Þjóðmál - 01.06.2012, Page 59

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 59
58 Þjóðmál SUmAR 2012 stjórnarskrá setti peningavaldinu skorður, en stjórnarskrárdrögin virðast samt ekki gera tilraun í þá átt . „Hafi ég peningavaldið þá varðar mig litlu hver setur þjóðinni lög .“ – Mayer A. B. Rothschild Lausnin hefur verið þekkt í 80 ár Eigi krónan að verða stöðugri gjald­miðill í framtíðinni þarf að færa pen­ ingavaldið frá bönkunum (og stjórn mála­ mönnum) til ríkisstofnunar sem hefur verð stöðugleika að markmiði . Nú kunna margir að telja að Seðlabankinn sé einmitt þannig ríkisstofnun og að hann geti stýrt peningamagninu að vild . Staðreyndin er hins vegar sú að það eru bankarnir sem stýra peningamagninu, eins og vikið verður að fljótlega . Seðlabankinn getur vissulega haft einhver áhrif með stýritækjum sínum en þau virka jafnan seint og illa . Þetta er einmitt kjarninn í tillögum að endurbótum sem hugveitur á borð við Positive Money í UK og The American Monetary Institute í USA boða nú af kappi . Þær tillögur má rekja til hugmynda sem komu fram árið 1933 í kjölfar kreppunnar miklu og hafa verið kenndar við Chicago­ hagfræðingana . Það voru Henry Simon, Irving Fisher og fjórir aðrir hagfræðingar sem settu tillögurnar fram og þær fengu meðmæli 235 hagfræðinga frá 175 há­ skólum . Það dugði þó ekki til að sannfæra stjórnvöld . Í staðinn var ákveðið að lappa upp á fjármálakerfið með því að lögfesta innstæðutryggingar og aðskilja starfsemi fjárfestingar­ og viðskiptabanka (The Glass­ Stegall Act) . Í dag erum við reynslunni ríkari . Tals­ menn endurbóta geta nú vísað til þess, að á síðustu 20 árum hafa orðið fleiri en hundrað bankakreppur í heiminum . Það mun eflaust taka mörg ár að breyta fjármálakerfum umheimsins til betri vegar, en Íslendingar þurfa þó alls ekki að bíða eftir því . Ísland er fámennt land með hátt tæknistig og sjálfstæðan gjaldmiðil . Það þýðir að hér yrði miklu auðveldara og fljót­ legra að gera endurbætur á fjármálakerfi nu en hjá stórþjóðum . Áður en vikið er að sjálfum endurbótun­ um, er gagnlegt að fjalla stuttlega um eðli og hlutverk gjaldmiðla . Einnig verður fjallað um verðgildi gjaldmiðla, hvernig pen inga­ magni sé stjórnað og loks mynt sláttu hagnað bankanna . Hlutverk og form gjaldmiðils Hlutverk gjaldmiðils er að vera greiðslu­miðill sem auðveldar við skipti með vörur og þjónustu . Gjaldmiðill gegnir einnig mikilvægu hlutverki sem reikni­ eining sem notuð er í bókhaldi og til að skrá eignir, skuldir, tekjur og gjöld í við skiptum . Síðast en ekki síst er gjaldmiðill notaður sem geymsla fyrir verðmæti þótt flestir gjaldmiðlar skili því hlutverki frekar illa . Gjaldmiðill er yfirleitt í formi seðla, mynt ar eða á rafrænu formi (lausar inn­ stæður á bankareikningum) sem kalla mætti rafkrónur . Hér á landi eru seðlar og mynt nú um 40 mia króna (4% af peningamagni) en rafkrónur (lausar innstæður) eru um 1 .000 mia króna (96% af peningamagni) . Kostir sjálfstæðs gjaldmiðils Töluvert hefur verið rætt um ókosti þess að halda úti sjálfstæðri mynt í smáu, opnu hagkerfi . Þess vegna er ekki van þörf á að rifja hér upp helstu kosti . Fyrst ber að nefna að hagkerfi, sem búa við sjálfstæðan gjaldmiðil, hafa mun meiri sveigjan leika til að bregðast við efnahags­ áföll um og þau jafna sig mun fyrr . Einnig

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.