Gerðir kirkjuþings - 2009, Qupperneq 5

Gerðir kirkjuþings - 2009, Qupperneq 5
 5 Ávarp biskups Íslands, Karls Sigurbjörnssonar Dómsmála- og mannréttindaráðherra, frú Ragna Árnadóttir, forseti kirkjuþings, biskupar, þingfulltrúar, góðir gestir. Guð gefi ykkur öllum góðan dag. Verið hjartan- lega velkomin til kirkjuþings 2009. Hér á landi oss Herrann sá og huggaði öll í máta. Því vil ég elska Ísaláð og yfir það kalla Drottins náð og aldrei af því láta. Svo kvað séra Einar Sigurðsson í Eydölum forðum. Játning hans geri ég að minni nú er við söfnumst saman á kirkjuþingi. Það er köllun okkar og hlutverk hvar svo sem við stöndum á vettvangi dagsins, að „elska Ísaláð og yfir það kalla Drottins náð og aldrei af því láta.“ Til þess er þjóðkirkjan okkar, hin biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja. Þær efnahagsþrengingar sem þjóðin gengur gegnum eru prófsteinn, prófraun á samfélag okkar, stofnanir, fullveldi þjóðar, samkennd, já og hjartalag. Á þrenginga- tímum kemur hjartalagið í ljós. Hvað sjáum við? Hvernig slær hið íslenska þjóðar- hjarta? Hvar bærist hin íslenska þjóðarsál? Við skulum svara því á sama hátt og séra Einar í Eydölum, í elsku til lands og þjóðar og bæn fyrir heill þess og blessun, í elsku og bæn sem birtist í verki. Kirkjuþing að þessu sinni mun vekja með sérstökum hætti athygli á Hjálparstarfi kirkjunnar. Þetta er nýbreytni í dagskrá kirkjuþings sem ég fagna sérstaklega. Ég vil í nafni kirkjunnar blessa Hjálparstarf kirkjunnar og þakka það ómetanlega hlutverk sem það gegnir í kirkju og samfélagi, sem útrétt hjálparhönd kirkjunnar. Síðastliðið ár var hið umfangsmesta í sögu starfsins, innanlands sem utan. Innanlandshjálpin margfaldaðist að umfangi, og Hjálparstarfinu tókst að standa við allar sínar skuldbindingar gagnvart samstarfsaðilum erlendis, þrátt fyrir gengishrunið. Hjálparstarf kirkjunnar hefur fundið stóraukna samstöðu, stórauknar fégjafir, stór- aukinn fjölda sjálfboðaliða, mikla fjölgun safnaða og presta sem styðja starfið með reglubundnum framlögum sínum. Þeim öllum vil ég þakka, og blessa það hlýja og örláta hjartalag sem það ber vott um. Ein alvarlegasta afleiðing efnahagshrunsins hefur verið að hinar auðugu þjóðir heims draga úr þróunaraðstoð og neyðarhjálp. Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna vöktu ótalmörgum von í brjósti. Samkvæmt þeim á að vinna að því að helminga fjölda hungraðra í heiminum fyrir árið 2015. Því fer fjarri að því göfuga marki verði náð og sígur stöðugt á ógæfuhlið. Þróunarhjálp er lífsspursmál fyrir hinar fátæku þjóðir, hjálp til að rjúfa fátæktargildruna og að hjálpa þeim til að standa á eigin fótum með fæðuöflun, með því að efla menntun og stuðla að lýðræði, og með því að afnema viðskiptahindranir sem bitna harkalegast á hinum fátæku ríkjum. Við Íslendingar skuldbundum okkur gagnvart þúsaldarmarkmiðunum og að lyfta okkur upp úr þeirri smán, að við, ein ríkasta þjóð heims, höfum staðið langt að baki þeim þjóðum sem við vildum mæla okkur við í framlögum til þróunaraðstoðar. Og nú þegar þrengir að hjá okkur er illt til að vita að við hlaupum frá skuldbindingum okkar og vörpum frá okkur ábyrgð. Það er ekki gæfumerki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.