Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 59

Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 59
58 Þjóðmál SUmAR 2012 stjórnarskrá setti peningavaldinu skorður, en stjórnarskrárdrögin virðast samt ekki gera tilraun í þá átt . „Hafi ég peningavaldið þá varðar mig litlu hver setur þjóðinni lög .“ – Mayer A. B. Rothschild Lausnin hefur verið þekkt í 80 ár Eigi krónan að verða stöðugri gjald­miðill í framtíðinni þarf að færa pen­ ingavaldið frá bönkunum (og stjórn mála­ mönnum) til ríkisstofnunar sem hefur verð stöðugleika að markmiði . Nú kunna margir að telja að Seðlabankinn sé einmitt þannig ríkisstofnun og að hann geti stýrt peningamagninu að vild . Staðreyndin er hins vegar sú að það eru bankarnir sem stýra peningamagninu, eins og vikið verður að fljótlega . Seðlabankinn getur vissulega haft einhver áhrif með stýritækjum sínum en þau virka jafnan seint og illa . Þetta er einmitt kjarninn í tillögum að endurbótum sem hugveitur á borð við Positive Money í UK og The American Monetary Institute í USA boða nú af kappi . Þær tillögur má rekja til hugmynda sem komu fram árið 1933 í kjölfar kreppunnar miklu og hafa verið kenndar við Chicago­ hagfræðingana . Það voru Henry Simon, Irving Fisher og fjórir aðrir hagfræðingar sem settu tillögurnar fram og þær fengu meðmæli 235 hagfræðinga frá 175 há­ skólum . Það dugði þó ekki til að sannfæra stjórnvöld . Í staðinn var ákveðið að lappa upp á fjármálakerfið með því að lögfesta innstæðutryggingar og aðskilja starfsemi fjárfestingar­ og viðskiptabanka (The Glass­ Stegall Act) . Í dag erum við reynslunni ríkari . Tals­ menn endurbóta geta nú vísað til þess, að á síðustu 20 árum hafa orðið fleiri en hundrað bankakreppur í heiminum . Það mun eflaust taka mörg ár að breyta fjármálakerfum umheimsins til betri vegar, en Íslendingar þurfa þó alls ekki að bíða eftir því . Ísland er fámennt land með hátt tæknistig og sjálfstæðan gjaldmiðil . Það þýðir að hér yrði miklu auðveldara og fljót­ legra að gera endurbætur á fjármálakerfi nu en hjá stórþjóðum . Áður en vikið er að sjálfum endurbótun­ um, er gagnlegt að fjalla stuttlega um eðli og hlutverk gjaldmiðla . Einnig verður fjallað um verðgildi gjaldmiðla, hvernig pen inga­ magni sé stjórnað og loks mynt sláttu hagnað bankanna . Hlutverk og form gjaldmiðils Hlutverk gjaldmiðils er að vera greiðslu­miðill sem auðveldar við skipti með vörur og þjónustu . Gjaldmiðill gegnir einnig mikilvægu hlutverki sem reikni­ eining sem notuð er í bókhaldi og til að skrá eignir, skuldir, tekjur og gjöld í við skiptum . Síðast en ekki síst er gjaldmiðill notaður sem geymsla fyrir verðmæti þótt flestir gjaldmiðlar skili því hlutverki frekar illa . Gjaldmiðill er yfirleitt í formi seðla, mynt ar eða á rafrænu formi (lausar inn­ stæður á bankareikningum) sem kalla mætti rafkrónur . Hér á landi eru seðlar og mynt nú um 40 mia króna (4% af peningamagni) en rafkrónur (lausar innstæður) eru um 1 .000 mia króna (96% af peningamagni) . Kostir sjálfstæðs gjaldmiðils Töluvert hefur verið rætt um ókosti þess að halda úti sjálfstæðri mynt í smáu, opnu hagkerfi . Þess vegna er ekki van þörf á að rifja hér upp helstu kosti . Fyrst ber að nefna að hagkerfi, sem búa við sjálfstæðan gjaldmiðil, hafa mun meiri sveigjan leika til að bregðast við efnahags­ áföll um og þau jafna sig mun fyrr . Einnig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.