Þjóðmál - 01.06.2012, Page 28

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 28
 Þjóðmál SUmAR 2012 27 Þriðji möguleikinn tengir þessa tvo grunn möguleika saman, en það er fastteng­ ing þjóð ar gjaldmiðils við tiltekinn erlendan gjald miðil eða körfu gjaldmiðla, svo kallað myntráð . Sú leið hefur m .a . verið farin í Hong Kong í nokkra áratugi, en Hong Kong­ dollar var fasttengdur 1983 við Bandaríkja­ dollar m .v . gengisskráninguna 7,8 Hong Kong­dollar á móti einum Bandaríkja­ dollar . Reyndar var sú breyting gerð 2005 að smáfrávik er leyft í gengisskráningu, sem sýnir að myntráð er í raun aðeins ein útgáfa af pen ingastjórnun þjóðargjaldmiðils . Fasttenging Hong Kong­dollars við Banda­ ríkjadollar hefur kostað gríðarlegar sveifl ur í verðmyndun fasteigna í Hong Kong . Pen­ inga yfirvöld í Hong Kong hafa nokkr um sinn um þurft að grípa til kostn aðar samra að­ gerða á gjaldeyrismörkuð um þegar sótt hefur verið að fastgengisvið mið inu . Þá er Hong Kong að öllum líkindum með sveigj an legasta vinnumarkað í heimi . Án þess sveigjan leika er með öllu óvíst að mynt ráð hefði haldið í Hong Kong síðustu þrjá áratugi . Argentína reyndi myntráð á árunum 1991 til 2002 þegar pesóinn var festur við Banda ríkjadollar m .v . gengið einn á móti einum . Sú tilraun endaði í þjóðargjaldþroti Argentínu, eftir að gengi Bandaríkjadollars hafði hækkað gagnvart svo til öllum öðrum helstu viðskiptagjaldmiðlum Argentínu . Hörmungarsaga Argentínu sýnir einnig skýrt að það er óraunhæft fyrir ríki að taka upp myntráð, ef viðkomandi ríki á ekki erlendar fjármunaeignir vel umfram erlendar skuldir . Ísland er langt frá því að uppfylla það skilyrði í dag . Ástæður sveiflna í gengi Ígegnum tíðina eru tvær meginástæður fyrir sveiflum í gengi krónunnar og hlut­ fallslega hárrar verðbólgu umfram það sem gerist í öðrum löndum: 1. Agaleysi Íslendinga í efnahags mál um: Ör útgjaldaaukning hins opinbera,  oft og tíðum fjármögnuð með lán tök­ um eða tímabundinni tekjuaukn ingu á þenslutímum, hvort sem er til fjár­ fest ingar eða aukinnar samneyslu . T .d . síðustu árin fyrir hrun þöndust ríkis ­ útgjöld út, en að vísu greiddi ríkis sjóð­ ur einnig niður lán . Sem heild voru sveit ar félögin í landinu mun óábyrg ari því þau eyddu einnig tekj um fram tíð­ ar innar með auknum lántökum . Of ör útlánavöxtur banka og annarra  útlánastofnana innanlands (lán til út­ landa hafa ekki þensluáhrif innan­ lands) . Þar sem mótaðilar banka og út lána stofnana (þ .m .t . Íbúða lána sjóðs) eru fyrirtæki og heimili í land inu, þá má einnig orða þetta sem óhófl egar lántökur fyrirtækja og heimila . Óábyrgir kjarasamningar . Vilji menn  stöðugt gengi og verðbólgu í takti við það sem gerist í nágrannalöndum okkar verða launahækkanir að tak­ mark ast við framleiðniaukningu og alþjóða verðbólgu — það skiptir engu hvað gjaldmiðillinn heitir, undan þessu skil yrði verður ekki vikist . Eigi t .d . að „leið rétta“ kjör eins hóps umfram þessi við mið, eins og hefur verið vinsælt að gera, þá þarf að lækka laun annarra hópa samhliða leiðréttingunni, annars leiða slíkar leiðréttingar að lokum til aukinnar verðbólgu . 2. Ytri áföll sem raska viðskiptakjörum: Breytingar í náttúrunni — t .d . síldar­ stofninn hrynur (1967) . Náttúruhamfarir, svo sem eldgos, jarð­ skjálftar, flóð o .fl . Skyndilegar breytingar á verðmyndun  á heimsmörkuðum, eins og lækkun

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.