Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 75

Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 75
74 Þjóðmál SUmAR 2012 mæla utanríkisráðherra Sví þjóð ar, Carls Bildts, er hann tók við umsókn Ís lands um aðildarviðræður við ESB úr hendi utan­ ríkisráðherra Íslands, Össur ar Skarp héð­ ins sonar, en þau voru á þá leið, að sterk­ ustu meðmælin fyrir hraðferð Íslands inn í ESB væri aðgöngumiðinn að norður­ svæðunum, sem Ísland byði ESB upp á . Þetta sýndi, að utanríkisráðherrum Íslands og Svíþjóðar var í júlí 2009 mikið í mun að sæta færis og innlima Ísland í skyndingu á meðan Íslendingar væru enn í sárum eftir Hrunið .4 Framferði ESB á Íslandi Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi mennta­málaráðherra og sendiherra, er vel að sér um málefni ESB og markmiðin, sem búrókratar og aðrir stefnumótendur þar á bæ hafa sett sér um málefni ESB . Hann er jafnframt þaulkunnugur siðum og hefðum, sem tíðkast ríkja í millum . Þann 2 . apríl 2012 birtist eftir hann grein í Morgunblaðinu, „Summa diplómatískra lasta“. Þar rifjar hann upp fortíð allmargra ESB­ríkja sem nýlenduherra og telur, að enn eimi eftir af þessu tímabili, þ .e . að stjórnkerfi ESB dragi dám af þessu viðhorfi „herraþjóðanna“ gagnvart t .d . smáríkjum . Þá bendir hann á, að Timo Summa, sendi­ herra ESB, fari hér um sveitir á vegum upp lýsingamiðstöðvar ESB á Íslandi með það að stefnumiði að móta umræðuna um tengsl Íslands við ESB . Tómas Ingi bendir á, að framferði ESB á Íslandi sé klárt brot á Vínarsáttmálanum,5 sem tryggi sendimönnum erlendra ríkja frelsi í gistilandinu gegn því að skipta sér ekki af innanlandsmálefnum . Með Evrópu stofu virðist ESB þó hafa komið á laggirnar áróðursmiðstöð fyrir málstað sinn á Íslandi og gerir síðan menn út af örkinni til að boða fagnaðarerindið, eins og um kosningabaráttu sé að ræða . Þetta eru firn mikil . Hvað getur búið að baki því, að ESB stígur það skref að brjóta Vínarsáttmálann á Íslendingum með ærnum tilkostnaði og hættir um leið á andsefjun landsmanna og niðurlægingu sína fyrir tilstuðlan annarra stórvelda, s.s. Rússlands, Kína og BNA? Svarið getur aðeins verið eitt . Forkólfar ESB taka þessa áhættu vegna þess, að þeim þykir mikið í húfi að takast megi að innlima Ísland í ríkjasambandið . Þessa niðurstöðu má styðja með þeim hagsmunarökum, sem tíunduð eru framar í þessari grein . ESB virðist hafa mótað sér stefnu um „Drang nach Norden“ eða sókn til norðurs . Forkólfar í Berlaymont í Brüssel kunna að hafa haldið, að eftir Hrunið haustið 2008 hafi rétta stundin verið runnin upp til að ná áhrifum á Íslandi, sem enda myndi með hruni fullveldis landsins í sinni núverandi mynd, þegar því væri deilt með tæplega 30 öðrum ríkjum Evrópu . Sennilega er hér um að ræða tangarsókn til norðurs, þar sem vestari klónni er beitt fyrst, og að árangri þar náðum verði þeirri eystri beitt og áherzla lögð að nýju á að innlima Noreg í stórríkið . Valkostir Íslands Í slandi og Noregi ríður á samstöðu til að hamla gegn ásælni evrópska stórríkisins . Því miður hafa Norðmenn tekið sér stöðu með ESB gegn Íslendingum og Færeyingum í svo nefndri makríldeilu . Sú deila, sem fjallar um samnýtingu makrílstofnsins, kristallar hagsmunabaráttuna, sem verður að taka mið af, þegar metið er, hvernig hagsmunum Íslands verði bezt borgið í nútíð og framtíð . Ef Brüssel á að fara með hagsmunagæzlu fyrir hönd Íslendinga, verður iðulega tekið mið af höfðatölunni og Íslendingum skammtaður skítur úr hnefa, t .d . 5% úr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.