Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 64
Þjóðmál SUmAR 2012 63
Hálf öld er liðin frá því að Berlínarmúrinn reis . Mesti ógnartími allra
ára kalda stríðsins var 1962 þegar heimur
inn komst næst því að farga sjálfum sér í
kjarnorku styrjöld vegna Kúbudeilunnar .
Enn eru sagn fræð ingar að greina upplýs ing
ar úr trúnaðar skjölum sem gerð hafa verið
að gengi leg í Bandaríkjunum, Þýskalandi og
Rúss landi um þróunina 1961, rót hættu
ástandsins 1962 . Lausnin eða glötun henn
ar var í raun alveg í höndum tveggja mjög
andstæðra persónuleika, þeirra Johns F .
Kennedys og Nikita Khrushchevs . Kennedy,
hið mikla glæsimenni úr forréttindas tétt,
átti við alvarleg heilsufarsleg vandamál að
stríða, m .a . vegna alvarlegs stríðsskaða í
baki þegar flugvél hans var skotin niður í
Kyrra hafi . Khrushchev, sem var sonarsonur
ánauð ar bónda og sonur verkamanns, hafði
sjálfstraust áunnið við ótrúlega getu til að
lifa af hreins anir með aflífunum keppin auta .
Hann var hvatvís en Kennedy varfærinn .
Þessi fróðleikur breytir ekki þeirri ógleym
anlegu reynslu að hafa verið í Berlín, sjálfum
suðupotti kalda stríðsins, í Kúbukrísunni .
Þegar nú er litið um öxl í ellinni, eru þessar
endurminningar eitt af því sem lifir best .
Það er enginn vandi að láta hugann líða
aftur til þeirra daga og kalla fram myndir af
því sem fyrir augun bar . Borgin var skipt og
enn að miklu leyti í rústum . Maður gat séð
fyrir sér bardagana þegar Rússar tóku Berlín
1945 . Þarna starfaði hinn stórmerki prestur
og guðfræðingur, Dietrich Bonhoeffer, sem
nasistar hnepptu í fangelsi í stríðinu vegna
starfa í andspyrnuhreyfingu gegn Hitler .
Hann var líflátinn með hengingu mánuði
áður en stríðinu lauk .
Höfundurinn var á ferðalagi í október
nóvember 1962 með félögum úr Varð
bergi og lauk ferðinni í Berlín . Rétt um þær
mundir hafði náðst samkomulag milli þeirra
Kennedys og Khrushchevs um að eldflaugar
yrðu ekki settar niður á Kúbu . Hættunni
var aflýst . Það var einhvern veginn eins og í
stríðinu þegar loftvarnaflauturnar í Reykja
vík blésu hættuna af, og gáfu til kynna að
þýsku flugvélarnar væru farnar . Reyndar
ekki allar því að sumar voru skotnar niður
og áhafn irnar hvíla í þýskum hermanna
graf reit í Fossvogskirkjugarði .
Þótt stemningin í Berlín væri ólík öðru,
skrifaði ég ekki um það í bréfum heim til
konunnar . Eitt dæmið var að þegar farið
var á My Fair Lady, sem um getur í fyrra
bréfinu, þá skeður það, rétt áður en sýning
skyldi hefjast, að kallað er upp í hátalakerfi
leikhússins: Achtung bitte, Achtung bitte!
Sló þá á sekúndunni samstilltri og algjörri
grafarþögn á viðstadda þar til framhaldið
kom, sem var nú bara að einhver læknir gæfi
sig fram . En þögnin var slík að vissulega
Einar Benediktsson
Frá Berlín