Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 91

Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 91
90 Þjóðmál SUmAR 2012 Grímsstaðina alla undir sinn rekstur, en svo virðist sem jörðin sé annað hvort öll föl eða ekki“ . Finnst Hjörleifi „athugandi fyrir Huang og hans fólk að láta á það reyna hvort fá megi lóð út úr Grímsstaðatorfunni en falast að öðrum kosti eftir jörð af normal stærð fyrir uppbygginguna“ . Þá segir Hjörleifur Sveinbjörnsson: Margt í þessum Grímsstaðamálum er lost in translation og þá á báða bóga . Það stendur upp á Huang og samstarfsfólk hans um fjárfestingar á Íslandi að útskýra hvernig þau sjá hlutina fyrir sér . Þar hefur mikið vantað upp á og fyrir bragðið hafa ýmsar bábiljur fengið vængi . Það þarf að kynna fjárfestingarplön, útskýra hvernig staðið verður að fyrirhugaðri uppbyggingu og leggja fram sannfærandi viðskiptaáætlanir og röksemdir fyrir því að þessi rekstur fái staðist til lengri tíma litið . Að öðrum kosti væri það ábyrgðarleysi af sveitarfélögum á Norð­Austurlandi að gambla með sameiginlega sjóði . Síðast en ekki síst þarf að fara yfir starfsmannamálin með stéttarfélögunum á staðnum . Næsta skref þarf að vera að Huang, eða náið samstarfsfólk hans í Zhungkun­fyrirtækinu, komi til landsins, fari yfir alla mögulega fleti á þessu máli og ræði við þá sem að því koma . Ef vel tekst til getur fjárfesting Huangs orðið mikil lyftistöng . En þá þurfum við líka öll að vanda okkur . Hjörleifur Sveinbjörnsson segir að sveitar­ félög „gambli“ eða leiki áhættuspil af ábyrgðarleysi með sameiginlega sjóði ef Huang Nubo kynni ekki fjárfestingarplön, hvernig hann ætli að standa að fram­ kvæmdum og leggi fram sannfærandi við­ skipta áætlanir og röksemdir fyrir þeim . Ekkert af þessu hefur verið kynnt en svo virðist sem félagið GáF ehf . eigi að ganga á eftir þessu öllu auk annars . Af því sem fram hefur komið má ætla að atvinnuþróunarfélögum Eyfirðinga og Þingeyinga verði falið að leiða starf GáF ehf . á sama hátt og þau hafa unnið að málinu fyrir sveitarfélögin frá því í mars 2012 . Á stæða er til að spyrja hver sé viðmæl­andi hér á landi af hálfu Huangs Nubos eftir að Hjörleifur Sveinbjörnsson skrif aði sig frá honum með þessum hætti . Halldór Jóhannsson arkitekt hefur verið kynnt ur til sögunnar sem umboðsmaður Huangs á Íslandi . Bloggarinn Lára Hanna Ein arsdóttir, sem stundum lætur að sér kveða með því að taka saman efni á vefsíðu sína, birti hinn 10 . maí 2012 pistil þar sem sagði meðal annars um Halldór Jóhanns­ son: Maður er nefndur Halldór Jóhannsson, búsettur á Akureyri . Hann var m .a . kærður fyrir miðaklúður vegna HM árið 1995, og var hluthafi í frægri lakkrísverksmiðju sem sett var á fót í Kína 1992 (hvernig endaði það ævintýri?) . Halldór rak síðast ráðgjafaþjónustuna Teikn á lofti sem — viti menn! — gerði einmitt aðalskipulagið fyrir Langanesbyggð sem um var fjallað í fréttunum […] með stórskipahöfn, alþjóðaflugvelli og margföldun íbúafjölda . Teikn á lofti varð gjaldþrota í ágúst sl . Halldór Jóhannsson kemur víðar við . Hann er skráður fyrir léninu www .drekiarea .is þar sem norðausturhornið kynnir sig og mögulega þjónustu sína . Allir sjá í hvað nafnið vísar – Drekasvæðið . Þarna er meira að segja 16 síðna bæklingur sem gerir ráð fyrir að aðalskipulagið verði samþykkt með stórskipahöfn, flugvelli og öllum pakkanum . Þótt gefin séu upp nöfn tveggja sveitarstjóra á síðunni er á baksíðu bæklingsins tilgreint hvern á að hafa samband við ef áhugi er fyrir hendi — engan annan en Halldór Jóhannsson . En Halldór er stórtækari en þetta . Hann er einnig skráður fyrir lénunum www .arctic­ portal .org og www .arcticportal .is . Íslenskt heiti fyrirbærisins er Norðurslóðagáttin ehf . og þar kemur Halldór Jóhannsson vitanlega við sögu . Eins og sjá má hér er hann einn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.