Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 29

Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 29
28 Þjóðmál SUmAR 2012 fiskverðs (1967) og margföld hækkun olíuverðs (1973 og 1979) . Stríð og alþjóðadeilur sem leiða til  viðskiptahafta í öðrum löndum . Frjálsir fjármagnsflutningar gera kröfu um enn meiri aga í peninga­ og efnahags mál­ um . Þannig styrktist krónan óheppi lega mikið vegna útgáfu svokallaðra jökla bréfa (skuldabréf útgefin í íslenskum krónum af erlendum ríkjum, stofnunum, bönkum eða öðrum fyrirtækjum) á árunum fyrir hrun, samhliða miklum erlendum lántök­ um bankakerfisins . Að sama skapi veiktist krónan hratt nokkru eftir að aðgangur að erlendum lánsfjármörkuðum dróst snögglega saman sumarið 2007 (sam drátt urinn átti sér al þjóðlegar ástæður sem komu Íslandi afar lítið við) . Pen inga málayfirvöld gripu ekki til mót vægis aðgerða gegn jöklabréfun­ um . Þvert á móti virtust þau fyrst um sinn ánægð með þá yfirborðskenndu lækkun verðlags sem ofstyrking krónunnar leiddi af sér tímabundið, meðan peningamagn í umferð jókst hratt innanlands, en það máttu menn vita að myndi fyrr eða síðar leiða til verðbólgu . Hin hliðin á þessu mikla innflæði lánsfjár, sem endaði hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og heimilum, var gríðarlegur viðskiptahalli . Frjálsir fjármagnsflutningar eru ekki rót vandans, en þeir krefjast meiri aga í efnahagsmálum . Auðnist Íslendingum að temja sér agaðri vinnu brögð í peninga­ og efnahagsmálum myndi krónan verða mun stöðugri gjald­ miðill en hún hefur verið fram til þessa . Eftir sem áður myndi verðgildi krón unnar sveifl­ ast hóflega á móti gengi annarra gjaldmiðla, þar sem flestir helstu viðskiptagjaldmiðlar heims sveiflast innbyrðis . Slíkar breytingar á gengi eru eðlilegar í þró uðu hagkerfi og endurspegla tæknibreyt ingar, sam félags­ breyt ingar, breyt ingar á framboði og eftir­ spurn einstakra hráefna og afurða, sem aftur breyta viðskiptakjörum landa og sam­ keppnis stöðu einstakra atvinnugreina og svæða . Hið mikilvægasta yrði að eftir sem áður myndi krónan verða öryggisventill við skyndileg ytri áföll, flýta aðlögun og dreifa kostnaðinum af áföllunum nokkuð jafnt yfir samfélagið . Hvað gerist eftir upptöku erlends gjaldmiðils? Taki Íslendingar upp erlendan gjald miðil í stað krónunnar verða lands menn að temja sér mun meiri aga í efnahagsmálum enn þeir hafa sýnt fram til þessa . Að öðrum kosti munu menn fljótlega standa frammi fyrir sambærilegum efnahags­ og pólitískum vanda og ýmis evrulönd nú .1 Ef Íslendingar eru tilbúnir að temja sér 1 Það er útbreiddur misskilningur að vandi evrulandanna stafi af því að þau hafi ekki virt skilyrði Maastricht­sáttmála ESB, þó svo að það eigi við um sum þeirra . Sem dæmi þá uppfylltu Írland og Spánn skilyrði Maastricht­sáttmálans þar til allt var komið í óefni, ólíkt t .d . Þýskalandi og Frakklandi sem bæði brutu skilyrðin . Vandinn var og er sá að skilyrði Maastricht­sáttmálans ná fyrst og fremst til atriða í opinberum fjármálum og peningastjórnun . Þannig horfðu höfundar evrunnar algjörlega fram hjá hvernig komið yrði í veg fyrir eða undið ofan af greiðslu­ jöfnuð ar vanda innan evrusvæðisins . Höfundarnir létu eins og hann væri ekki til, þó svo að greiðslujöfnunarvandi hafi verið það sem felldi fastgengiskerfi 20 . aldarinnar . Öll varnaðarorð hagfræðinga og stjórnmálamanna á tíunda áratug síðustu aldar um pólitíska og efnahagsáhættu, sem myndi fylgja evrunni, voru virt að vettugi af embættis­ og stjórnmálamönnum ESB og þeir sem höfðu þau uppi sagðir hafa andevrópsk viðhorf, eins og það væri aðeins ein rétt skoðun á því hvernig best væri að þróa ESB­samstarfið (það að saka menn „and­evrópsk“ viðhorf er sambærilegt við málnotkun McCarthyista í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratugi síðustu aldar þegar menn voru sakaðir um andbandarísk viðhorf ) . Þó svo að Maastricht­sáttmálinn hefði haft víðtækari skilyrði hefði það samt ekki komið í veg fyrir vandamál . Það er erfitt að notast við einn og sama gjaldmiðil í mörgum ólíkum hagkerfum með ólíkt framleiðnistig, aldurssamsetningu, lífeyriskerfi o .s .frv . Til þess að mæta ýmsum eðlilegum sveiflum innan sameiginlegs gjaldmiðilssvæðis væri æskilegra að hafa sameiginlega fjármálastjórn með samræmdu skattkerfi . Því verður hins vegar ekki komið á innan ESB á lýðræðisgrundvelli . Það hefur varla verið ætlun Roberts Schuman og Jeans Monnet að samstarf Evrópuríkja leiddi til afnáms lýðræðis í þessum löndum .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.