Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 87

Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 87
86 Þjóðmál SUmAR 2012 í Reykjavík um miðnætti föstudags 4 . maí . Hann fullvissaði blaðamann China Daily um að hann mundi rita undir samning við Íslendinga um miðjan júní en „ræða þurfi nánar um einstök atriði samningsins“ . Huang sagði við kínverska blaðið að í öllu þessu ferli hefði hann lagt gott til mála með því að segja frá eigin reynslu við að hverfa frá störfum sem opinber embættismaður og gerast fésýslumaður á eigin vegum á þeim 30 árum sem breytingar hefðu orðið í Kína og frjálsræði aukist . Segir blaðið að Huang hafi unnið við deild kínverska kommúnistaflokksins og í mannvirkjaráðuneytinu á níunda áratugnum en sagt skilið við þessi störf í upphafi tíunda áratugarins þegar margir embættismenn hafi haslað sér völl í viðskiptalífinu í góðærinu . „Í fylgd með mér er hópur manna sem hefur vegnað vel í viðskiptum eins og mér . Vesturlandamenn vita lítið um þessa breyt­ ingu . Saga mín auðveldar þeim að skilja Kína og það sem er að gerast hér,“ sagði Huang Nubo við China Daily 5 . maí 2012 . Þegar Huang Nubo taldi sig á grænni grein gagnvart Íslendingum sló hann um sig í Kína sem brautryðjandi í samskiptum við Vesturlönd . Sér hefði tekist nokkuð sem væri öðrum til fyrirmyndar . Í fréttum var skýrt frá því að eitt hið fyrsta sem Huang þyrfti að gera væri að leggja flugbraut á staðnum . Á ruv.is sagði eftir ríkisstjórnarfundinn 4 . maí 2012 að deilt hefði verið um leiguna til Huangs Nubos á fundinum . Iðnaðarráðherra litist ágætlega á verkefnið en innanríkisráðherra ekki . Talsmaður Huangs sagði í samtali við fréttastofu RÚV að ívilnanir í þágu um­ bjóðanda síns væru forsenda þess að hægt væri að ljúka formlega samningum um verkefnið . Með kaupum sveitarfélaga á Norður­ og Austurlandi á 70% jarðarinnar og leigu til Huangs Nubos til 40 ára yrði „komist fram hjá lagalegum hindrunum um fjárfestingu útlendinga utan EES svæðisins,“ eins og sagði í fréttinni . Oddný G . Harðardóttir, starfandi iðnaðarráðherra, væri fylgjandi þessari leið . „Sjálfri lýst mér ágætlega á það en auðvitað þurfum við að skoða hvernig leigu­ samningurinn er uppbyggður og hvaða skilyrði eru þar sett og síðan verð um við auðvitað að fara yfir umhverfis málin og skipulagsmálin í því samhengi,“ sagði Oddný við RÚV að ríkisstjórnar fundi lokn um . Haft var eftir Ögmundi Jónassyni innan­ ríkisráðherra: Grundvallarreglan í íslenskum lögum er sú að fjárfestingar af þessu tagi séu ekki heimilar . Hinsvegar er nefndin [um ívilnandi leyfi til fjárfestinga] að skoða lög sem heimila ívilnanir og frávik frá þessari grundvallarreglu . Og það er nokkuð sem við þurfum að skoða og gera málið upp í heild sinni þegar allar staðreyndir liggja fyrir . Það gera þær ekki ennþá . Ögmundur Jónasson lá ekki á skoðun sinni á málinu þegar hann sagði á vefsíðu sinni 4 . maí 2012: Auðjöfurinn Huang Nubo sem er í for svari fyrir kínversku fjárfestingasamsteyp una sem vill fá afnotarétt yfir Grímsstöðum á Fjöll um til að reisa þar 20 þúsund fermetra hótel­ húsnæði og gera flugvöll á svæðinu til að fljúga með túrista til að njóta einsemdar innar í Herðu breiðarlindum, hrósar nú happi yfir því að innanríkisráðherra Íslands sé ekki í færum (lengur) til að eyðileggja áform sín . Erlend ríki fylgjast með þessum tilraun­ um Kínverja að fá fótfestu á Íslandi . Þau líta flugvallardraumana öðrum augum en ís lenskir sveitarstjórnarmenn við samn­ ingaborð Núb ós . Þar hafa menn stór velda­ hags muni í huga, líka þegar menn segjast vilja kíkja upp í him in t unglin, eða voru það Norð ur ljósin? [ . . .]
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.