Þjóðmál - 01.06.2012, Page 74

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 74
 Þjóðmál SUmAR 2012 73 Íslandi . Með hóflegri bjartsýni má ætla, að afrakstur Íslendinga gæti numið 5%, sem þá mundi jafngilda einni landsframleiðslu . Þessi olíuvinnsla, um 1 Mtu/d, mun að vísu ekki vega þungt í hít þá, sem olíunotkun Evrópu er, en allgóðar líkur eru hins vegar á fleiri vinnanlegum olíusvæðum innan lögsögu Íslands norður af landinu . Annað orkumál hefur verið á dagskrá í tengslum við innri markað ESB, en það er raftenging Íslands við Stóra­Bretland eða meginland Evrópu um sæstreng . Aflið, sem hugsanlega yrði hægt að flytja út frá Íslandi um slíkan streng, um 1000 MW, er svo lítið, að það skiptir ESB engu máli . Það er aðeins á við afl frá um 150 vindmyllum, og vindmyllur innan ESB skipta nú þegar tugþúsundum . Miklu vænlegra er fyrir ESB að tryggja sér aðdrætti á gæðaáli frá Ís­ landi, sem framleitt yrði samkvæmt pöntun evrópskra verksmiðja á samkeppnishæfu verði á tímum, þegar langtímasamningar um orku sölu liggja ekki lengur á lausu í Evrópu vegna reglna ESB .3 Af þessum hugleiðingum má ráða hversu miklu varðar fyrir hagsmuni Íslendinga að halda óskertu fullveldi yfir lögsögu Ís­ lands til lands og sjávar . Önnur helzta þekkta auð lind norðurhafanna, og sú, sem er í hendi, er sjávarfangið . Það er kunn­ ara en frá þurfi að segja, að hin sameigin­ lega sjávarútvegsstefna ESB snýst um, að framkvæmdastjórn ESB stjórni nýtingu sameiginlegra fiskimiða ESB, sem eru þau mið, sem eru innan lögsögu hvers aðildarríkis . Það er vaxandi skortur á fiski í Evrópu vegna þess, að veiðar risastórs fiski­ skipaflota Evrópulandanna hafa dreg izt saman . Fiskimið ESB eru mjög illa farin, og langan tíma tekur að reisa þau við . ESB viðurkennir mistök sín við stjórnun þeirra, og þar á bæ gera menn sér nú loksins grein fyrir vandamálinu . Talsmenn ESB segjast vilja markaðsvæða sjávarútveg ESB­land­ anna í líkingu við það, sem bezt hefur gefizt hjá öðrum, þ . á .m . Íslendingum, og vinnur ESB nú að endurskoðun fisk veiði­ kerfis síns . Nýja kerfið á að taka gildi árið 2014 . Íslendingar sjá ESB­ríkjunum fyrir um­ tals verðum hluta þess villta sjávar fangs, sem neytt er í löndum ESB, líklega um 30% . Fyrir fæðuöryggi ESB eru gríðarlegir hagsmunir fólgnir í að tryggja markaðssetn­ ingu sjávarafurða af Íslandsmiðum innan ESB . Þetta er t .d . hægt með eignarhaldi á íslenzkum útvegsfyrirtækjum, en ESB sam­ þykkir enga mismunun fjárfestingaraðila á innri markaðinum eftir þjóðerni . Líta verður reyndar svo á, að lagaákvæðið um þjóðareign á miðunum í lögsögu Íslands hamli nýtingu erlendra fyrirtækja á þeim, en bæði er, að unnt kann að vera að fara í kringum þetta og ólíklegt er, að ESB fallist á mismunun af þessu tagi . Breytingar í Norður­Íshafi Í s norðurskautsins og Grænlands hop ar með hverju árinu, sem líður, í lík ingu við jöklana á Íslandi . Ríki á borð við BNA (Bandaríki Norður­Ameríku), Kanada, Dan mörk, Noreg, Rússland og Kína eru með vituð um möguleikana, sem þessar breyt ingar bjóða upp á í formi auðlinda­ nýtingar sjávar (lífríki hafsins breytist og verður jafnvel fjölskrúðugra en áður hér norð ur frá), málmvinnslu á hafsbotni og olíu­ og gasvinnslu úr iðrum jarðar . Á Græn landi bíða jafnframt gríðarlegir mögu leikar á sviði orkuvinnslu og námu­ graftrar . ESB hefur enga aðkomu að öllu þessu á meðan hvorki Ísland né Noregur eru innan vébandanna, og Grænland sagði sig úr ESB á sínum tíma . Hér er eftir miklu að slæðast fyrir ESB og grundvallaratriði fyrir tilvonandi stórríki að skapa sér aðstöðu norður frá . Er skemmst að minnast um­

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.