðu stofnað
„vináttufélag“ við Pinochet eða Batista?)
En á meðan slíkur skilningur á lýðræði og
mannréttindum er ríkjandi meðal æðstu
valdamanna er ekki við öðru að búast .
Auk þess virðast menn almennt ekki
skilja, að í alveg hreinu alræði er engin þörf
á ritskoðun . Allir eru sammála . Í Norður
Kóreu t .d . þarf í rauninni ekki að ritskoða,
því að allir fjölmiðlamenn og aðrir sem tjá
sig á opinberum vettvangi eru starfsmenn
rík isins og hafa hlotið menntun sína á veg um
stjórn valda . Þeir endurtaka því (svipað og t .d .
fréttamenn RÚV) að sjálfsögðu þær skoð anir
sem þeim hafa verið kenndar og ríkjandi eru
hvarvetna í þjóðfélaginu . Hver sem lætur í
ljós minnsta efa um hina opinberu kenn
ingu lendir í sömu stöðu og sá, sem er sak
aður um að vera hommahatari, karlrembu
svín eða rasisti hér á Vesturlöndum . Hann
verður útskúfaður og dæmdur, ekki aðeins
af stjórnvöldum, heldur einnig af öllum
almenn ingi . Mér dettur í hug múgurinn, sem