Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 28

Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 28
 Þjóðmál SUmAR 2012 27 Þriðji möguleikinn tengir þessa tvo grunn möguleika saman, en það er fastteng­ ing þjóð ar gjaldmiðils við tiltekinn erlendan gjald miðil eða körfu gjaldmiðla, svo kallað myntráð . Sú leið hefur m .a . verið farin í Hong Kong í nokkra áratugi, en Hong Kong­ dollar var fasttengdur 1983 við Bandaríkja­ dollar m .v . gengisskráninguna 7,8 Hong Kong­dollar á móti einum Bandaríkja­ dollar . Reyndar var sú breyting gerð 2005 að smáfrávik er leyft í gengisskráningu, sem sýnir að myntráð er í raun aðeins ein útgáfa af pen ingastjórnun þjóðargjaldmiðils . Fasttenging Hong Kong­dollars við Banda­ ríkjadollar hefur kostað gríðarlegar sveifl ur í verðmyndun fasteigna í Hong Kong . Pen­ inga yfirvöld í Hong Kong hafa nokkr um sinn um þurft að grípa til kostn aðar samra að­ gerða á gjaldeyrismörkuð um þegar sótt hefur verið að fastgengisvið mið inu . Þá er Hong Kong að öllum líkindum með sveigj an legasta vinnumarkað í heimi . Án þess sveigjan leika er með öllu óvíst að mynt ráð hefði haldið í Hong Kong síðustu þrjá áratugi . Argentína reyndi myntráð á árunum 1991 til 2002 þegar pesóinn var festur við Banda ríkjadollar m .v . gengið einn á móti einum . Sú tilraun endaði í þjóðargjaldþroti Argentínu, eftir að gengi Bandaríkjadollars hafði hækkað gagnvart svo til öllum öðrum helstu viðskiptagjaldmiðlum Argentínu . Hörmungarsaga Argentínu sýnir einnig skýrt að það er óraunhæft fyrir ríki að taka upp myntráð, ef viðkomandi ríki á ekki erlendar fjármunaeignir vel umfram erlendar skuldir . Ísland er langt frá því að uppfylla það skilyrði í dag . Ástæður sveiflna í gengi Ígegnum tíðina eru tvær meginástæður fyrir sveiflum í gengi krónunnar og hlut­ fallslega hárrar verðbólgu umfram það sem gerist í öðrum löndum: 1. Agaleysi Íslendinga í efnahags mál um: Ör útgjaldaaukning hins opinbera,  oft og tíðum fjármögnuð með lán tök­ um eða tímabundinni tekjuaukn ingu á þenslutímum, hvort sem er til fjár­ fest ingar eða aukinnar samneyslu . T .d . síðustu árin fyrir hrun þöndust ríkis ­ útgjöld út, en að vísu greiddi ríkis sjóð­ ur einnig niður lán . Sem heild voru sveit ar félögin í landinu mun óábyrg ari því þau eyddu einnig tekj um fram tíð­ ar innar með auknum lántökum . Of ör útlánavöxtur banka og annarra  útlánastofnana innanlands (lán til út­ landa hafa ekki þensluáhrif innan­ lands) . Þar sem mótaðilar banka og út lána stofnana (þ .m .t . Íbúða lána sjóðs) eru fyrirtæki og heimili í land inu, þá má einnig orða þetta sem óhófl egar lántökur fyrirtækja og heimila . Óábyrgir kjarasamningar . Vilji menn  stöðugt gengi og verðbólgu í takti við það sem gerist í nágrannalöndum okkar verða launahækkanir að tak­ mark ast við framleiðniaukningu og alþjóða verðbólgu — það skiptir engu hvað gjaldmiðillinn heitir, undan þessu skil yrði verður ekki vikist . Eigi t .d . að „leið rétta“ kjör eins hóps umfram þessi við mið, eins og hefur verið vinsælt að gera, þá þarf að lækka laun annarra hópa samhliða leiðréttingunni, annars leiða slíkar leiðréttingar að lokum til aukinnar verðbólgu . 2. Ytri áföll sem raska viðskiptakjörum: Breytingar í náttúrunni — t .d . síldar­ stofninn hrynur (1967) . Náttúruhamfarir, svo sem eldgos, jarð­ skjálftar, flóð o .fl . Skyndilegar breytingar á verðmyndun  á heimsmörkuðum, eins og lækkun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.