Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 56

Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 56
 Þjóðmál SUmAR 2012 55 frammi fyrir kerfishruni í september 2008 . Paulson jr . segir að það hafi komið verulega á óvart hvað þetta gerðist hratt . Hann lýsir því í hvers konar fjármálalegum hvirfilbyl hann og ríkisstjórn Bandaríkjanna voru lent og hvernig taka þurfti ákvarðanir á örskotsstundu án þess að nokkur tími væri til að velta þeim fyrir sér eða úthugsa hvort þær væru endilega þær bestu . Ekki voru sérstakir fundir haldnir með margra mánaða fyrirvara í þessu stærsta og voldugasta fjármálaríkis heims um hugsanlegan vanda bankakerfisins og hrun einstakra banka . Annar stjórnmálamaður, Alistair Darling, sem var fjármálaráðherra Breta árið 2008, lýsir málum varðandi bankakreppuna haustið 2008, í bók sinni Back From the Brink, sem kom út s .l . haust . Þar segir hann m .a um ástandið seinni hluta árs 2008: The collapse of banks across the globe was not on people´s mind . There were those — some academics, a few economists — who worried about some of the stresses and strains building up within the financial system, much as people worry about earthquakes or tsunamis, but it is fair to say that no one foresaw the crisis that lay ahead . Since then many people have claimed to have predicted what was to happen . Most of them failed to mention it at the time . Á öðrum stað í bók sinni lýsir hann 7 . október 2008 þegar bankastjóri eins stærsta banka í heimi, Royal Bank of Scotland, hringir í hann og segir að þeir séu að verða peningalausir . Darling spyr hvað þeir hafi peninga í marga daga . Bankastjórinn svarar, í mesta lagi nokkra klukkutíma . Frásögn breska fjármálaráðherrans lýsir því e .t .v . best hvað gerðist . Þetta var ekkert ósvipað jarðskjálfta eða flóðbylgju . Það á engin von á slíku fyrirfram . Viðbrögðin og viðbragðsáætlanirnar eru því almennar en ekki sérhæfðar miðað við það sem gerist jafn óvænt . Viðbrögð og aðgerðir vegna Royal Bank of Scotland voru því teknar í snarhasti á álíka forsendum og aðgerðir varðandi Glitni banka í september 2008 . Engum hefur dottið í hug að draga Alistair Darling fyrir dóm fyrir að hafa ekki séð hrunið fyrir eða halda fundi um mögulegan vanda breskra banka . Hvað þá að hafa sérstaka viðbragðsáætlun tilbúna varðandi Royal Bank of Scotland . Við lentum hér í svipuðum aðstæðum og þeir lýsa báðir, Paulson jr . og Darling . Í Bretlandi og Bandaríkjunum fengu stjórnvöld að vinna úr vandanum og voru taldir ákveðnir bjargvættir eftir að bankarnir höfðu með ábyrgðarlausum hætti komið sjálfum sér í óafsakanleg vandamál . Hér á landi var forsætisráðherra dreginn fyrir dóm og dæmdur fyrir að halda ekki fund með dagskrárliðnum: „Mögulegur vandi bankakerfisins .“ Samt sem áður er fólk sammála um það í dag að hvergi var gripið til farsælli aðgerða varðandi hrun bankanna en einmitt hér á landi . Það var gert vegna þess að við­ búnaður var fyrir hendi og á þeim tíma var stjórnsýslan á Íslandi að vinna góða vinnu . VI . Þegar litið er til umræðunnar í löndum sem lentu í alvarlegri fjármála krísu, þá sker Ísland sig úr vegna þess hversu stjórnsýslumiðuð hún hefur verið . Hvernig stendur á því að meira að segja meiri­ hluti landsdóms stendur í þeirri trú að forsætisráðherra hafi séð fyrir banka hrunið mörgum mánuðum áður en það gerðist, þegar fjármálaráðherra stærsta fjármála veldis heims og þess fimmta sáu vandann ekki fyrr en þeir voru lentir í hvirfilbyl banka hruns og fjármálaerfiðleika .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.