Þjóðmál - 01.06.2012, Side 74
Þjóðmál SUmAR 2012 73
Íslandi . Með hóflegri bjartsýni má ætla, að
afrakstur Íslendinga gæti numið 5%, sem
þá mundi jafngilda einni landsframleiðslu .
Þessi olíuvinnsla, um 1 Mtu/d, mun að vísu
ekki vega þungt í hít þá, sem olíunotkun
Evrópu er, en allgóðar líkur eru hins vegar
á fleiri vinnanlegum olíusvæðum innan
lögsögu Íslands norður af landinu .
Annað orkumál hefur verið á dagskrá í
tengslum við innri markað ESB, en það er
raftenging Íslands við StóraBretland eða
meginland Evrópu um sæstreng . Aflið, sem
hugsanlega yrði hægt að flytja út frá Íslandi
um slíkan streng, um 1000 MW, er svo
lítið, að það skiptir ESB engu máli . Það er
aðeins á við afl frá um 150 vindmyllum,
og vindmyllur innan ESB skipta nú þegar
tugþúsundum . Miklu vænlegra er fyrir
ESB að tryggja sér aðdrætti á gæðaáli frá Ís
landi, sem framleitt yrði samkvæmt pöntun
evrópskra verksmiðja á samkeppnishæfu
verði á tímum, þegar langtímasamningar
um orku sölu liggja ekki lengur á lausu í
Evrópu vegna reglna ESB .3
Af þessum hugleiðingum má ráða hversu
miklu varðar fyrir hagsmuni Íslendinga
að halda óskertu fullveldi yfir lögsögu Ís
lands til lands og sjávar . Önnur helzta
þekkta auð lind norðurhafanna, og sú, sem
er í hendi, er sjávarfangið . Það er kunn
ara en frá þurfi að segja, að hin sameigin
lega sjávarútvegsstefna ESB snýst um, að
framkvæmdastjórn ESB stjórni nýtingu
sameiginlegra fiskimiða ESB, sem eru
þau mið, sem eru innan lögsögu hvers
aðildarríkis . Það er vaxandi skortur á fiski í
Evrópu vegna þess, að veiðar risastórs fiski
skipaflota Evrópulandanna hafa dreg izt
saman . Fiskimið ESB eru mjög illa farin,
og langan tíma tekur að reisa þau við . ESB
viðurkennir mistök sín við stjórnun þeirra,
og þar á bæ gera menn sér nú loksins grein
fyrir vandamálinu . Talsmenn ESB segjast
vilja markaðsvæða sjávarútveg ESBland
anna í líkingu við það, sem bezt hefur
gefizt hjá öðrum, þ . á .m . Íslendingum, og
vinnur ESB nú að endurskoðun fisk veiði
kerfis síns . Nýja kerfið á að taka gildi árið
2014 .
Íslendingar sjá ESBríkjunum fyrir um
tals verðum hluta þess villta sjávar fangs,
sem neytt er í löndum ESB, líklega um
30% . Fyrir fæðuöryggi ESB eru gríðarlegir
hagsmunir fólgnir í að tryggja markaðssetn
ingu sjávarafurða af Íslandsmiðum innan
ESB . Þetta er t .d . hægt með eignarhaldi á
íslenzkum útvegsfyrirtækjum, en ESB sam
þykkir enga mismunun fjárfestingaraðila
á innri markaðinum eftir þjóðerni . Líta
verður reyndar svo á, að lagaákvæðið um
þjóðareign á miðunum í lögsögu Íslands
hamli nýtingu erlendra fyrirtækja á þeim,
en bæði er, að unnt kann að vera að fara í
kringum þetta og ólíklegt er, að ESB fallist
á mismunun af þessu tagi .
Breytingar í NorðurÍshafi
Í s norðurskautsins og Grænlands hop ar með hverju árinu, sem líður, í lík ingu
við jöklana á Íslandi . Ríki á borð við BNA
(Bandaríki NorðurAmeríku), Kanada,
Dan mörk, Noreg, Rússland og Kína eru
með vituð um möguleikana, sem þessar
breyt ingar bjóða upp á í formi auðlinda
nýtingar sjávar (lífríki hafsins breytist og
verður jafnvel fjölskrúðugra en áður hér
norð ur frá), málmvinnslu á hafsbotni
og olíu og gasvinnslu úr iðrum jarðar .
Á Græn landi bíða jafnframt gríðarlegir
mögu leikar á sviði orkuvinnslu og námu
graftrar . ESB hefur enga aðkomu að öllu
þessu á meðan hvorki Ísland né Noregur eru
innan vébandanna, og Grænland sagði sig
úr ESB á sínum tíma . Hér er eftir miklu að
slæðast fyrir ESB og grundvallaratriði fyrir
tilvonandi stórríki að skapa sér aðstöðu
norður frá . Er skemmst að minnast um