Þjóðmál - 01.06.2012, Side 91

Þjóðmál - 01.06.2012, Side 91
90 Þjóðmál SUmAR 2012 Grímsstaðina alla undir sinn rekstur, en svo virðist sem jörðin sé annað hvort öll föl eða ekki“ . Finnst Hjörleifi „athugandi fyrir Huang og hans fólk að láta á það reyna hvort fá megi lóð út úr Grímsstaðatorfunni en falast að öðrum kosti eftir jörð af normal stærð fyrir uppbygginguna“ . Þá segir Hjörleifur Sveinbjörnsson: Margt í þessum Grímsstaðamálum er lost in translation og þá á báða bóga . Það stendur upp á Huang og samstarfsfólk hans um fjárfestingar á Íslandi að útskýra hvernig þau sjá hlutina fyrir sér . Þar hefur mikið vantað upp á og fyrir bragðið hafa ýmsar bábiljur fengið vængi . Það þarf að kynna fjárfestingarplön, útskýra hvernig staðið verður að fyrirhugaðri uppbyggingu og leggja fram sannfærandi viðskiptaáætlanir og röksemdir fyrir því að þessi rekstur fái staðist til lengri tíma litið . Að öðrum kosti væri það ábyrgðarleysi af sveitarfélögum á Norð­Austurlandi að gambla með sameiginlega sjóði . Síðast en ekki síst þarf að fara yfir starfsmannamálin með stéttarfélögunum á staðnum . Næsta skref þarf að vera að Huang, eða náið samstarfsfólk hans í Zhungkun­fyrirtækinu, komi til landsins, fari yfir alla mögulega fleti á þessu máli og ræði við þá sem að því koma . Ef vel tekst til getur fjárfesting Huangs orðið mikil lyftistöng . En þá þurfum við líka öll að vanda okkur . Hjörleifur Sveinbjörnsson segir að sveitar­ félög „gambli“ eða leiki áhættuspil af ábyrgðarleysi með sameiginlega sjóði ef Huang Nubo kynni ekki fjárfestingarplön, hvernig hann ætli að standa að fram­ kvæmdum og leggi fram sannfærandi við­ skipta áætlanir og röksemdir fyrir þeim . Ekkert af þessu hefur verið kynnt en svo virðist sem félagið GáF ehf . eigi að ganga á eftir þessu öllu auk annars . Af því sem fram hefur komið má ætla að atvinnuþróunarfélögum Eyfirðinga og Þingeyinga verði falið að leiða starf GáF ehf . á sama hátt og þau hafa unnið að málinu fyrir sveitarfélögin frá því í mars 2012 . Á stæða er til að spyrja hver sé viðmæl­andi hér á landi af hálfu Huangs Nubos eftir að Hjörleifur Sveinbjörnsson skrif aði sig frá honum með þessum hætti . Halldór Jóhannsson arkitekt hefur verið kynnt ur til sögunnar sem umboðsmaður Huangs á Íslandi . Bloggarinn Lára Hanna Ein arsdóttir, sem stundum lætur að sér kveða með því að taka saman efni á vefsíðu sína, birti hinn 10 . maí 2012 pistil þar sem sagði meðal annars um Halldór Jóhanns­ son: Maður er nefndur Halldór Jóhannsson, búsettur á Akureyri . Hann var m .a . kærður fyrir miðaklúður vegna HM árið 1995, og var hluthafi í frægri lakkrísverksmiðju sem sett var á fót í Kína 1992 (hvernig endaði það ævintýri?) . Halldór rak síðast ráðgjafaþjónustuna Teikn á lofti sem — viti menn! — gerði einmitt aðalskipulagið fyrir Langanesbyggð sem um var fjallað í fréttunum […] með stórskipahöfn, alþjóðaflugvelli og margföldun íbúafjölda . Teikn á lofti varð gjaldþrota í ágúst sl . Halldór Jóhannsson kemur víðar við . Hann er skráður fyrir léninu www .drekiarea .is þar sem norðausturhornið kynnir sig og mögulega þjónustu sína . Allir sjá í hvað nafnið vísar – Drekasvæðið . Þarna er meira að segja 16 síðna bæklingur sem gerir ráð fyrir að aðalskipulagið verði samþykkt með stórskipahöfn, flugvelli og öllum pakkanum . Þótt gefin séu upp nöfn tveggja sveitarstjóra á síðunni er á baksíðu bæklingsins tilgreint hvern á að hafa samband við ef áhugi er fyrir hendi — engan annan en Halldór Jóhannsson . En Halldór er stórtækari en þetta . Hann er einnig skráður fyrir lénunum www .arctic­ portal .org og www .arcticportal .is . Íslenskt heiti fyrirbærisins er Norðurslóðagáttin ehf . og þar kemur Halldór Jóhannsson vitanlega við sögu . Eins og sjá má hér er hann einn

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.