Þjóðmál - 01.06.2012, Side 87

Þjóðmál - 01.06.2012, Side 87
86 Þjóðmál SUmAR 2012 í Reykjavík um miðnætti föstudags 4 . maí . Hann fullvissaði blaðamann China Daily um að hann mundi rita undir samning við Íslendinga um miðjan júní en „ræða þurfi nánar um einstök atriði samningsins“ . Huang sagði við kínverska blaðið að í öllu þessu ferli hefði hann lagt gott til mála með því að segja frá eigin reynslu við að hverfa frá störfum sem opinber embættismaður og gerast fésýslumaður á eigin vegum á þeim 30 árum sem breytingar hefðu orðið í Kína og frjálsræði aukist . Segir blaðið að Huang hafi unnið við deild kínverska kommúnistaflokksins og í mannvirkjaráðuneytinu á níunda áratugnum en sagt skilið við þessi störf í upphafi tíunda áratugarins þegar margir embættismenn hafi haslað sér völl í viðskiptalífinu í góðærinu . „Í fylgd með mér er hópur manna sem hefur vegnað vel í viðskiptum eins og mér . Vesturlandamenn vita lítið um þessa breyt­ ingu . Saga mín auðveldar þeim að skilja Kína og það sem er að gerast hér,“ sagði Huang Nubo við China Daily 5 . maí 2012 . Þegar Huang Nubo taldi sig á grænni grein gagnvart Íslendingum sló hann um sig í Kína sem brautryðjandi í samskiptum við Vesturlönd . Sér hefði tekist nokkuð sem væri öðrum til fyrirmyndar . Í fréttum var skýrt frá því að eitt hið fyrsta sem Huang þyrfti að gera væri að leggja flugbraut á staðnum . Á ruv.is sagði eftir ríkisstjórnarfundinn 4 . maí 2012 að deilt hefði verið um leiguna til Huangs Nubos á fundinum . Iðnaðarráðherra litist ágætlega á verkefnið en innanríkisráðherra ekki . Talsmaður Huangs sagði í samtali við fréttastofu RÚV að ívilnanir í þágu um­ bjóðanda síns væru forsenda þess að hægt væri að ljúka formlega samningum um verkefnið . Með kaupum sveitarfélaga á Norður­ og Austurlandi á 70% jarðarinnar og leigu til Huangs Nubos til 40 ára yrði „komist fram hjá lagalegum hindrunum um fjárfestingu útlendinga utan EES svæðisins,“ eins og sagði í fréttinni . Oddný G . Harðardóttir, starfandi iðnaðarráðherra, væri fylgjandi þessari leið . „Sjálfri lýst mér ágætlega á það en auðvitað þurfum við að skoða hvernig leigu­ samningurinn er uppbyggður og hvaða skilyrði eru þar sett og síðan verð um við auðvitað að fara yfir umhverfis málin og skipulagsmálin í því samhengi,“ sagði Oddný við RÚV að ríkisstjórnar fundi lokn um . Haft var eftir Ögmundi Jónassyni innan­ ríkisráðherra: Grundvallarreglan í íslenskum lögum er sú að fjárfestingar af þessu tagi séu ekki heimilar . Hinsvegar er nefndin [um ívilnandi leyfi til fjárfestinga] að skoða lög sem heimila ívilnanir og frávik frá þessari grundvallarreglu . Og það er nokkuð sem við þurfum að skoða og gera málið upp í heild sinni þegar allar staðreyndir liggja fyrir . Það gera þær ekki ennþá . Ögmundur Jónasson lá ekki á skoðun sinni á málinu þegar hann sagði á vefsíðu sinni 4 . maí 2012: Auðjöfurinn Huang Nubo sem er í for svari fyrir kínversku fjárfestingasamsteyp una sem vill fá afnotarétt yfir Grímsstöðum á Fjöll um til að reisa þar 20 þúsund fermetra hótel­ húsnæði og gera flugvöll á svæðinu til að fljúga með túrista til að njóta einsemdar innar í Herðu breiðarlindum, hrósar nú happi yfir því að innanríkisráðherra Íslands sé ekki í færum (lengur) til að eyðileggja áform sín . Erlend ríki fylgjast með þessum tilraun­ um Kínverja að fá fótfestu á Íslandi . Þau líta flugvallardraumana öðrum augum en ís lenskir sveitarstjórnarmenn við samn­ ingaborð Núb ós . Þar hafa menn stór velda­ hags muni í huga, líka þegar menn segjast vilja kíkja upp í him in t unglin, eða voru það Norð ur ljósin? [ . . .]

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.