Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 48

Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 48
 Þjóðmál SUmAR 2012 47 Í þessu uppgjöri vega tveir liðir langþyngst . Annars vegar hlutafjáreign búanna í nýju bönk unum og hins vegar skuldabréf Lands­ bankans sem gefið var út í tengslum við yfirfærslu eigna frá gamla bankanum til þess nýja og erlendir kröfuhafar gamla bankans eiga . Þannig nam fjárhæð skuldar Landsbankans við þrotabú gamla bankans 338 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt ársreikningi hans . Svo heppi lega vill til að erlend lausafjárstaða Lands bank­ ans er sterk og fyrstu höfuðstóls afborg anir af láninu eru ekki fyrr en 2014 .13 Bréfin eru með lokagjalddaga í október 2018 . Þetta gefur ákveðið svigrúm til endurfjár mögn­ unar skuldabréfsins þannig að dreifa megi greiðslunum á lengri tíma . Ef skuldabréf Landsbankans yrði endur­ fjármagnað og bú bankanna seldu hluti sína í Arion banka og Íslandsbanka fyrir er­ lend an gjaldeyri væri ekki ástæða til að ætla að það sem eftir stæði ylli greiðslujafnaðar­ vanda, eins og bent er á í nýjasta hefti Pen­ inga mála . Eðlilegt er að gengið sé til samn­ inga við slitastjórnirnar um fyrirkomu lag við sölu bankanna .14 Samningsaðilar hafa allir hag af slíkum samningum . Þetta væru nægjanlegar aðgerðir gagn­ vart þrotabúunum en e .t .v . ekki nauð syn­ legar . Endurfjármögnun skulda bréfs Lands ­ bankans þarf tæplega að liggja fyrir áður en gjaldeyrishöft eru afnumin . Nauð syn­ legt er á hinn bóginn að aðgangur mikil­ vægra innlendra aðila að alþjóðlegum fjár­ magnsmörkuðum opnist áður en að því kemur .15 Í þeim efnum munu efnahags­ 13 Sjá skýringar 20, 21, 68 og 69 við ársreikning Lands­ bankans fyrir árið 2011 . 14 Áætlun SA leggur til að gengið verði til samninga við slitastjórnir gömlu bankanna um að þær selji 75% af eignarhlutum sínum í gömlu bönkunum gegn greiðslu í erlendum gjaldeyri . 15 Önnur erlend lán innlendra fyrirtækja og stofnana þarf að endurfjármagna og í reynd mætti rétt eins telja þau til „snjóhengjunnar“ sem og krónueign óþreyjufullra innlendra eigenda . aðstæð ur erlendis hafa áhrif en þó má full­ yrða að trúverðug efnahagsstefna hérlendra stjórnvalda muni ráða mestu . Hvað varðar sölu kröfuhafa á hlutum í Arion banka og Íslandsbanka er rétt að hafa hugfast að verulegir möguleikar eru í rekstri bankanna . Vænta má aukinnar arðsemi eftir því sem eiginfjárhlutfall kemst í eðli­ legra horf, úrlausnarmálum vegna vanda fyrirtækja og einstaklinga fækkar, frekar er hagrætt í rekstri bankanna og vöxtur færist í efnahagslífið . Óvíst er að allir kröfuhafar telji það þjóna hagsmunum sínum að losa sig við slíka eign ef þeir eiga kost á að halda henni sérstaklega . Mögulegt er að leita eftir nánari upplýsingum um hug kröfuhafa í þessum efnum . Skráning bankanna á markað fyrir afnám gjaldeyrishafta sam­ hliða sölu á hlut ríkisins auðveldaði jafn­ framt aðkomu nýrra erlendra fjárfesta að bönk un um . Þannig væri hægt að fá inn erlent fjármagn jafnvel þótt enginn einn erlendur aðili hefði áhuga á því að taka við bönkunum . Þegar ríkið ákveður að minnka hlut sinn í Landsbankanum gætu jafn­ framt verið tækifæri til gjaldeyrisöflunar . Mörg önnur tækifæri eru til öflunar gjald­ eyris sem ekki verða rakin hér en þau velta mjög á viðhorfi stjórnvalda til erlend rar fjár festingar og stefnu í auðlinda málum . Þá álít ég hættulaust að nota nokkra tugi milljarða gjaldeyrisvarasjóðsins til að liðka fyrir afnámi hafta ef þörf krefur . Líkt og með aflandskrónurnar tel ég óraun sætt að ætla að festa krónueignir kröfu hafa gömlu bankanna eftir að höftum er aflétt að öðru leyti vegna möguleikans á sniðgöngu . Miðað við fyrirliggjandi gögn er líklegra að uppgjör föllnu bankanna verði flöskuháls í afnámsferlinu en losun aflandskróna . Engu að síður virðast ágætar horfur á því að útistandandi atriði vegna uppgjörs þrotabúa gömlu bankanna þurfi ekki að tefja afnám gjaldeyrishafta að ráði .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.